Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 31
F R É T T I R
DÝR BROTT-
VIKNING
Á liðnum fimm árum hefur um
2000 hermönnum verið vikið úr
bandariska hernum ár hvert fyrir að
vera lesbíur eða hommar. Brott-
rekstur fyrir þessa ,,sök“ telst vera
,,með skömm“, svo að viðkomandi
missir öll réttindi sem fylgja því að
hafa þjónað hernum, svo sem eftir-
launaréttindi. í rannsókn sem gerð
var að tillögu nokkurra bandarískra
þingmanna kom í ljós að kostnaður
ríkissjóðs vegna þessa brottreksturs
er samt tilfinnanlegur, og er áætl-
að að um 23 milljónir bandaríkja-
dala fari forgörðum ár hvert vegna
útlagðs kostnaðar við þjálfun, laun
og uppihald hermanna sem síðan er
vikið úr hernum á grundvelli kyn-
hneigðar.
Árið 1981 var kaþólskur prestur á
Keflavikurflugvelli handtekinn af
herlögreglunni, sem hafði komist á
snoðir um að hann væri hommi.
Prestur gaf upp nöfn 58 hermanna
sem honum var kunnugt um að
væru hommar, og var þeim öllum
vikið úr hernum ,,með skömm“.
En að launum var prestur fluttur til
í starfi og er nú sóknarprestur á
Hawaii.
JACOB
SCHORER-GATA
í borginni Dordrecht í Hollandi
hefur götu einni verið gefið nafn
eftir Jacob nokkrum Schorer. Milli
heimsstyrjaldanna hafði hann for-
göngu um rekstur stofnunar sem
rannsakaði málefni lesbía og
homma eftir fyrirmynd Magnúsar
Hirschfeld í Þýskalandi. Eftjr her-
nám þjóðverja 1940 lét hann eyða
öllum skjölum stofnunarinnar og
bókasafn hennar glataðist. En á
götuskiltinu í Dordrecht stendur
nú: Jacob Schorer-gata, 1866—1957,
brautryðjandi fyrir frelsi lesbía og
homma.
RAKKAUDEN
MONET KASVUT
Fyrsta bókin á finnsku um málefni
lesbía og homma er komin út. ,,Hin
mörgu andlit ástarinnar“ heitir hún.
BLEIKÁST UNDIR
RAUÐRISTJÖRNU
Félag lesbía og homma í Austurríki
hefur gefið út bók sem nefnist
,, Bleik ást undir rauðri stjörnu".
Hún fjallar um kjör lesbía og
homma í kommúnistalöndum. Og
ekki vantar að þau séu misjöfn,
hvað sem hver kann að halda.
Skipulögð félög lesbía og homma
starfa nú í Austur-Þýskalandi, Pól-
landi og Tékkóslóvakíu, sum í
tengslum við kirkjuna. í Sovétríkj-
unum er öllu erfiðara um vik að
starfa að réttindamálum, þó er til
félag lesbía og homma í Leníngrad.
í Búlgariu, Rúmeníu og Albaníu er
talið útilokað að svo stöddu að efna
til samtaka lesbía og homma. Það
kann að þykja lúxus að ,,fá“ að
hafa félag í Póllandi, en þar setja
ráðamenn sömu reglur og í einu ó-
nefndu landi, baráttufélag lesbía
má ekki heita baráttufélag lesbía.
Það heitir „Vinir griskrar eyja-
menningar“.
DÝRASTA
DJÁSNIÐ
í Nýju-Delhí á Indlandi er búið að
stofna hommafélag. Það hefur sent
eftirfarandi lýsingu á aðstæðum les-
bía og homma á Indlandi til Al-
þjóðasamtakanna, IGA:
,,Samkynhneigð varðar við lög á
Indlandi. Meira en þrír af hverjum
fjórum indverjum eru hindúar, og
flestir þeirra, sem eru hommar, eru
umskornir.
Eftir því sem AIDS-tilfellum
fjölgar í heiminum fjölgar þeim sem
laðast að báðum kynjum, eins þó
að þeir séu giftir.
Það eru engir hommabarir eða
hommadiskótek á Indlandi, en í
Nýju-Delhí eru tveir garðar þar sem
mikið er á seyði eftir sólsetur. Þeir
eru í miðborginni, Borgargarðurinn
og Nehrúgarðurinn, sem eru afar
stórir með gosbrunnum, blómum
og bekkjum og miklu mjúku grasi.
Hér sest maður og horfir eða fær
sér stutta göngu og fitjar smám
saman upp á samræðum. En hér
þarf að hafa mikla gát því að lög-
reglumenn eru innanum og maður
getur orðið fyrir mikilli fjárkúgun.
Á götunum er auðvelt að kynnast
ákaflega fallegum ungum mönnum
sem girnast fljótheitakynlíf eða
einnar nætur kynni. Vegna þess
hve allir eru í felum segja þeir ekki
til nafns og taka ekki þátt í varan-
legri vináttu. Kynlífsfélagar koma
úr röðum sendiráðsstarfsmanna,
flugáhafna, tískusýningarmanna,
hótelstarfsmanna og hermanna.
Langflestir tala góða ensku og eru
hlýlegir og vingjarnlegir og gestrisn-
ir.
Þó að konur á Indlandi séu smám
saman að tileinka sér vestræn við-
horf njóta þær ekki jafnréttis við
karla. Lesbíur eru svotil óþekkt
hugtak á Indlandi.“
FÓLKSFJÖLG-
UNARVANDAMÁL?
Á fundi Sameinuðu þjóðanna í
GLÆPUROG
REFSING
Hommar sem ferðast utan lands
vita að í hverri borg og í hverjum
bæ kynnast hommar i almennings-
görðum og á almenningssalernum.
Þetta á sér langa sögu og á að sjálf-
sögðu uppruna sinn í kúgun homma
sem leiðst ekki að hittast neins
staðar í húsum inni, auk þess sem
þeir voru í felum fyrir fjölskyldu
sinni og vinum. Hver sem er getur
átt erindi á þessa staði og þarf ekki
frekari skýringar á veru manns þar.
En það hefur auðvitað verið kjör-
inn vettvangur fyrir yfirvöld að láta
homma kenna á kúguninni að láta
lögreglu sitja um þá á slíkum stöð-
um. Sérstaklega tíðkast þetta í eng-
ilsaxnesku löndunum, en á Norður-
löndum er hommum yfirleitt óhætt
að þessu leyti. Mikið uppistand
varð í Bretlandi i fyrra þegar starfs-
aðferðir lögreglunnar voru afhjúp-
aðar í sambandi við handtöku að-
stoðarráðherra nokkurs á skemmti-
stað homma. Sérstök deild lögregl-
unnar í London fæst við að draga
úr mannlegum samskiptum, m.a.
með þvi að óeinkennisklæddir
starfsmenn hennar leggja leiðir
sínar á hommaslóðir, gera sig lík-
lega til þess að hafa áhuga á nánum
kynnum við aðra karlmenn, og
þegar þau hafa tekist draga þeir
skírteinið upp úr vasa sínum og
handtaka ástmanninn tilvonandi
sem var. Lögregluþjónninn sem
handtók aðstoðarráðherrann var
orðinn alþekktur á skemmtistöðum
Mexikó um fólksfjölgun hreyfðu
Sovétmenn tillögu um fordæmingu
á vændi og samkynhneigð. Hlátra-
sköllin sem hún vakti ollu því að
hún komst ekki á dagskrá.
MOZART - VISS-
UÐ ÞIÐ ÞAÐ?
Beethoven og Tjækovski, það viss-
um við. En Mozart? Eftir því sem
segir i nýjum myndaflokki austur-
ríska sjónvarpsins strauk strákur að
heiman og hélt til Feneyja til að
njóta ástar fiðlusnillingsins Thoms
Lindlay. Bréf þeirra eru enn varð-
veitt.
homma fyrir heillandi framkomu
og aðdáunarverðan klæðaburð.
Hneyksli þetta allt var við hann
kennt og nefnt „Pretty police".
Lögregluhneyksli af svipuðu tagi
kom upp í smábænum St. Catharin-
es skammt frá Niagaraborg í Kan-
ada nýlega.' Lögreglan hafði falið
myndbandstæki á almenningssal-
erni einu, og þegar nægilegu mynd-
efni hafði verið safnað lét hún til
skarar skriða gegn 32 mönnum á
aldrinum 19 ára til 69 ára. Þeir voru
kallaðir fyrir og tilkynnt að lögregl-
an ætti myndir af tittlingnum á
þeim beinstífum og að opinber
ákæra yrði lögð fram. Jafnframt
var blöðum send frétt um málið,
með nafni og heimilisfangi „brota-
mannanna“. í tilvikum sem þessum
er ætlast til þess að menn fallist á
dómsátt til þess að losna við frekari
eftirtekt.
Þetta framferði yfirvalda er ekki
ný bóla, en almenningur sá það i
nýju ljósi þegar fréttist um sjálfs-
morð eins mannanna. Hann var 42
ára, giftur og tveggja barna faðir,
og gat ekki afborið að hrekjast úr
felum sem hommi á þennan hátt.
Hann hellti yfir sig bensíni og
kveikti i.
Mjög margir hafa lýst skömm
sinni á framferði lögreglunnar, og
kunnur blaðamaður skrifaði m.a. i
„Toronto Sun“: Ég finn til fyrir-
litningar gagnvart lögreglumönnum
sem liggja á gægjunt. Tvö börn eru
orðin föðurlaus og maður látinn á
óhugnanlegan hátt, og það fyrir eitt
að við höfum ekki haft skilning og
pólitiskan vilja til þess að setja lög-
reglunni skorður."
31