Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 35
Kæri útgáfuhópur.
Fyrr í dag keypti ég eintak af
blaðinu ykkar niðri í Austurstræti,
og eftir að hafa lesið það, langar mig
til þess að festa á blað nokkra þanka
mína um útgáfuna. (Ég hef lika lesið
fyrri blöð ykkar, svo ég dæmi ekki
einvörðungu út frá þessu síðasta
tölublaði.)
í fyrsta lagi, vil ég taka það fram,
að ég styð baráttu ykkar í Samtök-
unum ’78 af heilum hug og þess
vegna er mér mikið í mun að boð-
skapur ykkar komist til skila til sem
flestra, svo ekki þurfi að líða mörg
ár enn áður en þið búið við sömu
réttindi og aðrir þjóðfélagsþegnar
hér á landi. (Ég verð þó að viður-
kenna það, sem heterósexúal kven-
réttindakona, að þið eruð ekki eini
Samtökin ’78, félag lesbía og
homma á íslandi, eru til húsa að
Brautarholti 18, 4. hæð, í Reykja-
vík. Þar opnuðum við nýtt og rúm-
gott húsnæði í byrjun febrúar eftir
að hafa verið á hrakhólum í fjóra
mánuði. í Brautarholtinu er að
finna skrifstofu félagsins og þar er
„Opið hús” tvisvar í viku, á
þriðjudags - og föstudagskvöldum.
„Opið hús” hefur verið mjög vin-
sælt og vel sótt þann tíma sem það
hefur starfað, þangað eru allir vel-
komnir og þar er hægt að spjalla
saman yfir kaffibolla eða kóki, líta
í blöð og tímarit sem hommar
og lesbíur gefa út og kynnast
nýju fólki.
En fyrir marga er það stórt og
þungt skref að hitta aðra homma
og lesbíur í fyrsta skipti. Þess vegna
vekjum við sérstaka athygli á síma-
tíma Samtakanna. Við svörum í
þjóðfélagshópurinn hér á landi, sem
á í vök að verjast með að fá sjálf-
sögð réttindi sín viðurkennd. En það
er önnur saga ...) Mér finnst það
sem sagt kjarni málsins, að almenn-
ingur á íslandi fræði um það órétt-
læti og þá fordóma, sem þið megið
búa við í þessu landi lýðræðis og
fordómaleysis. (Sbr. gömlu klisjuna
um að íslendingar mismuni fólki
ekki eftir litarhætti og þá hneykslan,
sem erlendar fréttir af slíkum órétti
vekja meðal okkar hér á Fróni. Það
er ekki laust við að málið sé farið að
líta öðru vísi við, eftir að blessað
landið okkar fór að fá aukinn fjölda
litaðra þegna ... Kannski erum við
þá ekkert betri en útlendingarnir,
eftir allt saman!)
Þar sem ég lít á útbreiðslu blaðs-
ins sem aðalatriði, finnst mér það
mikil synd að sumar af myndunum,
sem birtast í blaðinu (sbr. bls. 13,
15, 33, 35 og 39) gera það að
verkum, að fólk fær eflaust margt
rangar hugmyndir um bæði
Samtökin og homma og lesbíur. Ég
verð lika að viðurkenna, að mér
finnst smásaga eins og Stefnumót að
óséðu (frábær þýðing á orðasam-
bandinu Blind date) ekki eiga aug-
ljóst erindi í blað sem þetta. Bæði
strípamyndirnar og slíkar ljós-eró
tískar sögur, finnst mér eiga heima í
annars málgagni en því, sem birtir
jafnfrábærar greinar um réttinda-
baráttu ykkar og raun ber vitni.
„Málefnalegu greinarnar” eru hreint
afbragð, og settar fram á svo
hógværan hátt að ég er viss um að
þær fá hinar verstu fordómarembur
til þess að hugsa sinn gang. Einnig
finnst mér viðtölin eiga mikið erindi
í blað sem þetta, og hjálpa fólki
eflaust við að skilja að hommar og
lesbíur eru ósköp venjulegt fólk, sem
fyrirfinnst í hinum „virtustu” fjöl-
skyldum.
Eins og blaðið er í dag, hins
vegar, hefur það of mikinn Tígul-
Hvernig næ ég sambandi við
Samtökin ’78
símann á mánudags- og fimmtu-
dagskvöldum milli kl. 21-23. Síma-
númerið er 28539 og þangað geta
menn hringt og rætt um tilfinninga-
mál sín eða það sem þeim liggur á
hjarta. Fyrir marga er lítið símtal
fyrsta skrefið úr felum og menn
ráða hvort þeir segja til nafns eða
ekki. Mörg okkar, sem nú störfum
í Samtökunum ’78, höfum stigið
fyrsta skrefið með þvi að hringja og
ræða líf okkar og tilfinningar við
fólk sem hefur reynslu og þekkingu
á málum lesbía og homma. Kven-
fólki sem sérstaklega vill ræða við
lesbíur skal sérstaklega bent á
fimmtudagana. Á Akureyri starf-
rækja Samtökin einnig
símaþjónustu sem við veitum nánari
upplýsingar um hér i Reykjavík. Ef
einhverjum hrýs hugur við að koma
á „Opið hús” án þess að þekkja
nokkurn þá er best að hringja fyrst
og mæla sér mót við einhvern úr
símahópnum á staðnum. Við
segjum alltaf til nafns og viljum
gjarnan hjálpa nýju fóiki til að
blanda geði við aðra.
Þótt allir séu velkomnir í hús-
næði Samtakanna, þá hvetjum við
fólk eindregið til að gerast form-
legir félagsmenn og styðja þannig
starf okkar. Við þurfum á stöð-
ugum fjárstuðningi að halda til að
fjármagna starfsemina. í Samtök-
unum ’78 störfum við í starfs-
hópum og allir félagsmenn geta
stofnað slíka hópa um áhugamál
sín. Slíkir hópar eru til í tengslum
við blaðútgáfuna, skemmtanahald,
unglingastarfið, fræðslufundi í skól-
um, „Opið hús”, kvennastarfið,
símaþjónustuna og margt fieira.
Hvernig væri að þú tækir þátt í
starfinu með okkur.
Þrisvar til fjórum sinnum á ári
halda Samtökin dansleiki auk herra
og kvennakvölda sem eru landsfræg
fyrir fjör. Nánari upplýsingar um
allt starf okkar er hægt að fá í
síma Samtakanna allan sólarhring-
inn hjá sjálfvirka símsvaranum.
Sjáumst á „Opnu húsi”!
35