Fréttablaðið - 17.10.2020, Side 8

Fréttablaðið - 17.10.2020, Side 8
ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT. ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB. ob.is LÆGSTA VERÐ ÓB ARNARSMÁRI BÆJARLIND FJARÐARKAUP HLÍÐARBRAUT AKUREYRI BRETLAND Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði að óþarfi væri fyrir Michel Barnier, aðal- samningamann Evrópusambands- ins, að mæta til fundar á mánudag myndi sambandið ekki gefa eftir kröfur varðandi framtíðarvið- skiptasamning. Í ávarpi til þjóðarinnar sagði hann að allt eins líklegt væri að Bret- land yrði samningslaust um áramót, eða með lauslegt fríverslunarsam- komulag líkt og Ástralir hafa. Stjórn Johnsons hefur þrýst fast á að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig því lítill tími er til stefnu áður en aðlögunartíma útgöngunnar lýkur í lok árs. Evrópusambandið hefur hins vegar verið opnara fyrir því að framlengja aðlögunartímann og taka meiri tíma í viðræðurnar, sérstaklega í ljósi þess að baráttan við heimsfaraldurinn hefur tekið mikinn tíma og athygli frá þeim. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari hvatti Johnson til að halda við- ræðunum áfram. Báðir aðilar yrðu að gefa eftir í sínum ítrustu kröfum. Emmanuel Macron Frakklands- forseti var harðari í horn að taka og sagði að Bretar yrðu að taka skil- málum sambandsins eða ganga út samningslausir. Myndi það koma Frökkum vel, sem hafa unnið að því að laða fyrirtæki frá Lundúnum til Parísar og gera borgina að fjármála- miðstöð álfunnar. Stjórnarandstæðingar í Bretlandi hafa brugðist hart við ummælum Johnsons. Frjálslyndir demókratar segja þau glæfraleg í meira lagi, í ljósi þess hvað sé í húfi fyrir Bret- land. „Við ættum ekki að vera að kljást við þetta stóra mál núna þegar fók- usinn þarf að vera á COVID,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. Gagnrýndi Sturgeon Johnson fyrir að taka ekki boði sambandsins um framlengingu aðlögunartíma- bilsins. Hennar eigin flokkur hefði sett undirbúning að nýrri þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæði Skot- lands á ís meðan faraldurinn gengur yfir. Framganga Johnsons sýndi þó enn og aftur hvers vegna Skotlandi væri betur borgið á eigin fótum. – khg Boris Johnson að missa þolinmæðina Johnson sagði Bretum að búast allt eins við samningsleysi. MYND/GETTY COVID-19 Einyrkjar og litlir rekstr- araðilar sem orðið hafa fyrir veru- legum tekjumissi vegna heims- faraldurs og sóttvarnaaðgerða stjórnvalda, geta fengið tekju- fallsstyrki verði frumvarp sem samþykkt var í ríkisstjórn í gær að lögum. Verja á rúmum fjórtán milljörðum króna í verkefnið. Styrkjunum er meðal annars ætlað að styðja minni rekstrarað- ila í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni rekstraraðila. Í tilkynningu segir að styrkirnir muni jafngilda rekstrarkostnaði á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en að hámarki 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðu- gildi á mánuði. Skilyrði til að fá tekjufallsstyrk er að umsækjandi hafi orðið fyrir 50 prósenta tekjufalli á tímabilinu 1. apríl til 30. september 2020, að ekki starfi f leiri en þrír launamenn hjá umsækjanda og að umsækjandi hafi skattskyldu á Íslandi, lág- marksveltu og skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kynntu, tíu stuðningsaðgerðir stjórnvalda fyrir listir og menningu í Hörpu í gær. Auk tekjufallsstyrkja er áformað að hækka starfslaun og styrki til listamanna tímabundið fyrir árið 2021 og framlengja tímamörk verk- efnastyrkja til menningarmála. Þá mun ríkisstjórnin standa að stofnun Sviðslistamiðstöðvar og Tónlistarmiðstöðvar og efna til vitundarvakningar um mikilvægi lista og menningar á Íslandi. Aðgerðirnar verða kynntar nánar á næstu vikum en þær eru sagðar vera fjölþættar og miða að því að bæta stöðu starfandi listamanna og menningartengdra fyrirtækja, að sögn stjórnvalda. „Staða listamanna og fólks í skap- andi greinum hefur verið f lókin og erfið frá fyrsta degi samkomu- banns. Hefðbundin úrræði sem grípa eiga fólk í erfiðri stöðu á vinnumarkaði hafa ekki nýst lista- mönnum sem skyldi. Því eru þetta kærkomnar aðgerðir sem bæta tap og brúa tíma sem við öll vonum að verði sem stystur,“ sagði Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, sem tók þátt í kynningu aðgerðanna ásamt Þór- unni Sveinbjarnardóttur, formanni Bandalags háskólamanna. Erling sagði að í þessum aðgerð- um væru að auki verkefni sem myndu bæta framtíð greina og stöðu listamanna. „Bæði á vinnumarkaði og í þeirra mikilvæga hlutverki að lita heim- inn bjartari litum,“ sagði Erlingur. eidur@frettabladid.is, adalheidur@frettabladid.is Milljarðar til einyrkja og lítilla fyrirtækja Einyrkjar og lítil fyrirtæki geta fengið tekjufallsstyrki sem nema rekstrar- kostnaði þeirra, verði frumvarp fjármálaráðherra að lögum. Frekari stuðn- ingsaðgerðir stjórnvalda fyrir listir og menningu voru kynntar í Hörpu gær. Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir kynntu aðgerðir ríkisstjórnar í Hörpu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID-19 Ísland er litað grátt á lita- kóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins. Ekki hafa bor- ist nægar upplýsingar héðan til þess að hægt sé að flokka landið. Eins og greint var frá í vikunni hafa ESB- og EES-löndin komið sér saman um kerfið til þess að sam- rýma takmarkanir. Kortið hefur nú verið birt. Er stærstur hluti álfunnar rauðmerkt- ur. Það þýðir að mikil hætta er á að smitast og búast megi við skimun- um og sóttkví þegar þangað sé farið. Fá svæði eru græn, sem er lægsta stig. Auk Íslands eru Svíþjóð, Dan- mörk, Þýskaland og Austurríki grámerkt, sem þýðir að gera verði ráð fyrir sömu takmörkunum og á rauðum svæðum. Ólíkt f lestum öðrum löndum er Ísland skilgreint sem stakt svæði. Er nýgengi engu minna en í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og f leiri Vestur- Evrópulöndum þar sem það er hæst. ESB skortir hins vegar upplýsingar um tíðni prófana til þess að geta litamerkt landið. – khg Ísland litað grátt á landakorti ESB Við ættum ekki að vera að kljást við þetta stóra mál núna þegar fókusinn þarf að vera á COVID. Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins Styrkirnir eru að há- marki 400 þúsund krónur á mánuði á hvert stöðugildi. 1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.