Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 30

Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Sólning er rótgróið fyrirtækið með áratuga reynslu af öllu sem við kemur dekkjum og vinnu tengdri þeim. Þar starfa reyndir fagmenn sem leggja áherslu á hraða og góða þjónustu. Nýverið hóf Sólning að bjóða viðskiptavinum sínum að fara í rafræna röð, svo þeir þurfi ekki að bíða á verkstæðinu eftir að röðin komi að þeim. „Við erum rótgróið fyrirtæki með glás af reynslumiklum starfs­ mönnum og leggjum mikið upp úr vönduðum vinnubrögðum, en líka hraða. Við bjóðum upp á sérlega mikinn hraða í dekkjaskiptum, sem þýðir að við getum afgreitt mjög marga bíla á dag og það gerir biðina styttri fyrir viðskiptavini okkar. Tíminn er dýrmætur og fólk hefur enn nóg að gera þrátt fyrir COVID,“ segir Aron Elfar Jónsson, framkvæmdastjóri Sólningar í Kópavogi. „Við leggjum líka rosa­ lega mikið upp úr því að veita góða og persónulega þjónustu, enda erum við alltaf að sjá sama fólkið koma til okkar. Við getum tekið að okkur öll verkefni sem tengjast dekkjum og erum aðallega í þeim, en þess á milli sinnum við líka bremsu­ viðgerðum og öðrum minni viðgerðum og sjáum líka um allt sem við kemur hjólabúnaði, svo sem dempara, spindilkúlur, spyrnur og fleira,“ segir Aron. „Við erum líka með smurstöðvar og hjólastillingar á öllum verkstæð­ unum okkar. Að sjálfsögðu fylgjum við öllum sóttvarnareglum. Við sprittum alla snertifleti reglulega og allir sem eru í einhverri nálægð eru með grímu,“ segir Aron. „Ef við­ skiptavinir vilja frekar geta þeir beðið í bílnum á meðan skipt er um dekk og við höfum sett upp gler fyrir framan starfsmenn í afgreiðslunni, sem er stór, sér­ staklega á verkstæðinu okkar hér í Kópavogi, svo það er auðvelt að virða nálægðartakmörk.“ Rafræn röð og dekkjahótel „Við leggjum upp með að hægt sé að sleppa við tímapantanir, því að flestir kúnnar vilja komast að samdægurs. Þú mætir bara á staðinn og hérna á stærsta verk­ stæðinu okkar í Kópavogi erum við með sérstakt númerakerfi sem er varpað inn á heimasíðuna okkar þannig að fólk geti verið í rafrænni röð,“ segir Aron. „Þannig að fólk getur komið og tekið númer og svo bara farið að sinna erindum og fylgst með stöðunni í snjall­ símanum í stað þess að bíða hérna á staðnum. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst þægilegt fyrir við­ skiptavini en minnkar líka smit­ hættu. Á hinum verkstæðunum erum við svo bara með klassíska biðröð. Við erum með dekkjahótel og geymum dekkin í upphituðu húsnæði við bestu aðstæður. Það sparar kúnnum geymslupláss að geyma dekkin hjá okkur og það sparar líka fyrirhöfn við að með­ höndla dekkin, sem geta verið óhrein og valdið skemmdum á innréttingum í bílum,“ segir Aron. „Fólk sem nýtir þessa þjónustu getur fengið dekkin afgreidd sam­ dægurs þar sem þau eru alltaf til reiðu hér hjá okkur og það þarf ekkert að hringja á undan sér. Þú færð bara miða með númerinu á þínum dekkjum og fullkomið skráningarkerfi heldur utan um dekkin á milli dekkjaskipta. Við bjóðum líka upp á mikið úrval af mjög góðum dekkjum á mjög hagstæðum verðum og þau henta nánast öll mjög vel fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Aron. „Við bjóðum upp á dekk frá Han­ kook, Goodyear, Nexen og Sava Að sjálfsögðu passa starfsmenn Sólningar vel upp á allar sóttvarnir og ná- lægðartakmörk og ráðstafanir hafa verið gerðar til að minnka smithættu. Viðskiptavinir geta til dæmis beðið í bílnum á meðan skipt er um dekk. Sólning býður viðskiptavinum sínum í Kópa- vogi að fara í rafræna röð, þannig að þeir geti fylgst með í símanum og sinnt öðrum erindum þar til röðin kemur að þeim. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Sólning býður upp á sérlega mikinn hraða í dekkjaskiptum, sem þýðir að þar er hægt að afgreiða mjög marga bíla á dag og það gerir biðina styttri fyrir viðskiptavini. Þar eru ekki tímapantanir, því flestir vilja komast að samdægurs. Sólning býður upp á mikið úrval af góðum dekkjum sem henta fyrir íslenskar aðstæður á mjög hagstæðu verði. Hægt er að skoða úrvalið á heimasíðunni og þar er líka verðskrá yfir vörur og þjónustu. Framhald af forsíðu ➛ sem eru í flottari kantinum og við erum líka með ódýrari valkosti, en það er oft hægt að gera góð kaup í ódýrari dekkjum. Í þeim flokki bjóðum við meðal annars upp á dekk frá framleiðendum eins og Roadstone, Viatti og Landsail. Það er hægt að skoða allt úrvalið okkar á heimasíðunni okkar, solning.is og þar er líka verðskrá yfir bæði vörur og þjónustu og upplýsingar um allt sem er í boði,“ segir Aron. „Það er líka sniðug reiknivél þar fyrir dekkja­ stærðir svo það er hægt að bera saman hæð og breidd á dekkjum og athuga hvort þau passi undir bílinn. Þar eru líka staðlar fyrir hraða og burðarþol.“ Hjólastilling og umfelgun „Við sinnum hjólastillingum og rétt hjólastilling skiptir sköpum til að auðvelda ökumönnum stjórn á ökutækinu og hámarka jafnvægi bílsins við hemlun. Hún eykur líka líftíma hjólbarðanna, dregur úr eldsneytiseyðslu og gerir aksturinn þægilegri,“ segir Aron. „Hún borgar sig því upp á afar skömmum tíma í dekkjasliti og eldsneytisnotkun bílsins. Fjöðrunarbúnaður er f lókinn og krefst þess að jafnvægi sé í stillingu allra fjögurra hjólanna. Sumir telja nægilegt að stilla bara framhjólin af, en það er óhætt að mæla með því að fara með bílinn á verkstæði þar sem öll fjögur hjólin eru mæld í tölvu og þau stillt til að hámarka af köst fjöðr­ unarkerfisins,“ útskýrir Aron. „Þess verður þó að geta að ekki er hægt að stilla afturhjól á öllum bílum. Að sjálfsögðu er líka hægt að fá klassíska umfelgun hér frá vönum mönnum og þá jafnvægis­ stillum við bílana um leið, en jafnvægisstilling er ekki það sama og hjólastilling,“ segir Aron. „Þar sem það er hart í ári hjá landanum um þessar mundir höfum við líka ákveðið að hækka ekki verðið á umfelgun eins og f lestir aðrir gerðu í haust.“ Sólning er með verkstæði á Smiðjuvegi 34 í Kópavogi, í Skútu- vogi 2 í Reykjavík, Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði og á Fitjabraut 12 í Njarðvík. Hægt er að hafa sam- band við Sólningu í síma 544 5000, í tölvupósti á solning@solning.is og á Facebook-síðunni, facebook. com/solning. Fólk getur komið og tekið númer og svo bara farið að sinna erindum og fylgst með stöðunni í snjallsíma- num í stað þess að bíða hérna á staðnum. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst þægilegt fyrir viðskiptavini en minnk- ar líka smithættu. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.