Fréttablaðið - 17.10.2020, Síða 74
Where there is dope, there is hope,“ seg ir ein persóna í bók eftir Phi-lip K . Dick,
vísindasagnahöfundinn fræga.
Myndir á borð við Total Recall,
Blade Runner og Minority Report
eru byggðar á sögum hans. Téð bók
fjallar um eiturlyfjalögreglumann
og meinleg örlög hans þegar hann
sogast sjálfur í heim fíknarinnar.
Dick var ákafur unnandi klass-
ískrar tónlistar og hann hafði sér-
stakt dálæti á Beethoven. Persónur
í bókum hans tjá sig stundum um
tónskáldið og gera það á einstak-
lega djúpvitran hátt. Dick hafði því
miður líka miklar mætur á amfeta-
míni og dópi almennt, og hann fór
afar illa með sig, enda lést hann fyrir
aldur fram.
Margir hafa þá ímynd af klass-
ískri tónlist og þeim sem hlusta á
hana, að hún stuðli að heilbrigðari
lífsstíl. Dick sannar að svo er ekki.
Sömu sögu er að segja um nokkra
höfuðsnillinga klassískrar tónlistar.
Beethoven, áfengi og blýeitrun
Sú goðsögn gekk lengi um Beet-
hoven að andlátsorð hans hefðu
verið „fagnið, vinir, því gleðileikur-
inn er á enda“. Hann átti í þokka-
bót að hafa sagt það á latínu. Því
miður er það ekki rétt. Það síðasta
sem hann sagði var „æ, æ, það er of
seint“. Hann átti við kassa af rauð-
víni sem honum var tjáð að útgef-
andinn hans hefði sent honum.
Ekki er víst hvað varð Beethoven
að bana þegar hann var 56 ára, en
hann var sannanlega með skorpu-
lifur, sem var út af ofneyslu áfengis.
Ein kenningin er sú að hann hafi
dáið úr blýeitrun, en blýi var bætt
í ódýrt rauðvín á þeim tíma til að
bragðbæta það.
Bernstein og verkjalyf
Tónskáldið og hljómsveitarstjór-
inn Leonard Bernstein lifði ekki
hamingjusömu lífi. Hann var sam-
kynhneigður og þurfti að fela það
til að komast áfram í tónlistarheim-
inum. Hann gifti sig og eignaðist
þrjú börn, líklega fyrst og fremst til
að líta vel út í augum almennings.
Þegar konan hans lést jókst fíkni-
efnaneysla hans. Síðustu árin var
hann í heljargreipum verkjalyfja og
þurfti stóra skammta af þeim til að
komast í gegnum tónleika sem hann
átti að stjórna.
Berlioz, ópíum og martraðir
Hector Berlioz hneigðist til ópíum-
neyslu, þó fyrst og fremst í lækn-
ingaskyni, það er til að lina þján-
ingar og róa taugarnar, fremur en
að komast í vímu. Hann tók hið svo-
kallaða laudanum, sem var blanda
af áfengi og ópíumi. Frægasta verkið
hans er Symphonie fantastique, en
þar kemur ópíum við sögu. Tón-
listin fjallar um mann sem er hel-
tekinn af ást. Hann fær sér ópíum
og dreymir skelfilega martröð um
að hann hafi drepið ástina sína, og
verið tekinn af lífi. Lokasenan er í
helvíti, og er táknræn fyrir þjáningu
vímuefnaneyslunnar. Hún endar
alltaf fyrr eða síðar með geðveiki
eða dauða, ef ekkert er að gert.
Stravinskí á fylleríi
í sjónvarpsviðtali
Igor Stravinskí mun hafa haft mikið
dálæti á viskíi. Einu sinni var tekið
við hann viðtal á skipi og það birt
í sjónvarpsþætti. Stravinskí var
dauðadrukkinn í viðtalinu. Hann
svaraði sumu út í hött, og þegar
spyrillinn spurði hvaðan tónlistin
kæmi sagði hann með drafandi
röddu: „Frá helgivaldinu...“
Undir lok ævi sinnar sagði hann
í viðtali: „Óteljandi misheppnaðar
tilraunir með hegðunarbreytandi
lyf hafa haft slæm áhrif á mig.“ Það
hljómar grunsamlega.
Schumann og
öfgakenndar fingraæfingar
Fræðimaðurinn Martin Geck segir
í ævisögu sinni um Robert Schu-
mann að hann hafi verið „pólitískur
aktívisti, faðir átta barna og háður
hugbreytandi efnum“. Hann ku
líka hafa tekið gnægð af alls konar
lyfjum í glímu sinni við sárasótt
og til að lina sársauka í höndum.
Schumann þjáðist af geðhvörfum
og hann fór út í öfgar með fingra-
æfingar, því hann var ekki ánægður
með getu sína sem píanóleikari. Ein
æfingin fólst í því að skera á milli
löngutangar og baugfingurs og
reyna að teygja á milli þeirra. Það
hafði ekki góðar af leiðingar, svo
vægt sé til orða tekið.
Hildegaard von Bingen
og breytt vitundarástand
Hildegaard var nunna sem var uppi
á tólftu öld og er því aldursfor-
setinn hér. Hún sá sýnir og sumir
vilja kenna því um að hún hafði
mikinn áhuga á jurtum og ein-
hverjar þeirra ollu vímu. Ekki skal
fullyrt hér hvort sýnir hennar hafi
verið einhvers konar dópbrjálæði;
Hilde gaard var mystíker sem upp-
lifði fyrst og fremst breytt hugar-
ástand með hugleiðslu og annarri
trúariðkun. Þetta ástand, sem
reyndir hugleiðsluiðkendur upplifa,
er ekki einhver ímyndun. Það hafa
ótal vísindarannsóknir sýnt fram á,
og trúleysinginn frægi, Sam Harris,
gerir þær að umtalsefni í bók sinni
Waking up: A Guide to Spirituality
Without Religion. Best er því að
leggja vímuefnin á hilluna og fara
að stunda hugleiðslu! Jónas Sen
Eiturlyfjaneysla og
alkóhólismi í klassíkinni
Jónas Sen segir frá nokkrum snillingum sem leituðu í áfengi og
dóp. Þar á meðal eru nokkur þekktustu tónskáld sögunnar.
Hinn rússneski Igor Stravinskí hafði mikið dálæti á viskíi.
Leonard Bernstein var í heljar-
greipum verkalyfja. MYNDIR/GETTY
BÆKUR
Silkiormurinn
Robert Galbraith
Útgefandi: Mál og menning
Fjöldi síðna: 335
Ekki þarf að viðhafa mörg
orð um vinsældir Harry
Potter bóka J. K. Rowling
meðal bar na, en
hún hefur einnig
unnið hylli glæpa-
sagnaunnenda með
bókum sínum um
e i n k a s p æ ja r a n n
Cormoran Strike,
en þær skrifar hún
undir höfundar-
naf ninu Rober t
Galbraith.
Strike er litríkur
og einfættur eðal-
töffari sem missti
a n n a n f ó t i n n
í sprenging u í
stríðinu í Afgan-
istan. Aðstoðar-
kona hans er
Robin Ellacott
o g s a m b a n d
þeirra er mjög
til umfjöllunar
í glæpasagna-
röðinni. Bækurnar eru orðnar
fimm talsins og Rowling hefur lýst
því yfir að þær verði mun fleiri.
Silkiormurinn er önnur bókin í
seríunni, sú fyrsta, Gauksins gal,
kom út í fyrra hjá Forlaginu. Í Silki-
orminum hverfur rithöfundurinn
Owen Quine og eiginkona hans
leitar aðstoðar hjá Strike. Quine
hafði skrifað eldfima bók þar sem
hann hæddist að fjölmörgum lif-
andi einstaklingum sem allir höfðu
ástæðu til að hafa horn í síðu hans.
Lík Quine finnst síðan og ljóst er að
dauðdagi hans var sams konar og
aðalpersónu í bók hans. Strike og
Robin hefja rannsókn á morði sem
framið var á viðbjóðslegan hátt.
Ráðgátan er vissulega dularfull
og hinir grunuðu æði margir og
fortíð sumra þeirra afar skrautleg.
Svik og af brýðisemi í bókmennta-
geiranum eru af hjúpuð og í ljós
kemur að flestir hafa eitthvað mis-
jafnt að fela.
Jafn forvitnileg og ráðgátan er
þá fellur hún þó í skuggann af sam-
skiptum aðalpersónanna tveggja.
Strike og Robin eru ómótstæðilegt
par, en því miður átta þau sig ekki
fyllilega á því sjálf. Robin er á leið
að giftast heldur leiðinlegum
viðsk iptamanni, sem
lesandinn veit að hún
á enga samleið með.
Strike er ekki fylli-
lega búinn að jafna
sig á slitum ástar-
sambands við hina
glæsilegu en viðskota-
illu Charlotte, en hún er
einmitt á leið í hjónaband
og á k ve ðu r
í leiðinni að
gera Strike lífið
leitt.
Rowl i ng á
lét t með að
s k a p a e f t i r -
m i n n n i l e g a r
persónur og það
á s a n na rleg a
við um Strike
og Robin. Það
er þeirra vegna,
m i k lu f r e k a r
en veg na ráð-
gátu sem teygð
er á langinn, sem
lesandinn spænir
í sig rúmlega 600
blaðsíður.
R o w l i n g e r
góður sögumaður
og ekki er verra að
hún hefur góðan húmor, sem nýtist
vel í þessari sögu sem er þó fulllöng.
Nýjasta Strike-bókin sem kom út í
Bretlandi á síðasta ári er þó mun
lengri en þessi, eða rúmar 900 síður.
Hinir fjölmörgu aðdáendur Strike
og Robin eru þó ekki líklegir til að
setja það fyrir sig.
Kobrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Glæpurinn er teygður
nokkuð á langinn en ómótstæðilegar
aðalpersónur bæta það svo sannarlega
upp.
Algjörlega ómótstæðilegt par
STRIKE OG ROBIN ERU
ÓMÓTSTÆÐILEGT PAR
EN ÞVÍ MIÐUR ÁTTA ÞAU SIG
EKKI FYLLILEGA Á ÞVÍ SJÁLF.
Þekkirðu lyn þín?
GLÆSIBÆ / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is
VESTURLANDSVEGI / OPIÐ 10:00-22:00 alla daga
Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is
URÐARHVARFI / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is
og þér líður betur
Komdu eða pantaðu tíma í síma
517 5500 eða sendu póst á
lyfsalinn@lyfsalinn.is
Fáðu faglega aðstoð lyafræðings
1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING