Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 6
langað til að koma og hitta ykkur
en vissi ekki hvort ætlast væri til
þess. Og raunar hef ég víst aldrei
hitt foreldra neinna homma þótt ég
viti deili á þeim. En það er stað-
reynd að fólk hefur ímugust á
ykkur vegna þess að það þekkir
ykkur ekki, það vantar svo mikið
upplýsingu.
Ef ég hitti nú ungan homma á
morgun sem ætti í basli við pabba
og mömmu og vildi að einhver tal-
aði við þau sem reynsluna hefði,
gætir þú þá hugsað þér að gera það
ef ég bæði þig?
— Já, það held ég bara.
Og hvað myndirðu segja við þá
foreldra?
— Ég myndi hvetja þau til að
leyfa krökkunum að vera þau sjálf.
Því menn verða að þekkja sjálfa sig
— það tekur reyndar alla ævina —
og hugsa ekki alltaf um hvernig
aðrir vilja að maður sé.
Þér finnst þetta kannski í mót-
setningu við það sem ég sagði áðan
um að þið ættuð ekki alltaf að vera
að flagga ykkur. Það getur verið að
ég hafi ekki gert alla hluti upp við
mig. En þegar allt kemur til alls þá
er það nú svo að sá sem er ekki
heiðarlegur við sjálfan sig hann
getur ekki verið heiðarlegur við
aðra. Og sjálfslygin held ég að sé
verst af öllu. — Það ættu foreldrar
að muna þegar börnin koma heim
og segjast vera hommar eða lesbíur.
Þorvaldur
Eg get trúað að mömmu og pabba finnist
það nóg í einni fjölskyldu”
Eins og fram kemur hér í blaðinu, veldur það flestum okkar
hugarangri að þurfa að segja foreldrum okkar frá því að við
séum hommar eða lesbíur, eftir að við þorum að viðurkenna
það fyrir okkur sjálfum, en hvort tveggja getur tekið langan
tíma.
Sum okkar ganga jafnvel aldrei skrefin til fulls, hvorki það
örlagaríka skref að koma úr felum fyrir sjálfum sér og nán-
ustu vinum, en þó það sé gert eru foreldrar oft síðasta fólkið
sem talað er við og sumir gera það jafnvel aldrei.
Hér á eftir fer viðtal við tvær ungar stúlkur 18 og 20 ára,
sem báðar standa á því stigi að vera komnar úr felum fyrir
sjálfum sér og vinum sínum en fjölskyldan veldur þeim enn
þá vanlíðan, vegna þeirrar spennu sem myndast þegar farið er
með eitthvað í felur.
Þær litu til okkar stutta stund, áður en þær skelltu sér á
Broadway að horfa á fallegar stelpur á tiskusýningu.
— Ég er kjörbarn, segir sú tví-
tuga, var gefin þegar ég var tveggja
mánaða gömul. Foreldrar minir eru
efnað fólk og hafa gert allt fyrir
mig. Ég hef sennilega ekki uppfyllt
allar þeirra vonir og finnst ég oft
vera öðruvísi en þau, „svarti sauð-
urinn” í fjölskyldunni. Samband
okkar er samt mjög gott, ég fer
yfirleitt ekki á bak við þau. Þess
vegna finnst mér mjög óþægilegt að
vera heima núna eftir að ég byrjaði
að lifa sem lesbía og er því sem
minnst heima, stoppa bara hálftíma
á dag meðan ég borða. Ég veit að
mamma finnur að mér líður ekki
vel og mér líður þvi bölvanlega að
geta ekki sagt henni hver ástæðan
er. Hún vissi að ég fór oft upp í
Samtök ’78 með vini minum, en
eftir að ég kom úr felum sjálf, segi
ég henni ekki hvert ég er að fara.
Það gerir þögnina jafnvel enn verri.
Hvers vegna dregurðu að segja
þeim frá því, fyrst þú ert örugg á
að þú sért lesbía sjálf?
— Ég er hrædd við að valda
þeim enn meiri vonbrigðum. Ég er
líka hrædd við fjölskylduna. í
minni fjölskyldu er fólk sem hefur
nóg af öllu og lifir fyrir heimili sín
og börn. Mér finnst ekki aftur
snúið ef ég segi þeim þetta og er
bara ekki tilbúin til þess enn. Ég
stend sjálfa mig að því að hugsa,
þegar ég er að því komin að segja
mömmu frá þessu: af hverju endi-
lega ég? Það sem dregur líka úr
mér kjarkinn er að bróðir minn,
(sonur pabba) er hommi. Ég get
trúað að mömmu og pabba finnist
það nóg í einni fjölskyldu. Þegar
hann sagði mömmu frá því, bað
hún hann að segja pabba ekki frá
því. Ég er smeykari við pabba,
myndi segja mömmu það fyrst —
samt veit ég að pabbi veit um
bróður minn og þau hafa hvorugt
verið neikvæð í hans garð. Ég hef
því enga ástæðu til að ætla að þau
verði verri við mig. Samt legg ég
ekki í það enn þá, vil bíða með
það. Ég veit heldur ekki hvað fram-
tíðin ber í skauti sér. Ég er óörugg
þegar ég hugsa til hennar. Mér
finnst þrýstingurinn svo neikvæður
frá þjóðfélaginu.
Bíð eftir tækifærínu til að
segja honum það
— Við pabbi erum mjög góðir
vinir, segir 18 ára stúlkan. — Ég
hef því hræðilega sektarkennd að
vera ekki búin að segja honum
þetta enn. Ef maður elskar foreldra
sína á maður tvímælalaust að segja
þeim hver maður er. Ég er alin upp
hjá pabba og ömmu, mamma dó
þegar ég var sjö ára og ég kynntist
henni aldrei. Ég var á flækingi til
fimm ára aldurs og eftir það var ég
alltaf í sveit eða á barnaheimilum
öll sumur og skólafrí. Pabbi hefur
alltaf unnið mjög mikið og við
amma höfum aldrei verið góðir
vinir og verðum aldrei. Við pabbi
höfum haft þá reglu að ég eigi mitt
líf og hann sitt, þess vegna spyr
hann mig ekki hvað amar að, þó
hann sjái að mér líður hræðilega
6