Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2020, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 17.10.2020, Qupperneq 40
Barnaverndarstofa Sérfræðingur á ráðgjafar- og fræðslusvið Barnaverndarstofa hefur í aldarfjórðung verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagn- reyndra aðferða. Stofnunin leitar nú að öflugum sérfræðingi á ráðgjafar- og fræðslusvið. Ráðgjafar- og fræðslusvið stýrir og skipuleggur ráðgjöf og fræðslu fyrir barnaverndarnefndir og starfsmenn þeirra, veitir samstarfsaðilum og almenningi leiðbein- ingar um barnavernd og stýrir fræðslu, þróun og innleiðingu aðferða við vinnslu barnaverndarmála. Sérfræðingurinn heyrir undir sviðsstjóra ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu. Um fullt starf á starfsstöð í Borgartúni 21, 105 Reykjavík er að ræða. Helstu verkefni og ábyrgð: • Ráðgjöf og samskipti vegna barnaverndarmála. • Innleiðing gagnreyndra aðferða á sviði barnaverndar. • Þróun og framkvæmd fræðslu fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda. • Skipulag málþinga og ráðstefna á vegum Barnaverndarstofu. • Umsjón með leyfisveitingum vegna heimila og annarra úrræða á ábyrgð sveitarfélaga. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um meistarapróf eða sambærilegt próf af heilbrigðis- eða félagssviði. • Krafa um þekkingu á starfi barnaverndar, reynsla af barnaverndarstarfi æskileg. • Krafa um þekkingu og áhuga á gagnreyndum aðferðum í þjónustu við börn og fjölskyldur. • Krafa um góða íslenskukunnáttu í rituðu og töluðu máli. • Krafa um góða enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli og æskileg kunnátta í einu Norðurlandamáli. Persónulegir eiginleikar: • Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna sjálfstætt, skipulega og lausnamiðað. • Mikilvægt að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Vakin er athygli á að Barnaverndarstofa aflar sjálf fullra sakavottorða úr Sakaskrá ríkisins áður en endanlega er gengið frá ráðningu í starf. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Barnaverndarstofa hvetur alla til að sækja um, óháð kyni. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. Umsóknarfrestur er til og með 2. nóvember nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Páli Ólafssyni, sviðsstjóra ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, í síma 530 2600 eða pallo@bvs.is. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma. Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is Erum við að leita að þér?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.