Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 16

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 16
GRlkklAND Allir hljóta að hafa heyrt um Grikkland hið forna, að þar var samkynhneigð hluti af lífsstíl, allir karlmenn urðu að ganga í gegnum æviskeið hennar. Ætli þetta sé svo enn í Grikklandi? Því miður, blákalt nei. Það er erfitt að búa við kjör homma og lesbía í Grikklandi nútíðarinnar. AKOE (frelsishreyfing lesbía og homma í Grikklandi) starfar í Aþenu, en þar býr næstum helm- ingur þjóðarinnar. Samsvarandi hreyfing er í Þessalóníku, hún nefn- ist AMOÞ. Peningaleysi þar hefur stöðvað útkomu ritsins Bananar. Fyrir 2 árum var stofnað félag á Rhódos, og kristilegt félag samkyn- hneigðra í Seres. Þessi félög eru á- kaflega fámenn, 4 — 5, og starfa lítið. AKOE var stofnað 1977, en út- ávið heitir það „Skrifstofa tímarits- ins Amfi“. Svona starfa menn til þess að gæta öryggis gagnvart lög- reglunni. Vilji er fyrir hendi að skrá félagið, sérstaklega til þess að geta sótt um fjárframlög til hins opin- bera, en til þess þarf að leggja fram lista með nöfnum 20 félagsmanna — og svo margir hafa ekki komið opinberlega úr felum enn í Grikk- landi! Fyrstu ár AKOE greiddu menn félagsgjöld, en núorðið getur hver sem er komið á skrifstofuna á fund- ina tvisvar í viku eða til þess að vinna, og standa þá sjálfir straum af öllum útgjöldum. Venjulega koma um 20 manns, en vel virkir eru ekki nema um tíu. í nóvember 1982 stóð AKOE fyr- ir ráðstefnu um „kynferðismál og stjórnmál“. Þetta varð fyrsta opin- bera ráðstefnan um kynferðismál í landinu, og varð stórkostlega ár- angursrík. Þekktir fræðimenn tóku þátt í tveggja daga umræðum, og húsfyllir áhorfenda fylgdist með. Fyrir vikið hlaut tímaritið Amfi 25.000 króna islenskra í styrk frá menningarmálaráðuneytinu. Amfi kom út fjórum sinnum á ári fram til 1981, en ekki nema tvisvar á ári síðan, vegna peningaskorts. Blaðið getur kallast menningarrit, því að efni þess snýst að talsverðu leyti um það sem varðar lesbíur og homma í menningarlifinu. Þar birt- a,st og kvæði og þýðingar úr erlend- um blöðum og bókum, og umfjöll- un um gamlar bókmenntir sem varða samkynhneigða (einkum franskar, t.d. eftir Jean Genet). Er- ótískar myndir eru ekki birtar aðrar en varfærnislegar teikningar, t.d. af nöktu fólki. Dómsmál. Annað Amfi-heftanna sem komu út 1982 var gert upptækt og varð úr dómsmál. Þetta var vegna kvæðis þar sem kom fyrir orðið tittlingur og myndar sem fylgdi af nöktum karlmanni. Höfundurinn er búsett- ur í Bandarikjunum, og runnu málaferlin út í sandinn vegna þess, en áður höfðu þau vakið athygli og mótmæli innan lands og utan. Maður að nafni Paola, transvest- íti, byrjaði að gefa út blaðið Kraks- imo 1982. Það selst í lausasölu, af- staða þess hallast að anarkisma, og þar hlýtur grískt samfélag marga beitta og háðslega gagnrýni. Þar er málstað samkynhneigðra haldið vel fram. Nafn blaðsins er ögrandi, fel- ur i sér merkinguna „móðgandi að- hrópun“. í fyrra var Paola saksótt fyrir að „brjóta gegn velsæmi“ með því að birta kvæði og mynd eftir Jean Genet, en hún var sýkn- uð. Völd lögreglunnar Skemmtanalíf í Aþenu er bælt og erfitt. Plaka, gamalt hverfi við Akrópólis, hefur verið heimabyggð gríska hommabarlífsins. En lögregl- an lét loka flestum krám og dans- stöðum þar 1981, áþeim forsendum að þar hefðu átt samastað hættuleg- ir aðilar, svo sem þjófar, eiturlyfja- neytendur, vændisfólk og hryðju- verkamenn. En nýir staðir voru opnaðir fljótlega, og nú eru þrjú hommadiskótek í Kolonaki, heldri- mannabyggð Aþenu, og krá fyrir framan leikhús Heródíusar. Lögreglan hefur geysileg völd í Grikklandi, og nýtir þau til hins ýtr- asta. Árum saman hefur hún farið í rassíur á skemmtistaði og aðra staði þar sem samkynhneigðir hittast. Mönnum er smalað á lögreglustöð- ina og tekin fingraför og spurt nær- göngulla spurninga. Lögreglan læst vera að leita afbrotamanna, en til- gangurinn er auðvitað sá einn að terrorisera. Hommar hittast oft í görðum og á torgum Aþenu. Þar er helst hægt að hitta aðra og rækja félagslífið, en hættulegt er það ef óvarlega er farið. Ráðlegast er að halda sig í fjölmenni. Utan alfaraleiðar er mikil hætta á ofbeldi, því að þar stunda t.d. litlir fasistahópar skipu- legt ofbeldi gegn hommum. Það er betra að lenda ekki í klónum á þeim. Nokkrum hommum hafaþeir orðið að bana. Á torgunum, eins og Sintagna og Omonía, er maður ör- uggari með því að fá sér sæti hjá gángstéttarkaffinu. Pólitískar ógöngur Opinberlega styður AKOE Panhell- enska sósíalistaflokkinn, PASOK, og þann sem stýrir ríkisstjórninni, Andreas Papandreú. Samt sem áð- 16

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.