Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 8

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 8
„Það er eins og foreldrar geri sér yfirleitt enga grein fyrir lífinu” Við hittumst eina kvöldstund og spjölluðum saman. Annar þeirra er 17 ára, hinn er 19 ára. Þeir eru hommar og eru saman. Smám saman hafa þeir lært að gleðjast yfir þeirri náttúru sem þeim er gefin og að mörgu leyti eru þeir sönn- un þess að nýir tímar eru runnir upp meðal homma og lesbía á íslandi. Þeir eru dæmigerðir fyrir þá sem á unga aldri skilja að þeir eiga sér val í lífinu og það sem meira er — þeir hafa valið og sjá ekki eftir því að verða að standa við tilfinningar sínar. Við töluðum aðeins um eitt á- kveðið efni — samskiptin við foreldrana. í stað þess að kalla þá A og B eins og venjan er í sótthreinsuðum viðtölum, tala ég við þann ljósa og þann dökka. Fyrst spurði ég þá hvernig þeir hafi gert sér grein fyrir að þeir voru hommar. Sá ljósi: Það er skrýtið hvað ég var lengi að fatta þetta. Ég var 15 ára þegar það kom fyrst upp í hugann að ég væri hommi. Samt var ég alltaf með hugann við stráka, keypti mér Playgirl-blöð, safnaði hári og málaði mig. Ég held að ég hafi gert þetta óafvitandi til að sýna að mínar tilfinningar væru aðrar en hinna. Pabbi og mamma voru fer- lega stressuð. „Ætlarðu aldrei að fara að vera með stelpum.” Þau höfðu greinilega sínar grunsemdir. Sá dökki: Ég var svona 13—14 ára þegar ég byrjaði að hugsa þá hugsun að ég væri hommi en ég gat ekki talað um það við neinn. Strák- arnir vinir mínir töluðu um stelpur og ríðingar og ég tók þátt í því þótt ég vissi að ég væri hinsegin. Ég man að ég svaf hjá stelpu á gamlárskvöld þegar ég var 15 ára — blindfullur. Það var ömurlegt. En spennan inni í mér jókst og svo 8 fór ég til útlanda 16 ára og gerði það sem mig langaði íii og elskaði aðra stráka. Svona tvöföldu lífi lifði ég í nærri þrjú ár. Hvenær byrjuðu pabbar ykkar og mömmur að láta í Ijós grun- semdir sínar? Sá dökki: Sko — ég held að pabbi hafi vitað þetta jafn lengi og ég. Þegar ég var 15 ára spurði hann mig á fylleríi hvort ég væri hommi. Hann er ofboðslega lokaður en sér í gegnum margt. Mamma skildi mikið minna og lét mig oft fara í taugarnar á sér fyrir að vera með- vitaður um útlitið. „Hvað djöfull ertu pjattaður,” sagði hún. Sá ljósi: Fyrst reyndi ég að gefa mömmu í skyn hver ég væri. Ég gaf henni Úr felum til að lesa. Nú svo hafði hún greinilega fundið Playgirl-blöðin mín. Um þetta töl- uðum við samt aldrei, við tölum yfirleitt ekki saman. Það hefur fylgt okkur frá byrjun og gerir allt svo erfitt. Ég er elstur fjögurra syst- kina, hjónaband pabba og mömmu sr óhamingjusamt og það er eins og þau skelli skuldinni á mig. Svo ég hef aldrei tilheyrt fjölskyldunni heldur alltaf látinn afskiptalaus. Ég borðaði t.d. sjaldan með þeim. Þegar ég var 16 ára fór ég að heiman í skóla og það var bara léttir fyrir alla fjölskylduna. Þegar sg reyndi að færa mín mál í tal við mömmu þá sussaði hún bara á mig. Og þegar ég missti vinnuna fyrir nokkru fyrir að vera hommi, þá svaraði hún bara: „þeir verða auð- vitað að hugsa um viðskipta- vinina.” Annars er pabbi miklu opnari en hún. Hver voru svo viðbrögðin þegar þið fóruð að vera saman? Sá Ijósi: „Hver er hann þessi strákur sem þú ert með? Hvað er hann að þjóna undir rassgatið á þér?” í framhaldi af svpna tali treysti ég mér bara ekki til að ræða málin við þau. Sá dökki: Já, þetta gerðist allt í einu, þau fengu að vita af sam- bandi okkar og að ég væri hommi. Ég lét systur mína hafa milligöngu og segja þeim það en reyndi að forðast þau þennan dag. En svo hitti ég þau og það var ofsalega erfitt, mamma var mjög æst, hún brotnaði alveg saman og fór að gráta. En pabbi sagði nú fátt. Hann lét mömmu vita að hún tæki aumingjalega á hlutunum. Hann sagðist hafa vitað þetta og það er rétt. En eftir fyrstu átökin var allt sett í pásu um tíma. Þá var bara þögn uin málið.

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.