Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 28

Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 28
Hluti af undirbúningnum voru margar ferðir á aðra velli í Banda- ríkjunum til að taka út velli keppi- nautanna. „Þetta voru þrjú ár af stanslausu fundahaldi, að skoða teikningar og ferðalög með liðinu að skoða aðra velli til að kanna hvað er vel gert á hverjum velli fyrir sig. SoFi er stærsti NFL-völlur Bandaríkjanna í fermetratali, 288 þúsund fermetrar. Hann er því tvöfalt stærri en US Bank-völlurinn í Minnesota sem var teiknaður af sömu arkitektum, þó að vellirnir taki svo gott sem jafn marga. Í heildina er völlurinn byggður á átta hæðum. Flestir vellir í Bandaríkjunum eru ein til þrjár hæðir, en með átta hæðum tryggir þú gott útsýni úr öllum sætum. “ Einstakur skjár á heimsvísu Meðal þess sem völlurinn býður upp á er að koma skilaboðum áleiðis á þakinu, sem sjást þegar f lugvélar koma inn til lendingar á alþjóða- flugvellinum í Los Angeles. „Ljósabúnaðurinn fyrir utan völl- inn er þannig að við getum notað hann eins og skjá. Þakið telur 28 þúsund pixla, sem býður upp á að sýna myndir eða skilaboð á þakinu, sem sjást þegar f lugvélar koma inn til lendingar. Það býður upp á alls konar möguleika.“ Ein af nýjungum vallarins er Ocu- lus-skjár, sem er 997 tonn og liggur í hring yfir öllum vellinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað skjárinn kostaði en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að það sé meira en hundrað milljónir dala. „Þessi skjár er magnaður. Ég hef umsjón með öllum þeim deildum sem koma að tækni hjá félaginu og því meðal annars skjánum. Við komum að allri tækninni til að koma að öllu því sem til þarf á þennan skjá. Það er okkar að búa til efni sem birtist á skjánum, sem er þrettán metrar á hæð og nær yfir allan völlinn. Það var mikil spenna daginn sem hann fór á loft. Ég hef oft verið spurður hvernig hægt sé að byggja mannvirki eins og þetta sem á sér engin fordæmi og setja upp skjá eins og þennan og ég sagði að þetta væri svolítið eins og að hengja fjöl- býlishús á þakið á öðru húsi,“ segir Skarphéðinn léttur og heldur áfram: „Það eru margir dagar af skipu- lagsvinnu að baki, við að skoða teikningar, vinna í burðarvirkinu og gæta þess að vera of boðslega nákvæmir. Það eru 80 milljónir LED-lampa í skjánum í skápum sem eru hengdir á stálið. Þegar þessu var lyft mátti ekkert togast til eða fara úrskeiðis. Það var stærsti hausverk- urinn fyrir fram en þetta eru miklir fagmenn sem unnu í þessu.“ Skarphéðinn fékk svo þann heið- ur að kveikja á skjánum. „Við vorum búnir að undirbúa þetta vel í langan tíma. Þegar hann var kominn upp var undir mínum mönnum komið að læra hvernig hægt væri að nýta þetta. Þetta er auglýsingapláss en á sama tíma skjár til að koma upplýsingum um viðburði, stöðu annarra leikja í deildinni og vekja upp stemmingu. Það er alltaf flötur á skjánum í augn- hæð, sama hvort þú situr uppi í efri sætunum, neðstu sætunum eða einum af 260 svítunum á vellinum. Það þarft hvorki að horfa til hliðar né upp til að sjá skjáinn eins og þekkist víða því hvert einasta sæti hefur óhindrað útsýni á skjáinn. Þessir skjáir skipta afar miklu í upp- lifun aðdáenda á vellinum. Við erum alltaf að keppast við sjónvarpsstöðv- arnar um áhorfendur og viljum því að það sé upplifun að koma á völl- inn. Skjárinn er hluti af því.“ Fyrir vikið er búið að setja upp sjónvarpsstöð inni á vellinum til að framleiða efni. „Það var eitt að setja upp slíkan skjá, en því fylgdi að við þurftum að byggja útsendingarstúdíó af sömu stærðargráðu og stærstu sjón- varpsstöðvarnar nota á vellinum, til að framleiða efni fyrir skjáinn. Við erum með sömu tækni og CNN, ESPN og erum í raun bara með sjón- varpsstöð innanhúss,“ segir Skarp- héðinn og nefnir dæmi. „Við gerðum heiðursmyndband fyrir Eddie van Halen þegar hann lést á dögunum. Eddie var fæddur og uppalinn hérna í Los Angeles og til að heiðra minningu hans spiluðum við myndbandið á skjánum með tónlistinni hans undir og deildum því á samskiptamiðlunum okkar.“ Engir áhorfendur komnir Þrátt f y rir áhrif heimsfarald- ursins var völlurinn tilbúinn á réttum tíma fyrr á þessu ári. Það er hins vegar bið eftir því að fyrstu áhorfendurnir fái að mæta á leik- ina, enda áhorfendabann vegna COVID-19 í Kaliforníu. „Þetta var of boðslega súrrealísk tilfinning í fyrsta leiknum. Okkur tókst að klára völlinn í tæka tíð þrátt fyrir áhrif kórónaveirunnar. Það voru margir sem unnu í fjar- vinnu að heiman, en samt tókst okkur að halda skipulagi og stand- ast áætlanir með þeim sem unnu hér. Að skila þessu af sér undir þessum skilyrðum var mikið afrek. Þegar verður litið til baka mun maður vera stoltur af því, en þá var líka mjög súrrealískt að það var enginn á opnunarleiknum. Þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við, en það er skrýtið að vita ekki hvenær áhorfendur fá að koma á völlinn.“ Völlu r inn verðu r ný t t u r á Ólympíu leikunum 2028 og hýsir Super Bowl eftir tæpa átján mán- uði. Þá er búið að úthluta vellinum úrslitaleik háskólaruðningsins árið 2023. „Völlurinn er byg gður f y rir áhorfendur og auðvitað er fjarvera þeirra mikil vonbrigði en á sama tíma vitum við að það kemur að því að þeir fái að mæta á ný. Von- andi verður það á þessu tímabili en ég er ekki viss, það er ekki í okkar höndum. Við erum því að undir- búa fyrsta leikinn hérna með aðdá- endum á sama tíma og við erum byrjaðir að undirbúa Super Bowl sem er á dagskrá í ársbyrjun 2022. Það eru 27 ár síðan Super Bowl fór síðast fram í Los Angeles, en þessi völlur er gerður fyrir viðburði eins og Super Bowl.“ Stutta stund tekur að breyta vellinum í tónleikastað og geta þá rúmlega áttatíu þúsund manns mætt á tónleika. Aðspurður segist Skarphéðinn sjá fram á að þar verði einn besti tónleikastaður Banda- ríkjanna á næstu árum. „Hljómker f ið á vellinum er magnað. Það eru 270 hátalarar í skjánum sem beinast inn í stúk- urnar og þú færð það því beint í æð. Þegar það kemur svið í miðj- una er hægt að taka við 82 þúsund manns. Að mörgu leyti erum við jafn spenntir fyrir tónleikahaldi og íþróttunum.“ Rams hefur unnið báða heimaleikina til þessa á nýjum slóðum. MYND/GETTY Völlurinn var grafinn þrjátíu metra niður í jörðina og skiptist á átta hæðir, sem veita gott útsýni, sama hversu nálægt vellinum sætið er. MYND/GETTY ÞAÐ ERU 80 MILLJÓNIR LAMPA Í SKÁPUM SEM ERU HENGDIR Á STÁLIÐ OG MYNDA SKJÁINN. 1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.