Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 11

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 11
segja pabba þetta og skömmu síðar settumst við niður, ásamt mágkonu minni og ræddum málin. Það sem styrkti mig mest var auðvitað sú vissa að nú væri ég orðin hamingjusöm og það fór heldur ekki fram hjá þeim. Eðlilega var þeim efst í huga hvernig barnið mitt tæki þessu sambandi og hvernig framtíð þess yrði, en eftir að þau sáu hvað því leið vel og þótti vænt um ástkonu mína, hafa þau sýnt á margvíslegan hátt að þau eru sátt við okkur. Reyndar viðurkenndi pabbi að sig hefði oft dreymt um að eignast tengdason sem hann gæti farið með á skíði eða í fjallaferðir, en í staðinn stendur hann uppi með tvær tengdadætur! í raun má segja að samband mitt og foreldranna sé betra nú en áður, því svo ótalmargir múrar hafa fallið og það er okkur mikill styrkur að eiga þau að. Ég gæti ekki hugsað mér að halda þeim utan við þetta líf sem er og verður líf mitt og barnsins í framtíðinni. Af þeirri reynslu sem ég hef öðlast síðan ég kom úr felum, dreg ég þá ályktun að sé maður opinn og eðli- legur gagnvart fólki, komi það til móts við mann og þeir múrar sem þögnin byggir, brotna. Við verðum að hafa það í huga að það er ekki síður óþægilegt fyrir þá sem umgang- ast okkur og vita að við erum lesbíur eða hommar að koma eðlilega fram við okkur, ef við gefum þeim ekki færi á því og erum að pukrast með þetta eins og stórleyndarmál. Þess eðlilegri og afslappaðri sem við erum, þess betur líður þeim og geta komið fram við okkur án þvingana. Fyrsta skrefið er að við séum sátt við okkur sjálf eins og við erum. Þá fyrst getum við vænst þess af for- eldrum, vinnufélögum og öðrum vinum og unnið málstað okkar gagn. Elsa , . ÍÍÍÍÍÍSSÍíS:;:®:?} ' iliÍP .

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.