Fréttablaðið - 17.10.2020, Qupperneq 16
FÓTBOLTI Bjarni Jóhannsson mun
að loknu yfirstandandi keppnis
tímabili ljúka störfum sínum sem
þjálfari karlaliðs Vestra í knatt
spyrnu.
Þegar Bjarni tók við þjálfun karla
liðs Vestra í knattspyrnu haustið
2017 hafði liðið hafnað í níunda sæti
2. deildar og nú þremur árum síðar
er liðið í sjöunda sæti 1. deildar,
þegar tvær umferðir eru eftir.
Það má því með sanni segja að
Bjarni skilji eftir sig gott bú þegar
hann skilur við Vestfirðinga, enda
mátti lesa úr tilkynningu Vestra um
viðskilnaðinn að ósk félagsins hefði
verið að halda samstarfinu áfram.
„Ég er búinn að vera fyrir vestan
í þrjú ár og það er ágætis tíma
punktur núna finnst mér til þess að
láta gott heita. Eins og umhverfið
er í knattspyrnuþjálfun hér heima
þá finnst mér þrjú ár fínn tími til
þess að stýra liði. Það var vel tekið
á móti mér þegar ég kom vestur og
mér hefur liðið mjög vel þau þrjú
ár sem ég hef verið hérna. Okkur
hefur tekist að koma liðinu í hóp 20
bestu liða landsins á meðan ég hef
verið við störf og ég get ekki verið
annað en bara mjög sáttur við það.
Sérstaklega í ljósi þeirrar aðstöðu
sem Vestri býr við,“ segir Bjarni um
ástæðu þess að hann sé að hætta.
„Það er nú þannig að ég var leik
maður ÍBÍ árið 1982 og aðstaðan
fyrir vestan hefur ekkert breyst
frá þeim tíma. Gervigrasvöllurinn
sem hefur komið síðan þá er hand
ónýtur og það er algjört neyðarúr
ræði fyrir mig að vera með æfingu á
þeim velli. Þá er sami grasflötur og
undirlagið er jafnvel verra en það
var fyrir hartnær 40 árum síðan.
Aðstaðan hérna er algjörlega
óboðleg fyrir þá metnaðarfullu
knattspyrnumenn sem hér eru,
svo ég tali nú ekki um þá sem halda
utan um félagið. Sammi [Samúel
Samúelsson] og hans menn eru
að vinna algjört kraftaverk hérna
miðað við efni og aðstæður. Vest
firðingar búa við aðstæður til knatt
spyrnuiðkunar sem eru þremur
áratugum á eftir því sem gengur og
gerist hjá öðrum félögum á landinu.
Mér finnst vera kominn tími til þess
að bæjaryfirvöld vakni til lífsins og
láti verða af þeim áformum sem
hafa verið í burðarliðnum í tæpan
áratug. Þeir sem stunda og vinna við
knattspyrnuna fyrir vestan eiga það
svo sannarlega skilið,“ segir þjálfar
inn margreyndi.
„Það er í raun ótrúlegt að á Ísa
firði og á f leiri stöðum á lands
byggðinni, að þar sé ekki til staðar
knattspyrnuhús. Liðin utan af
landi eru að dragast aftur úr vegna
aðstöðuleysis og því verður að
kippa í liðinn eins f ljótt og nokkur
kostur er. Við sjáum að KA er eina
landsbyggðarfélagið sem er í efstu
deild og þeirri þróun finnst mér
þurfa að breyta. Það er líka erfitt að
fá fjölskyldur til þess að búa á stað
eins og Ísafirði á meðan aðstaða til
íþróttaiðkunar er jafn bágborin og
raun ber vitni,“ segir hann.
„Sá árangur sem við höfum náð
er einnig merkilegur, þegar til þess
er litið að við verjum um það bil 36
klukkustundum í hvern einasta
deildarleik sem við spilum. Þeir
strákar sem spila með liðinu leggja
alveg ótrúlega mikið á sig til þess að
liðinu gangi vel og ég tek hatt minn
ofan fyrir þeim. Mér finnst sá kjarni
af heimamönnum sem hefur verið
hér undir minni stjórn hafa bætt sig
töluvert.
Fyrst að þú snýrð upp á hendina á
mér og biður mig að taka einn leik
mann út fyrir sviga þá myndi ég vilja
nefna Friðrik Hjaltason. Hann var
ekki fastamaður í liðinu þegar ég tók
við, en er nú fyrirliði liðsins og lykil
leikmaður. Það verður gaman að
fylgjast með þróuninni á ferli hans,“
segir Bjarni um liðið sitt.
„Hvað framhaldið varðar þá
er það algerlega óráðið. Ég var nú
eiginlega kominn á þann stað að
hugsa um að láta gott heita þegar
starfið hjá Vestra kom upp. Ég hef
hins vegar enn ástríðu fyrir knatt
spyrnu og góða starfsorku. Minn
draumur varðandi næsta starf væri
að vera hluti af öflugu þjálfarateymi
hjá félagi þar sem mikill metnaður
væri fyrir því að vinna faglegt starf
og stefna til framtíðar væri á hreinu.
Svo er ekkert launungarmál að
ég myndi vilja vinna hjá félagi með
góða aðstöðu, eða þar sem raun
veruleg áform eru um að byggja upp
almennilega aðstöðu. Við sáum það
síðasta haust að félög á borð við Val
og Stjörnuna bjuggu til öflug teymi
í kringum lið sín, þar sem tveir
úrvalsdeildarþjálfarar með mikla
reynslu eru í teyminu. Ég væri
meira en til í að komast inn í þann
ig umhverfi,“ segir Bjarni aðspurður
um hvað framtíðin beri í skauti sér.
hjorvaro@frettabladid.is
Mér finnst vera
kominn tími til þess
að bæjaryfirvöld vakni til
lífsins og láti verða af þeim
áformum sem hafa verið í
burðarliðnum í tæpan
áratug.
Bjarni
Jóhannsson
Myndi vilja starfa í góðu teymi
Tilkynnt var í vikunni að Bjarni Jóhannsson myndi láta af störfum hjá Vestra eftir tímabilið eftir þriggja
ára dvöl. Eftir að hafa íhugað að hætta þjálfun fyrir dvölina á Ísafirði segist Bjarni ekki vera að hætta.
Bjarni ásamt lærisveinum sínum í Vestra en þeir eru búnir að tryggja sæti sitt í Lengjudeildinni. MYND/AÐSEND
FÓTBOLTI Tryggvi Gunnarsson,
umboðsmaður Alþingis, hefur ekki
fengið inn á borð til sín ákvarðana
tökuna sem varð til þess að KSÍ
fékk undanþágu til að geta spilað
þrjá landsleiki. Víðir Reynisson,
yfirlögregluþjónn hjá almanna
varnadeild ríkislögreglustjóra og
fyrrverandi starfsmaður KSÍ, ætlar
ekki að koma að fleiri ákvörðunum
er varða íþróttastarf, en Víðir fór
langt út fyrir sitt valdsvið, eins og
hann segir sjálfur í viðtali við Vísi,
þegar hann veitti landsliðsþjálfur
um Íslands leyfi til að rjúfa sóttkví
á leik Íslands og Belgíu.
Allir geta kvartað til umboðs
manns Alþingis. Hver sá sem telur
stjórnvald eða einkaaðila sem
fengið hefur stjórnsýsluvald hafa
beitt sig rangindum, getur borið
fram kvörtun. KSÍ fékk töluverðar
undanþágur frá sóttvarnalögum til
að halda landsleikina, en íþrótta
starf liggur niðri þessa stundina
vegna sóttvarnalaga. Starfsmenn
KSÍ virtu þær reglur ekki. Fóru jafn
vel í bíltúra með leikmenn saman,
leikmenn og starfsmaður, með leyfi
Víðis. Víðir sagði við Fréttablaðið í
gær að allra sóttvarna hefði verið
gætt í bílferðinni.
KSÍ sagði að tilfinningar hefðu
ráðið för, í yfirlýsingu um starfs
menn sem hefðu gleymt sér: „Stund
um ráða þessar tilfinningar för og
menn gleyma sér. Það afsakar ekki
það sem gerðist, en gefur allavega
skýringu,“ segir í yfirlýsingunni.
„Vandamálið er að þetta er ekki
oft ljóst, hvort þetta eru reglur
eða tilmæli eða þvíumlíkt,“ segir
Tryggvi. Lögreglan getur sektað þá
sem gerast uppvísir að broti á sótt
vörnum, en fyrirspurn Fréttablaðs
ins um hvort starfsmennirnir, sem
brutu sóttvarnarlög fái sekt, var
ekki svarað. – bb
Umboðsmaður Alþingis ekki skoðað undanþágu KSÍ
Þorgrímur Þráinsson, gleymdi grímu þegar hann arkaði út á völl að knúsa
leikmenn eftir sigurleikinn gegn Rúmeníu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
HANDBOLTI Guðmundur Þórður
Guðmundsson, þjálfari íslenska
karlalandsliðsins í handbolta, hefur
valið 17 leikmenn fyrir leiki liðsins
gegn Litháen og Ísrael í undan
keppni EM 2022. Leikirnir, sem eru
fyrstu leikir undankeppninnar, fara
báðir fram í Laugardalshöll.
Athygli vekur að Óskar Ólafsson,
leikmaður norska liðsins Drammen,
er í hópnum en hann er eini nýlið
inn í hópnum. Þá koma Gísli Þorgeir
Kristjánsson og Ómar Ingi Magnús
son, sem spila báðir hjá Magdeburg,
aftur inn í leikmannahóp íslenska
liðsins. Oddur Grétarsson, sem
leikur fyrir þýska liðið Balingen,
er síðan annar vinstri hornamann
anna. Hópinn í heild sinni má sjá á
vef Fréttablaðsins.
Til stendur að leika tvo leiki hér
heima í þessari landsliðsviku, þar
sem Ísrael óskaði eftir að víxla
heimaleikjum vegna ástandsins þar
og varð HSÍ við þeirri ósk. Ísland
tekur á móti Litháen miðviku
daginn 4. nóvember og svo Ísrael
sunnudaginn 7. nóvember. – hó
Eitt nýtt andlit
í hópi Íslands
ÍÞRÓTTIR Guðmundur Ingi Guð
brandsson, starfandi heilbrigðis
ráðherra, kynnti í gær helstu atriði
sem fram koma í reglugerð sem
mun taka við af gildandi reglum um
sóttvarnir á landinu á mánudaginn
kemur. Þar munu þau tilmæli sem
gilt hafa um íþróttastarf á Íslandi
koma inn í reglugerðina. Þannig
verður áfram æfinga og keppnis
bann barna og fullorðinna næstu
tvær til þrjár vikurnar á höfuð
borgarsvæðinu.
Bannið hefur verið í gildi í tvær
vikur og náð til allra íþróttaliða
innan höfuðborgarsvæðisins en
lið utan Reykjavíkur mega æfa
áfram. Sömu reglur munu því gilda
áfram um íþróttaiðkun innandyra
og utandyra í reglugerðinni sem
verður kynnt nánar í dag. – hó
Áfram heimilt að
æfa úti á landi
1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Guðmundur á góðri stundu.
HANDBOLTI Afturelding mun ekki
senda lið til leiks í Evrópubikarn
um í handbolta í vetur, eins og til
stóð. Var það ákveðið í ljósi þeirra
áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn
myndi hafa á ferðalög liðsins.
„Vegna ferðatak mark ana og
sótt varn ar á kvæða af völd um kór
ónuaveirufar ald urs ins, sér stjórn
hand knatt leiks deild ar Aft ur eld
ingar sér ekki fært annað en að
draga karlalið sitt úr Evr ópu keppn
inni í hand bolta í ár.“
Aft ur eld ing átti að leika við Gran
itasKarys frá Lit há en 14. nóvem
ber og aft ur 21. nóvember. Granitas
mun því fara sjálf krafa áfram í 3.
um ferð keppn inn ar. Áður hafði
Valur tekið sömu ákvörðun um
karla og kvennalið félagsins. – hó
Hætta við að
keppa í Evrópu