Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 58

Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 58
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Þrjár nýjar íslenskar myndir sem nutu vinsælda á nýliðinni RIFF hátíð verða áfram í sýningu á streymisveitu RIFF, RIFFHeima einnig hefur verið opnað fyrir nýjan flokk heimildarmynda sem fjallar um þekkta listamenn og veitir innsýn í hugarheim þeirra. Um er að ræða splunkunýjar myndir sem hlotið hafa af bragðsdóma meðal annars um hinn heimsþekkta tískuljós- myndara Helmut Newton, sem myndaði meðal annars Grace Jones, Isabellu Rosselini og Clau- diu Schiffer, en viðtöl eru tekin við þær í myndinni; arkítektinn Alvar Aalto, bæði verkin hans og ástalíf; og hinn umdeilda og dularfulla kvikmyndaleikstjóra Stanley Kubrick. Myndirnar verða aðgengilegar á RIFFheima til 18. október og því tilvalið að njóta þeirra heima í sófa. Íslensku myndirnar þrjár sem eru í boði núna um helgina eru: Á móti straumnum, sem fjallar um kajakræðarann Veigu, en myndin er eftir Óskar Pál Sveins- son, Sirkusstjórinn, sem fjallar um lífsviðhorf og starf stórmerki- legs sirkusstjóra, Tilde Björfors í Svíþjóð, eftir Helga Felixson og Titti Johnson og Humarsúpa, sem fjallar um veitingastað sem skyndilega verður túristagildra og lífið í Grindavík, eftir spænsku leikstjórana Pepe Andreas og Rafael Moles, auk Íslendingsins Ólafs Rögnvaldssonar, en myndin var heimsfrumsýnd á San Sebasti- an hátíðinni á Spáni nýlega og fékk mjög góða dóma. Allar myndirnar eru aðgengilegar á watch.riff.is. Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF segir að næstu helgi verði svo hryllingsmyndaþema á streymis- veitunni. Með því að bjóða hluta dagskrár kvikmyndahátíðarinnar á netinu vilja aðstandendur RIFF byggja brú til Evrópsku kvikmyndaverðlaun- anna sem afhent verða í Berlín þann 12. desember næstkomandi og létta lund landsmanna vegna ástandsins í þjóðfélaginu, þegar fólk er hvatt til að vera sem mest heima. Sungið saman heima í stofu Það er líka ýmis afþreying í boði fyrir börnin á netinu um helgina. Í kvöld klukkan 18 verður Krakka- banki Íslandsbanka með tónleika í beinni útsendingu á Facebook- síðu Íslandsbanka. Það verða engir aðrir en hinir hressu Polla- pönkarar sem munu skemmta börnum og fullorðnum. Fyrir þau sem vilja syngja með má nálgast textana við lögin á islands- banki. is/pollar. Ef fólk hefur ekki fengið nóg af söng eftir tónleikana með Pollapönki þá verður beint streymi á morgun frá samsöng í Hannesar holti. Það hefst klukkan 14 og streymt er frá Facebook síðu Hannesarholts. Frændurnir Jóhann Vilhjálmsson og Gunn- ar Kr. Sigurjónsson leiða söng- stundina af mikilli leikni og smita sönggleðinni heim í stofu. Auk þessa eru í boði ýmiss konar námskeið og hugleiðsla á netinu vilji fólk hlúa að andlegu hliðinni. Það er allavega ljóst að nóg af afþreyingu er í boði til að stytta stundirnar meðan allir sitja heima og hlýða Víði. Veisla í sófanum um helgina Nú þegar 20 manna samkomubann er í gildi er tilvalið að finna sér afþreyingu heima við. Á streymisveitu RIFF er hægt að horfa á sérvaldar myndir um helgina, Krakkabanki Íslands- banka streymir tónleikum í beinni og streymt verður frá samsöng í Hannesarholti. Krakkabanki Íslandsbanka streymir tónleikum Pollapönks í beinni útsendingu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Myndina um ótrúlegt afrek Veigu má horfa á um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEGAN Laugardaginn 31. október gefum við út sérblaðið Vegan í tilefni af alþjóðlega vegan deginum, 1. nóvember. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon Sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins arnarm@frettabladid.is Sími: 512 5442 FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Fimmtudaginn 1. nóvember er alþjóðlegi vegan dagurinn. Í tilefni hans ætlar Fréttblaðið að gefa út sérblaðið Vegan þann sama dag. Tryggðu þér gott auglýsingap áss í langme t lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar u blaðið veitir Arnar agnússon Sölu- og arkaðsfulltrúi Fréttablaðsins arnar frettabladid.is Sí i: 512 5442 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.