Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 62
Ótti og einangrun fylgir faraldrinum Elín Ebba greindist með COVID-19 í vor þegar fyrsta bylgjan reið yfir. „Sjúkdómurinn hafði mjög mikil áhrif á mína geðheilsu,“ segir Elín Ebba. Smitaðist hún þegar góður fjöl- skylduvinur kom í heimsókn á heim- ilið, grandalaus um eigið smit. Þetta hafi gerst þrátt fyrir að allir hafi pass- að sig mjög vel. Töldu bæði Elín Ebba og maður hennar sig sloppin framan af, því að einkennin komu ekki fyrr en tveimur vikum síðar. Sem betur fer þurftu þau ekki að leggjast inn á spítala vegna veirunnar. „Hræðslan fór verst með mig. Ég hugsaði: Hvernig verð ég veik? Mun ég lenda í öndunarvél? Mun ég deyja? Á hvaða stað í tölfræði almanna- varna mun ég lenda?“ segir Elín Ebba. „Fyrstu nóttina eftir greiningu lá ég andvaka og hugsaði til baka um líf mitt.“ Segir hún þá þjónustu sem hún fékk hafa verið til fyrirmyndar, hringt hafi verið á næstum hverjum degi í þau og líðan þeirra athuguð. „Ég sagði þeim hvað ég hafði verið að hugsa um nóttina og innan við klukkutíma síðar fékk ég símtal frá geðlækni. Ég var mjög ánægð með að það var hugað að þessu líka.“ Elín Ebba þakkar fyrir að hafa ekki verið ein í einangruninni, en það sé þó hlutskipti margra sem greinast. Ekki sé nógu mikið talað um hvaða áhrif einangrunin hefur á geðheilsuna og að þó að umræðan sé opnari í dag þá sé það enn innbyggt í marga að tala ekki um eitthvað sem þeir telja vera veikleika sína. Hrós úti í búð getur gert gæfumuninn „Karlmenn leita sér síður hjálpar, það er þekkt. Það er enn þá inn- prentað í þá, frá tímum steinaldar, að sýna ekki veikleika. Sérstak- lega í litlum samfélögum þar sem þessi mál eru enn þá meira tabú en í borgum,“ segir Elín Ebba. Upp hafa komið hrinur sjálfsvíga á lands- byggðinni og oft hjá ungum karl- mönnum. Þetta sé fyrirvaralaust og dulið vandamál. „Fólk talar ekkert endilega um að ætla að taka eigið líf. Heldur ekki aðstandendur þess eftir á, sem eru að minnsta kosti 15 til 20 manns og eiga um sárt að binda,“ segir hún. „Sjálfsvíg eru enn þá tabú. Þetta er vandamál sem þarf að takast á við og það verður ekki gert með því einu að fjölga fagaðilum. Við þurf- um öll að takast á við þetta.“ Spurð hvað fólk geti gert til þess að bæta ástandið og hjálpa þeim sem glíma við geðrænar áskoranir, þótt duldar séu, segir Elín Ebba litlu hlutina í lífinu skipta miklu máli. Dagleg samskipti við kunnuga eða ókunnuga, til dæmis úti í búð eða í biðröðum. „Flestir reyna að vanda sig en við gleymum okkur stundum. Bara það að manneskja hreyti ein- hverju í mig, alveg óviljandi, getur haft áhrif á mig í marga klukkutíma á eftir og allt upp í tvo daga. Þetta er enn þá meira spark í magann fyrir þann sem er viðkvæmur fyrir,“ segir Elín Ebba. „Fólk ætti að spyrja sig hvernig það getur glatt fólk í kringum sig, með litlum hlutum eins og hrósi eða húmor. Það hefur mikil áhrif og er sérstaklega mikilvægt á tímum sem þessum.“ Hvetur hún alla til að fara inn á 39.is, skrifa undir að setja geð- heilsuna í forgang. Fordómarnir hafa minnk-að og umræðan hefur opnast, sem er mjög gott. En skömmin er enn þá til staðar og sjálfsvígin of mörg. Það er eitthvað sem við verðum að takast á við,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir iðju- þjálfi, sem hefur áratuga reynslu af því að starfa með geðsjúkum. Elín Ebba er jafnframt stjórnarmaður hjá Geðhjálp sem hefur nú hafið átak gegn sjálfsvígum undir titl- inum 39, en það er sá fjöldi sem féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. „Við höfum náð að stórbæta öryggi sjó- manna og fækka dauðaslysum í umferðinni. Við verðum að ná að takast á við þetta líka,“ segir hún. Ung stúlka á Grensásdeild Vendipunktur í lífi Elínar Ebbu var þegar hún byrjaði að starfa sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Grens- ásdeild Borgarspítalans árið 1976, þá 21 árs gömul. Ákvað hún þá að geðheilbrigðismál yrðu hennar framtíðarstarfsvettvangur, en fram að því vissi hún ekkert um þau því að umræðan var ekki til staðar í íslensku samfélagi. „Á Grensási kynntist ég stúlku í kringum tvítugt sem var lömuð fyrir neðan mitti og í líkamlegri endurhæfingu. Svo komst ég að því að lömunin var af geðrænum toga og það opnaði augu mín fyrir þessum heimi,“ segir Elín Ebba. „Fordómarnir voru miklir á þess- um tíma og enginn náði að tengj- ast henni jafn vel og ég. Ég notaði myndlist og leiklist til að ná til hennar og upp frá þessu ákvað ég að gerast iðjuþjálfi og vinna í geðinu.“ Elín Ebba hefur nú starfað í meira en 40 ár á þessu sviði, menntað sig hérlendis, í Noregi og Banda- ríkjunum, starfað sem forstöðu- maður iðjuþjálfunar geðdeilda á Landspítalanum og var dósent við Háskólann á Akureyri. Í rúman áratug hefur hún stýrt Hlutverka- setrinu sem er opin virknimiðstöð og starfsendurhæfing. Mikilvægt að hafa hlutverk „Við erum enn þá að leggja of mikla áherslu á læknisfræðilega þáttinn, að meta og greina, en þurfum að skoða betur umhverfis- og sam- félagslega þætti er varða geðheil- brigði,“ segir Elín Ebba. Þessir þættir séu vanmetnir og einnig hvernig þjónustu viðkomandi vill fá. Hún verði að vera fjölþætt og miðuð að umhverfi hvers einstaklings. Varðandi umhverfisþáttinn segir Elín Ebba að nú sé að koma í ljós hversu miklu máli tengslamyndun í frumbernsku hafi áhrif á bæði lík- amlega og andlega heilsu út ævina. „Stuðningur við foreldra, sem eiga oft sjálfir við veikindi að glíma, er afar mikilvægur sem og lenging fæðingarorlofsins í forvarnarlegum skilningi.“ Annað sé uppbygging mennta- kerfisins og atvinnulífsins. Ekki allir falli í sama mót og geta upp- fyllt þær stöðluðu kröfur sem gerðar eru til þeirra. „Við þurfum að finna hæfileika hvers og eins og nýta fjölbreytileikann sem mann- skepnan hefur upp á að bjóða. Það er of mikil áhersla lögð á stimpla og gráður,“ segir Elín Ebba. „Sem betur fer hafa margir sem ekki falla inn í mótið náð að rísa upp og gera sitt eigið. En fullt af fólki getur það ekki sjálft og við erum þannig að ýta því fólki út úr þjóðfélaginu.“ Segir hún þetta sérstaklega áberandi hjá opin- bera geiranum, en einkageirinn sé í auknum mæli farinn að horfa fram hjá prófgráðum og stimplum og líta frekar til hæfileika manneskjunnar. Að eiga hlutverk og að tilheyra eru lykilþættir að góðu geðheil- brigði, samkvæmt Elínu Ebbu. Ein- elti og afskiptaleysi séu bein árás á geðheilsuna, sem hafa langvarandi áhrif. Einangrunin líka, sem er sér- staklega mikilvægt að huga að á tímum sem þessum. Hrós úti í búð getur gert gæfumuninn Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðheilbrigðismál í 40 ár og kemur að átaki Geðhjálpar gegn sjálfsvígum. Hún þekkir neikvæð áhrif faraldursins á geðheilsuna af eigin raun og að á tímum sem þessum skipti litlu hlutirnir afar miklu máli. Elín Ebba segir ekki mikið talað um hvaða áhrif einangrun og ótti vegna faraldursins hefur á geðheilsuna. Sjálf greindist hún í fyrstu bylgjunni og upplifði mikinn ótta. Í gegnum huga hennar fóru hugsanir um hvar í tölfræði al- mannavarna hún myndi lenda. Myndi hún lenda á spítala? Í öndunarvél? Eða hugsanlega deyja? FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is ÉG SAGÐI ÞEIM HVAÐ ÉG HAFÐI VERIÐ AÐ HUGSA UM NÓTTINA OG INNAN VIÐ KLUKKUTÍMA SÍÐAR FÉKK ÉG SÍMTAL FRÁ GEÐLÆKNI. 1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.