Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 9

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 9
&4MSKIPTI VID FORELDRA Komu viðbrögð þeirra ykkur á óvart? Sá Ijósi: Ég get ekki sagt það. Viðbrögðin við mér eru bara fram- hald af fjölskyldulífinu. Pabbi og mamma eiga sín „happy moments” en svo fellur allt í sama farið. Hún er sjálfstæð og greind, mjög félags- lynd og með mikinn áhuga á sjálf- stæði kvenna. Ég man að hún svelgdi í sig bækur eins og Kvenna- klósettið og Móðurina eftir Gorki. En þá kemur pabbi inn í málið. Hann vill ekkert að hún sé að reyna lífið. „Ég vil ekkert að þú sért að lesa þessar bækur.” Hér áður fyrr beitti hann hana ofbeldi og gerði það edrú. Ég man hvað við krakkarnir vorum trylltir af hræðslu og hnipruðum okkur saman úti í horni þegar mest gekk á. Svo bitnaði þetta á mér, ég var barinn og niðurlægður með skömmum þótt ég hamaðist við að þóknast þeim og léti eins lítið fyrir mér fara og hægt var. Samt hefur mamma áhuga á uppeldismálum og hefur setið í barnaverndarnefndum. Alla bernskuna var ég á ferðinni við að láta líta svo út sem allt væri í lagi. Þegar ég var 11 ára hætti ég að hleypa vinunum til mín í heim- sókn svo þeir kæmust ekki að því hvernig ástandið væri. Svo fram- koman við mig er bara framhald af ástandinu í fjölskyldunni. Sá dökki: Ég er mest hissa á hvað þetta var auðvelt þrátt fyrir allt. Kannski var þögnin sem á eftir fylgdi það erfiðasta — að fá þau til að virða líf mitt sem hommi eftir að ég var búinn að segja þeim frá þessu. Hvernig hugsið þið til foreldra ykkar núna? Sá dökki: Ég var lengi öskureið- ur, sérstaklega út í mömmu. Mér fannst það svo lítillækkandi þegar hún fór að gráta. Hún var ekki að gráta yfir mér heldur sjálfri sér. Svo fór hún strax að pæla í hvað vinkonurnar hugsuðu ef þær fréttu þetta. Pabbi lokaði bara af, hann er mjög bældur, svona dæmigerður fundamaður sem getur talað um allt nema tilfinningar. Tilfinningar hans eru næmar en hann á mjög erfitt með að sýna þær. En það sem mér sórnaði mest við mömmu var það að mínar tilfinningar voru nú ekki það sem skipti hana mestu máli heldur hvað aðrir héldu um okkur fjölskylduna. Dreymir ykkur um að ná sáttum? Sá dökki: Auðvitað, og ég veit að þau vilja ná sambandi og halda í vináttuna. Þetta er líka smám 9

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.