Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 32
F R É T T I R
HJÓNABANDS-
MARKAÐURINN í
BRETLANDI
„Burke’s Peerage“, skrá yfir fyrir-
fólk í Bretlandi, mun ekki innihalda
nöfn þess bláblóðsfólks sem fær
AIDS. „Það gæti verið að erfða-
vísarnir réðu því hverjir fá AIDS.
Við tökum enga áhættu,“ segir rit-
stjórinn. Ákvörðun þessi gildir
einnig fyrir „Burke’s Blood and
Gold CIub“, skrá yfir þá sem þykja
efnilegir til hjónabands sökum auðs
eða ættar.
KÚBUMENN
SKULU VERAÍ
FELUM
„Það er ekki ráðlegt fyrir kúbanska
homma að koma úr feium. Þá
verða þeir sendir úr Iandi.“ Sagt á
Kúbu? Nei, í Bandaríkjunum! Les-
endur muna að árið 1980 áttu sér
stað mjög sérkennilegir fólksflutn-
ingar frá Kúbu til Bandarikjanna.
Tugir eða hundruð þúsunda Kúbu-
manna héldu á bátum yfir til Flór-
ída. í augum uppi lá að stjórnvöld á
Kúbu stóðu fyrir því að fólkið færi
úr landi, þau voru að losa sig við ó-
æskilega þegna. Mjög margir
flóttamannanna voru hommar, sem
olli lagatúlkunarvandkvæðum hjá
bandarískum stjórnvöldum. Sam-
kvæmt bandarískum lögum mega
hommar nefnilega ekki koma til
landsins! Og hvernig sem allt breyt-
ist í bandarísku þjóðfélagi er þess-
um lögum framfylgt af hörku.
Margir Kúbumannanna áttuðu sig
ekki á þessu og kváðust við komuna
vera hommar og hafa flúið Kúbu
vegna réttleysis þar. Þeir hafa síðan
mátt dúsa í fangabúðum. Nú hafa
bandarísk yfirvöld skýrt frá því að
mál þessara manna verði tekin upp
á ný svo að Kúbumennirnir megi
setjast að í Bandaríkjunum. Skil-
yrði er að þeir er sögðust við kom-
una vera hommar taki þau orð aft-
ur. Að öðrum kosti verða þeir send-
ir til Kúbu.
SHIRLEY BASSEY
VAR ÓHAMINGJU-
SÖM í HJÓNA-
BANDINU
Þó að Shirley Bassey hljóti að hafa
vitað að hún væri í allnokkru uppá-
haldi hjá hommum hefur hún látið
hafa eftir sér botnlaust rugl um þá,
og það svo að margar plötubúðir
homma í Bandaríkjunum hafa sett
við dyrnar hjá sér ruslatunnur til
þess ætlaðar að henda plötunum
hennar í. Það nýjast sem er af henni
að frétta er að hún kom í veg fyrir
32
að A1 Chorley („homminn" í
Dynasty) syngi eitt laga hennar.
Hún vill ekki að neinn með „gay
image“ (þekktur í tengslum við
homma) syngi lög sín. Fyrrum um-
boðsmaður kerlingar segir að ónot
hennar stafi af því að maðurinn
hennar fyrrverandi hafi reynst vera
hommi. Það hafi henni þótt afleitt.
ÁSTIR AUDENS
Wystan Auden var þekktasta ljóð-
skáld breta. Hann ferðaðist um ís-
land með vini sínum O’Neill sum-
arið 1936 og skrifaði um þá ferð
stórfræga ferðabók, „Letters from
Iceland”. Honum var boðið hingað
til lands iöngu seinna, fyrir rúmum
20 árum, til þess að sjá gamla land-
ið. Að Auden væri hommi vissu all-
ir, en fóru með það sem manns-
morð. Nú er komin út ný ævisaga
hans eftir Dorothy J. Farnan,
„Auden in love: The intimate story
of a life-long love affair."
Christopher Isherwood (hann
samdi söguna sem söngleikurinn
Kabarett byggist á) segir frá því í
bókinni „Christopher and his
kind“ þegar þeir Auden komu á-
samt fleira fólki til hafnar í New
York. Hann spáir: „Elskurnar mín-
ar, hér munuð þið finna þann sem
þið leitið — félagann sem þið getið
afhjúpað ykkur fyrir, og hlotið ást
hans fyrir að vera það sem þið eruð
en ekki það sem þið þykist vera. Og
þú, Wystan, þú finnur hann fljótt,
innan þriggja mánaða...“
Auden fann hann, og þrjátíu ár-
um seinna orti hann til hans ljóðið
„Loneliness” þegar hann var í
burtu um stundarsakir. Auden var
32 ára þegar hann kom í höfn í New
York, Chester Kallman var 18 ára.
Að svo miklu leyti sem Kallmans
hefur verið getið í fyrri ævisögum
Audens hefur hann komið við sögu
sem maðurinn sem eldaði oní
Auden og maðurinn sem átti sam-
starf við Auden um að semja ljóð
við hljómlist. Næst þegar Audens
verður minnst á íslandi má ekki
gleyma ástinni hans.
SKRÝTNAR TÖLUR
Komið hefur í ljós að tölur um
skiptingu AlDS-sjúklinga á áhættu-
hópa eru gallaðar. í N-Ameríku
tíðkast að setja hvern mann í aðeins
einn áhættuhóp þó að hann sé í
raun í fleiri hópum, og er þá höfð
forgangsröð, þannig að sé maður
hommi og hafi notað sprautuvímu-
lyf, þá telst maður í hommahópn-
um en ekki í vímuhópnum. í San
Francisco kom í ljós að 12% þeirra
AIDS-sjúklinga, sem höfðu verið
taldir til hommahópsins, höfðu not-
að sprautur til þess að komast í
vímu. Eftir fund vísindamanna um
AIDS í Atlanta í Bandaríkjunum í
apríl er þeirri skoðun að vaxa fylgi
að það spilli fyrir skilningi á sjúk-
dómnum að gera ráð fyrir sérstök-
um áhættuhópum.
KÖNGULÓARMAÐ-
URINN í BLÍÐU,
EKKISTRÍÐU
Fregnir frá Chicago herma að
Köngulóarmaðurinn segi frá því í
nýlegu hefti að þegar hann var lítill
strákur hafi annar strákur, pínulítið
eldri, sýnt sér æsandi blöð og sagt
svo: „Gáum hvort við getum gert
eins og fólkið á myndunum.“
Lengra nær sagan ekki, enda ekki
til þess efnt. Hún er runnin undan
rifjum nýrrar hreyfingar í Banda-
rikjunum sem vill stuðla að því að
efla sektarkennd barna vegna löng-
unar sinnar til kynlífs.
MINNISVARÐI í
MAUTHAUSEN
Hinn 9. desember 1984 var afhjúp-
aður í Mauthausen, einum al-
ræmdra fangabúða Þjóðverja á
valdatíma nasista, minnisvarði um
lesbíur og homma sem týndu lífinu
fyrir verknað nasista. Félög lesbía
og homma í Austurríki standa að
honum.
HVAR ERU MÖRK-
IN MILLI TRÚAR
OG HATURS?
Hæstiréttur Noregs hefur kveðið
upp dóm í máli Hans Bratteruds,
forstöðumanns safnaðar sem kenn-
ir sig við full-evangelísku. Hann
vakti þjóðarathygli í Noregi í fyrra
fyrir kyndugan útvarpsþátt. Söfn-
uður hans útvarpar á nóttunni fyrir-
bæna- og lækningaþáttum. Piltur
nokkur gerði það af skömm sinni
að hringja til Bratteruds í beinni út-
sendingu, og sagðist vera hommi,
og spurði hvað hann gæti gert fyrir
sig. Bratterud bað svipstundis fyrir
strák að hann mætti hverfa til
mátulegrar kynhneigðar og bætti
svo við í leiðinni að guð sæi til þess
að öllum lesbíum og hommum yrði
vikið úr opinberum stöðum.
Forbundet av 1948, félag lesbía
og homma í Noregi, kærði kauða
umhendis fyrir að brjóta lagagrein
þá, sem var sett 1981 og leggur refs-
ingu fyrir að efna til haturs gegn
samkynhneigðu fólki. I undirrétti
var trúarsannfæring talin réttlæta
hatursáróðurinn, en nú hefur hæsti-
réttur komist að gagnstæðri niður-
stöðu; trúin var honum engin af-
sökun.
Þó að það sé ótrúlegt er það satt
að fjöldamargir söfnuðir í Noregi
hafa fundið það lagagreininni um
bann við misrétti gagnvart lesbíum
og hommum til foráttu, að hún
hamli boðun og iðkun trúarinnar.
Ókunnugir hljóta að spyrja sig
hvaða kristilegheit það séu sem bíða
hnekki við svo sjálfsögð mannrétt-
indi sem þau sem lagagreinin á að
vernda.
UNGMENNA
HELGIN í MALMÖ
Nokkur íslensk ungmenni sækja
ungmennahelgi lesbía og homma í
Malmö í júní.
Ársfundur Alþjóðasamtaka les-
bía og homma (IGA), sem Samtök-
in ’78, félag lesbía og homma á Is-
landi, hafa átt aðild að frá upphafi,
verður haldinn í Toronto í Kanada í
byrjun júlí. Vegna kostnaðar sækir
enginn íslenskur fulltrúi fundinn í
ár.
DANSAÐí
DISNEYLANDI
Disneyland í Kaliforniu hefur verið
dæmt til þess að greiða 25.000 dala
málskostnað i máli sem spannst af
því að í því landi máttu menn ekki
dansa saman væru þeir af sama
kyni. Dæmt var eftir nýlegum lög-
um sem banna atvinnufyrirtækjum
að mismuna viðskiptamönnum.