Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 7

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 7
S4MSKIITIIVID FORELDRA þegar ég er heima. Ég er alltaf að bíða eftir rétta tækifærinu til að geta talað við hann, en hann er bara svo lítið heima og við fáum svo sjaldan frið til að tala tvö ein. Ég get alveg eins búist við að hann gruni að ég sé lesbía, því hann veit hve ég hef átt margar nánar vin- konur. Við elskum hvort annað það mikið að ég verð að segja honum þetta, en kannski treysti ég sjálfri mér ekki til að horfast í augu við hann, því ég veit að hann gerir sér vonir um að ég giftist strák sem hefur verið besti vinur minn í mörg ár. Samt hef ég ekki fundið nei- kvæð viðbrögð hjá honum gagnvart lesbíum og hommum. Ég sagði honum til dæmis frá vinkonu minni sem er lesbía og varð fyrir mjög miklu aðkasti frá föður sínum eftir að hann vissi það. Pabbi vorkenndi þessari stelpu mjög mikið og það styrkir mig í því að hann verði ekki neikvæður við mig. En málin horfa oft öðru vísi við ef þau snerta mann sjálfan. Stundum hvarflar að mér að betra væri að segja bræðrum mínum þetta fyrst, því þeir kunna betur inn á pabba. En ég veit vel hvað þeir munu segja. Annar þeirra segir: ,,Þú ert asni” og hinn: ,,Þú ert of ung til að taka þessa ákvörðun.” Ég veit hins vegar sjálf að ég get ekki verið með karl- mönnum og hugsa alltaf um konu mér við hlið þegar ég horfi fram í tímann. Samt er ég óörugg um framtíðina, mig langar að búa í sveit með fullt af börnum og konu. Ég er komin úr felum fyrir öllum vinum mínum og hef misst þá flesta fyrir bragðið. Það tekur tíma fyrir þau að átta sig á því, ég er sú sama og áður og er tilbúin að vera vinur þeirra áfram. Aðeins ein vinkona mín heldur vinskap við mig áfram, það tók hana tíma að átta sig en nú er allt í lagi. Finnst ykkur Samtökin ’78 veita ykkur nægan stuðning? — Já, Samtökin hafa veitt mér 90% af þeim stuðningi sem ég hef fengið, segir sú 18 ára. — Ég var alveg í rusli áður en ég hafði kjark til að leita Samtakanna, en nú liður mér æðislega vel, fyrir utan feluleikinn gagnvart pabba. — Ég fékk mikinn stuðning af vini mínum sem er hommi og hann hjálpaði mér að stíga fyrstu skrefin inn í Samtökin, segir hin. — Þau hafa hjálpað mér mjög mikið. — Við bindum líka æðislegar vonir við kvennastarfið í íslensk-les- bíska... og viljum leggja allt af mörkum við að efla það og styðja, segja þær báðar. Og síðan voru þær roknar á tískusýninguna, þar sem stúlkurnar komu víst fram í blautum sundfötum... E. og S. 7

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.