Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 33
Steikt rauðkál með svörtu quinoa, gúrmet linsum, stökku grænkáli og dijonsósu Fyrir 2, 4 ef forréttu ½ rauðkálshaus 2 dl svart quinoa (eða venjulegt) 2 lúkur grænkál 8-10 radísur 2 dl soðnar linsur 2-3 skalottlaukar Nokkrar greinar ferskt timjan 3-4 msk. vegan smjör 3 msk. vegan majónes 3 msk. vegan sýrður rjómi 2-3 tsk. hlynssýróp ½ grænmetisteningur 1 dl heslihnetur, muldar eða flögur Ólífuolía 1 tsk. cumin 1 tsk. timjan 1 tsk. múskat 1-2 tsk. dijon 1 tsk. dill 1 tsk. estragon Sítrónusafi Salt og pipar Hitið ofninn upp í 180°. Hitið ½ l af vatni, ég nota alltaf hrað- suðuketil. Hitið undir pottinum sem quinoað á að fara í. Leyfið botninum að hitna og setjið svo quinoað út í. Eftir 1-2 mín. látið þið grænmetisteninginn yfir og hellið svo yfir heitu vatninu. Fáið upp suðu og leyfið svo að malla í 20 mín. Rífið grænkálið og setjið í eldfast mót og einnig radísurnar. Setjið olíu yfir og setjið inn í ofn í ca. 20 mín. Skerið rauðkáli í tvennt, geymið hinn helminginn í eitthvað skemmtilegt. Skerið í hálfmánasneiðar, ca 1-2 cm þykkar. Reynið að láta ekki detta í sundur. Hitið olíu á pönnu miðlungs- hita. Setjið svo um 2 msk. smjör á pönnuna. Skerið skalottlaukinn í frekar grófa sneiðar og setjið á pönnuna. Látið „rauðkálssteikurnar“ á pönnuna eftir 2-3 mínútur. Hellið olíu yfir og kryddið með cumin, timjan, múskati, salti og pipar. Snúið við og reynið að láta þær halda sér saman. Hrærið í quinoa og látið smá smjörklípu út í, salt og pipar og einnig 1-2 tsk. hlynsíróp. Sósan Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma ,1-2 tsk. dijon, dilli, estragon, sýrópi, smá sítrónuskvettu, salti og pipar. Takið grænkál og radísur úr ofn- inum. Grænkálið getur verið smá misjafnt eftir ofnum og þarf stundum skemmri tíma svo það brenni ekki við. Látið rauðkálið á diska og látið þá linsubaunirnar á sömu pönnu, leyfið skalottuauknum og timjan að vera á, smá skvettu af ólífuolíu og við frekar háan hita og eldið í ca. 3 mínútur. Látið svo quinoað á diskana með rauðkálinu, radísum, grænkáli, sós- unni og að lokum linsurnar. Skreytið með timjangreinum og muldum heslihnetum. Ég er alltaf með æði fyrir grænkáli. Það er eins og ég sé háð því. Er með 2008 statusa á Facebook um grænkál,“ segir Eva og hlær aðspurð um sitt uppáhalds hráefni. „En já, ef ég ætti að nefna eitthvað þá er það lík­ lega rauðkál. Í fyrstu bylgju COVID bjó ég til kálböggla, mjög fallegir þó ég segi sjálf frá. Í síðustu viku skellti ég helmingi í súpu og hinum helmingnum inn í ofn. Súpan varð fallega bleik og ólík öllu sem ég hef eldað.“ Vikuplan er snilld Eva hefur verið grænkeri í um 20 ár og síðustu 3 ár hefur hún eldað nánast bara vegan mat. „Matreiðsla er mín hug­ leiðsla má segja og ég legg mikla áherslu á að elda nán­ ast á hverju kvöldi. Er með vikuplan fyrir virku dagana en ekki flókið plan, bara súpa á mánudögum, pasta á þriðju­ dögum, afgangar/snarl á mið­ vikudögum, alþjóðlegt eins og thai, indverskt, mexikóskt á fimmtudögum og pitsa á föstudögum. Ég er orðin duglegri að kaupa eitthvað einfalt eða skyndimat þegar ég er þreytt. Ég verð bara oft svo „mat­ sár“, finnst sumt heimkeypt svo dýrt og ekkert gott,“ segir Eva sem leggur mikið upp úr hollum og heilnæmum mat. „Ekki láta innihaldslista hræða ykkur. Ef þið eigið ekki eitthvað, þá bara sleppið því eða notið eitthvað í stað­ inn. Og ef þið viljið nota frek­ ar venjulegt smjör eða majó­ nes þá er bara um að gera. Ekki taka eldamennskuna of alvarlega – æfingin skapar meistarann.“ n MATSÁR ELDHÚSDROTTNING Eva Einarsdóttir, kynningarfulltrúi fyrir Erasmus+ og Nordplus, er galdrakona í eldhúsinu. Hún er hetja þegar kemur að grænmeti og maturinn hennar einkennist af flóknu bragði og fegurð. MATUR 33DV 16.OKTÓBER 2020 Matseðill Evu Morgunmatur Hef litla matarlyst á morgnana. En fæ mér stundum hafragraut eða chiagraut. Stundum banana. Annars bara kaffi, kaffi. Millimál Fæ mér stundum „ógeðisdrykk­ inn” sem vekur athygli í vinnunni, ískalt vatn, chiafræ, kanil og smá eplaedik. Ekki hugsað sem eitt­ hvað grennandi heldur finnst mér þetta gera maganum gott. Hádegismatur Er yfirleitt með nesti með mér í vinnunni. Oftar en ekki afganga frá kvöldinu áður. Súpur í miklu uppáhaldi. Á líka alltaf súpur frá Amy’s kitchen, lífrænar og mjög svona „feel good”. Millimál á daginn Ég er háð sódavatni og á það alltaf til í vinnunni. Eins á ég alltaf dökkt súkkulaði og hnetur í skúffunni. Já, og lakkrís auð­ vitað. Svo fæ ég mér stundum hrökkbrauð síðdegis. Kvöldmatur Oft súpa eða eit thvað af viku­ listanum. Svo er ég ekkert mikill nartari á kvöldin, er ekki mikill nammigrís. Ja, nema ef rauðvín telst sem nammi. Rauðkál á hug og hjarta Evu um þessar mundir. MYNDIR/STEFÁN KARLSSON Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.