Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 21
Brynjólfur Ingólfsson
hjúkrunarfræðingur
1951—1984
Enginn maður er Eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot
Megin landsins, hluti Veraldar ... Dauði sérhvers manns smækkar mig,
afþvíaðÉger íslunginn Mannkyninu; spyr þú því aldrei hverjum
Klukkan glymur; hún glymurÞér.
John Donne
Hann var þrjátíu og þriggja ára þegar
hann lést. Kynni okkar voru stutt —
aðeins síðustu tvö árin sem hann
lifði. Þá var hann þegar markaður
dauðanum. Návist dauðans hafði þá
þegar skerpt þær andstæður sem
bjuggu í honum: ástúð hans í garð
mannanna og ótti hans við þá. — Við
fyrstu kynni bauð hann af sér kald-
rana. Þá fannst mér oft eins og gust-
aði um gættir af hvefsni hans. Hann
kynntist þess vegna fáum og oftar en
ekki hlaut hann hryssingslega dóma
samferðamanna sinna.
Þó var þetta ekki sá Binni sem ég
átti eftir að kynnast. Þetta var vörn
hans, sprottin af þeim ótta við menn-
ina sem uppruni hans og aðstæður
höfðu skapað. — Að baki hvefsninni
lifði löngunin til að lifa í vináttu og
sátt við aðra — löngunin til að rækta
mannlegleikann.
Spyr þú aldrei hverjum klukkan
glymur; hún glymur þér. — Með
honum dó einhver þáttur af sjálfum
mér. Þetta er einfaldur sannleikur
allrar vináttu. Og þá rifjast upp fyrir
mér að þegar hann lagðist banaleg-
una var ég á leiðinni í hamsókn til hans
með koníakspela — til að kvitta fyrir
þær kvöldstundir þegar hann bauð
mér af koníakinu sínu og bauð mér
að hlusta með sér á þá tónlist heims-
ins sem var honum ástríða. Tónlistar-
kvöldin okkar lyftu báðum stundar-
korn yfir seigdrepandi þreytu íslensku
lágkúrunnar.
En ég komst aldrei yfir á Fornhag-
ann til hans með pytluna mina.
Dauðinn varð á undan mér. Einhvers
staðar í hugarþokunni leynist samt
með mér sú von að gleði okkar sé
ekki lokið, að einhvers staðar standi
hann á ströndu og bíði eftir mér með
glaðning undir hendinni. Og það
verður ábyggilega ekkert glundur,
heldur þær guðaveigar sem jarðnesk-
um mönnum eru óþekktar.
En eftir lifir minningin um mann
sem efldist við raunir sínar og skildi
smám saman að enginn er eyland og
einhlítur sjálfum sér. Sá skilningur
kom best í ljós í óeigingjörnu starfi
hans meðal okkar homma og lesbía.
Framlag hans til starfsins var unnið í
kyrrþey en í vaxandi trú á að án vin-
áttunnar, án samstöðunnar værum
við ekki neitt.
Dauði sérhvers manns smækkar
þig af því að þú ert íslunginn mann-
kyninu.
Þorvaldur Kristinsson.