Fréttablaðið - 17.10.2020, Síða 26
Þegar eigandi leggur til f imm milljarða dala, eða 694 m i l lja rða íslenskra króna, til þess eins að byggja íþrótta-völl er eins gott að sá
völlur verði einstakur. Pressan
eykst þegar völlurinn er í miðborg
Los Angeles fyrir NFL-lið sem var
að flytjast til borgarinnar. Það var
ekkert til sparað við að gera völlinn
sem nútímalegastan og einstakan
á heimsvísu. Einn þeirra sem eiga
stóran þátt í hönnun tækninnar
á SoFi-vellinum er Skarphéðinn
Héðinsson. Skarphéðinn er fram-
kvæmdastjóri tæknimála (e. chief
technology officer) hjá Los Angeles
Rams og SoFi-vellinum. „Það er hægt
að taka undir að þetta sé f lottasti
völlur heims og ég hef alveg gefið
það út að það sé erfitt að sjá hvernig
þetta verður toppað í mjög langan
tíma. Það eru svo margir hlutir sem
þurfa að smella, eins og gerðist hjá
okkur. Ég get sagt að það heppnaðist
betur en við þorðum að vona og það
er alveg ótrúleg upplifun að koma á
völlinn,“ segir hann.
Skarphéðinn hefur búið í Banda-
ríkjunum í tæp þrjátíu ár eftir
að hafa stundað háskólanám við
University of Washington. Þar
lærði hann tölvunarfræði áður en
inter netið ruddi sér til rúms. Eftir
útskrift vann hann hjá hinum ýmsu
sprotafyrirtækjum í Seattle. „Það er
ótrúlegt að segja að maður hafi lært
tölvunarfræði svo gott sem fyrir
komu internetsins. Þar hófst þetta
allt saman,“ segir Skarphéðinn
hlæjandi. Sjálfur er hann íþrótta-
áhugamaður og tók tækifærinu
fagnandi þegar Walt Disney keypti
sprotafyrirtækið Starwave fyrir
ESPN og hann hóf störf hjá ESPN,
stærstu íþróttaveitu heims. „Star-
wave var brautryðjandi þegar kom
að því að framleiða efni fyrir vefinn.
Á þessum tíma varð bylting í frétta-
f lutningi af íþróttum. Áherslan
færðist yfir á netið og hvernig hægt
væri að koma efni þangað.“
Frá ESPN til Los Angeles
Þegar ESPN flutti höfuðstöðvar sínar
á Austurströndina bauðst Skarp-
héðni að vinna fyrir Disney og ABC í
Los Angeles. Hann býr nú í Los Ange-
les ásamt eiginkonu sinni, Lynneu,
og á tvær dætur, Isabel og Freyju.
Hjá Disney vann hann sem yfir-
maður tæknimála í tólf ár, en áhug-
inn á að vinna við að samtvinna
íþróttir og tækni var aldrei langt
undan. Árið 2016 hafði einstakl-
ingur sem var að aðstoða Rams í
stjórnendaráðningum samband
við Skarphéðin.
„Íþróttaáhuginn blundaði alltaf í
manni. Rams höfðu fyrst samband
þegar ég var með fjölskyldu minni á
EM 2016 í Frakklandi og hugmyndir
liðsins heilluðu mig undir eins.
Rams var að flytja til Los Angeles og
vildi fá mig í vinnu fyrir nýjan völl.
Stan Kroenke, eiganda félagsins,
bauðst frábært tækifæri þegar hann
gat keypt þetta land í Los Angeles og
þá fór boltinn að rúlla. Þetta er eitt
stærsta fasteignaverkefni Banda-
ríkjanna og er stór hluti af upp-
byggingu Inglewood. Í þessu tilviki
varstu með góðan tímapunkt, rétta
staðsetningu, eiganda sem var til í
að borga fyrir völlinn og tvö NFL-lið
að bíða eftir velli.“
Hitastigið í Los Angeles gerði
arkitektunum kleift að fara áður
ótroðnar slóðir í hönnun vallarins.
„Þetta er mjög sérstök en falleg
hönnun, eins og Stan vildi. Hann
vildi ekki loka fólk inni í Kaliforníu
og vildi tryggja þægilegt and-
rúmsloft. Fyrsta hindrunin var að
við gátum ekki byggt völlinn frá
grunni vegna hæðartakmarkana.
Það þurfti því að grafa þrjátíu metra
dal í jörðina og við byggðum völlinn
inn í hann. Þakið er svo einstakt á
heimsmælikvarða. Það er nokkurs
konar sólhlíf sem dregur úr áhrifum
sólarinnar og kemur með þægilegt
andrúmsloft á sólríkum dögum
en skýlir ef það fer að rigna. Þá er
völlurinn að stóru leyti opinn til að
hleypa golu inn frá sjónum og gera
hann sjálf bærari.“
Sameinar tækni og íþróttir í LA
Eftir rúmlega þriggja ára undirbúning er einn tæknilegasti og flottasti völlur heims kominn í notkun en Íslend-
ingur stýrir tæknilegu hliðinni á honum. Skarphéðinn Héðinsson tók þátt í uppbyggingunni í Inglewood og fékk
að kveikja á Oculus-skjánum á SoFi-vellinum, sem er talið að hafi kostað á bilinu 16-17 milljarða íslenskra króna.
Þakið á SoFi-vellinum er nokkurs konar sólhlíf. Í nágrenninu á að byggja verslanir og íbúðir. MYND/SOFI STADIUM
Skarphéðinn léttur og ljúfur á hliðarlínunni á SoFi-vellinum. Hundrað milljóna dala skjárinn, sem er hér í bakgrunni, átti ekki í vandræðum með að afgreiða íslenska stafi. MYND/AÐSEND
Kristinn Páll
Teitsson
kristinnpall@frettabladid.is
1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð