Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2020, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 17.10.2020, Qupperneq 58
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Þrjár nýjar íslenskar myndir sem nutu vinsælda á nýliðinni RIFF hátíð verða áfram í sýningu á streymisveitu RIFF, RIFFHeima einnig hefur verið opnað fyrir nýjan flokk heimildarmynda sem fjallar um þekkta listamenn og veitir innsýn í hugarheim þeirra. Um er að ræða splunkunýjar myndir sem hlotið hafa af bragðsdóma meðal annars um hinn heimsþekkta tískuljós- myndara Helmut Newton, sem myndaði meðal annars Grace Jones, Isabellu Rosselini og Clau- diu Schiffer, en viðtöl eru tekin við þær í myndinni; arkítektinn Alvar Aalto, bæði verkin hans og ástalíf; og hinn umdeilda og dularfulla kvikmyndaleikstjóra Stanley Kubrick. Myndirnar verða aðgengilegar á RIFFheima til 18. október og því tilvalið að njóta þeirra heima í sófa. Íslensku myndirnar þrjár sem eru í boði núna um helgina eru: Á móti straumnum, sem fjallar um kajakræðarann Veigu, en myndin er eftir Óskar Pál Sveins- son, Sirkusstjórinn, sem fjallar um lífsviðhorf og starf stórmerki- legs sirkusstjóra, Tilde Björfors í Svíþjóð, eftir Helga Felixson og Titti Johnson og Humarsúpa, sem fjallar um veitingastað sem skyndilega verður túristagildra og lífið í Grindavík, eftir spænsku leikstjórana Pepe Andreas og Rafael Moles, auk Íslendingsins Ólafs Rögnvaldssonar, en myndin var heimsfrumsýnd á San Sebasti- an hátíðinni á Spáni nýlega og fékk mjög góða dóma. Allar myndirnar eru aðgengilegar á watch.riff.is. Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF segir að næstu helgi verði svo hryllingsmyndaþema á streymis- veitunni. Með því að bjóða hluta dagskrár kvikmyndahátíðarinnar á netinu vilja aðstandendur RIFF byggja brú til Evrópsku kvikmyndaverðlaun- anna sem afhent verða í Berlín þann 12. desember næstkomandi og létta lund landsmanna vegna ástandsins í þjóðfélaginu, þegar fólk er hvatt til að vera sem mest heima. Sungið saman heima í stofu Það er líka ýmis afþreying í boði fyrir börnin á netinu um helgina. Í kvöld klukkan 18 verður Krakka- banki Íslandsbanka með tónleika í beinni útsendingu á Facebook- síðu Íslandsbanka. Það verða engir aðrir en hinir hressu Polla- pönkarar sem munu skemmta börnum og fullorðnum. Fyrir þau sem vilja syngja með má nálgast textana við lögin á islands- banki. is/pollar. Ef fólk hefur ekki fengið nóg af söng eftir tónleikana með Pollapönki þá verður beint streymi á morgun frá samsöng í Hannesar holti. Það hefst klukkan 14 og streymt er frá Facebook síðu Hannesarholts. Frændurnir Jóhann Vilhjálmsson og Gunn- ar Kr. Sigurjónsson leiða söng- stundina af mikilli leikni og smita sönggleðinni heim í stofu. Auk þessa eru í boði ýmiss konar námskeið og hugleiðsla á netinu vilji fólk hlúa að andlegu hliðinni. Það er allavega ljóst að nóg af afþreyingu er í boði til að stytta stundirnar meðan allir sitja heima og hlýða Víði. Veisla í sófanum um helgina Nú þegar 20 manna samkomubann er í gildi er tilvalið að finna sér afþreyingu heima við. Á streymisveitu RIFF er hægt að horfa á sérvaldar myndir um helgina, Krakkabanki Íslands- banka streymir tónleikum í beinni og streymt verður frá samsöng í Hannesarholti. Krakkabanki Íslandsbanka streymir tónleikum Pollapönks í beinni útsendingu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Myndina um ótrúlegt afrek Veigu má horfa á um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEGAN Laugardaginn 31. október gefum við út sérblaðið Vegan í tilefni af alþjóðlega vegan deginum, 1. nóvember. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon Sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins arnarm@frettabladid.is Sími: 512 5442 FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Fimmtudaginn 1. nóvember er alþjóðlegi vegan dagurinn. Í tilefni hans ætlar Fréttblaðið að gefa út sérblaðið Vegan þann sama dag. Tryggðu þér gott auglýsingap áss í langme t lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar u blaðið veitir Arnar agnússon Sölu- og arkaðsfulltrúi Fréttablaðsins arnar frettabladid.is Sí i: 512 5442 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.