Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 75

Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 75
Bölvun múmíunnar – seinni hluti – er bók eftir Ármann Jakobsson; framhald af bók með sama heiti sem kom út í fyrra. „Í raun og veru er þetta ein saga en sett í tvær bækur, bæði vegna þess að það stefndi í að hún yrði löng en svo eru eðlileg skil í miðj- unni,“ segir Ármann. „Ég held að helsta fyrirmynd mín hafi verið Ævintýri Tinna eftir Hergé. Þrjár Tinnasögur eru í tveimur hlutum og gerist sá fyrri í evrópskri sið- menningu en sá seinni á fjarlægum slóðum. Mér fannst tilvalið að stela þessu góða formi frá Hergé.“ En af hverju vildi hann skrifa múmíusögu? „Bækurnar urðu raunar til þannig að mig dreymdi dularfull atvik á þjóðminjasafni og þegar ég vaknaði fannst mér hálfgerð skylda að reyna að nýta þennan litríka draum í sögu. Það var fyrir mörgum árum og í kjöl- farið fór ég að skrifa þessa múmíu- sögu, og það var nátengt gömlum áhuga mínum á Tútankamon faraó og sögnum um bölvun sem hefði fylgt múmíu hans þegar hún fannst og var f lutt til Evrópu. Múmíur eru áhugaverðar þar sem þær eru í senn fulltrúar dauða og framhaldslífs og ég hef komist að því eftir að bókin kom út að mörg- um börnum finnst þær heillandi.“ Spurður um söguþráð bókanna segir Ármann: „Fyrri bókin snerist um dularfullan söfnuð kenndan við goðveru að nafni Qwacha sem fáar heimildir eru til um. Í lokin tókst þeim að ræna múmíunni og í þess- ari bók fara söguhetjurnar í sjóferð og finna múmíuna en ekki tekst betur til en að þeim er sjálfum rænt. Drjúgan hluta bókarinnar eru þau innilokuð og komast ekki neitt – að því leyti passar bókin vel fyrir árið 2020 þar sem drjúgur hluti mannkynsins var í einangrun heima.“ Ármann segist ekki hafa velt því mikið fyrir sér þegar hann skrifaði bækurnar hvaða aldurs- hópi þær hentuðu. „Þær virðast höfða mest til 12-15 ára. Ég held að þær geti sem best höfðað til fullorðinna líka og vona að þeir lesi með börn- unum.“ Vitanlega er að finna óhugnað í bókunum. „Seinni bókin er öllu óhugnan- legri en sú fyrri, sem mér skilst þó að mörgum börnum finnist ansi skelfileg. Ég held að ég sé á svipuð- um slóðum þar og ýmsir höfundar sem ég las sjálfur í bernsku og gangi ekkert lengra en þeir. Lesendum sjálfum er falið að botna óhugnað- inn. Allur ótti er í manns kollinum,“ segir Ármann. Litríkur draumur varð að spennandi múmíusögum Ármann Jakobsson sendir frá sér seinni hlutann af Bölvun múmíunnar. Ævintýri Tinna voru helsta fyrirmyndin. Múmíur eru áhugaverðar, segir Ármann Jakobsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG HELD AÐ ÉG SÉ Á SVIPUÐUM SLÓÐUM ÞAR OG ÝMSIR HÖFUNDAR SEM ÉG LAS SJÁLFUR Í BERNSKU OG GANGI EKKERT LENGRA EN ÞEIR. Miðstöð íslensk ra bók-mennt a hef u r opnað höfundasíðu en þar má finna upplýsingar um þá íslenska höfunda sem eiga bækur í erlendum þýðingum og lista yfir bækurnar. Á síðunni er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. Markmiðið með síðunni er að kynna íslenska höfunda og jafn- f ramt að auðvelda erlendum útgefendum, umboðsmönnum, viðburða- og hátíðahöldurum og f leirum, leitina að íslenskum höf- undum og verkum. Höfundasíða komin í loftið Snillingar á ritvellinum á góðri stund. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 50% afsláttur af öllum Ingrid vörum í eftirtöldum verslunum Krónunnar: Flatahrauni, Lindum, Bíldshöfða og Selfossi. Gildir út október Helly Hansen Fremont dömu og herraskór Nú kr. 19.990.- Kr. 26.990.- aff slátt af skóm Styrktu bleiku slaufuna LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.