Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 28
verið refsivert í Englandi. Hin svo-
nefnda frelsishreyfing homma —
,,Gay liberation movement“ —
varð til í Bandaríkjunum með
Stonewall uppþotunum 1969, er
lögreglan í New York gerði rassíu á
hommabar einum, en gestirnir svör-
uðu með munduðum hnefum.
Þó að lögin, sem banna samkyn-
hneigð og önnur ,,kynferðisafbrot“
séu enn í gildi í u.þ.b. helmingi ríkja
Bandarikjanna eru hommar engu.
að síður bæði sýnilegri og njóta
meiri viðurkenningar í amerískum
stórborgum en i Englandi. Þar er á-
stæðunnar ekki síst að leita í frelsis-
baráttu kvenna og þeldökkra, en sú
barátta leiddi í ljós að hommar eru
einnig fórnarlömb misréttisins.
Bandaríkjamenn, sem ekki leyna
þvi að þeir eru hommar, hafa tekið
sæti í borgarstjórnum og verið
valdir til að gegna embættum á veg-
um fylkisstjórnanna. Mismunun á
grundvelli kynhneigðar hefur þeg-
ar veríð bönnuð á mörgum sviðum,
m.a. i stjórnarráðinu. Stjórnmála-
menn, allt frá Edward Kennedy til
Marion Barry, borgarstjóra í Wash-
ington, reyna að fiska atkvæði
meðal homma. í þessu umburðar-
lynda andrúmslofti skjóta hommar
upp kollinum á mun fleiri sviðum
en hinum hefðbundnu hommasvið-
um, þ.e. sem hárgreiðslumenn,
gluggaskreytingarmenn eða sjúkra-
liðar. A.m.k. sautján verslunarfé-
lög hafa verið stofnuð með ,,The
National Association of Business
Councils” (Landssamband við-
skiptaráða) í broddi fylkingar.
í Bandaríkjunum eru hópmynd-
anir meðal homma áberandi, ekki
síst þar sem þeir njóta mestrar við-
urkenningar. Þekktastur þessara
staða er San Francisco þar sem lítt
umburðarlyndir hommar kalla hina
gagnkynhneigðu íbúa ,,afætur“.
Hommar eru taldir vera 15 — 25 %
af íbúum borgarinnar. Allar amer-
ískar stórborgir hafa sín homma-
hverfi. Á austurströndinni er Wash-
ington talin helsta hommaborgin.
Barist um hylli homma
Nú þegar þessi hópur fjársterkra
borgarbúa kemur fram í dagsljósið
er komið að auglýsendum að berj-
ast um hylli þeirra. Blöð sem í aðal-
atriðum eru ætluð hommum inni-
halda vaxandi fjölda auglýsinga frá
,,straight“ fyrirtækjum, sem fyrir
fáeinum árum síðan hefðu talið
þessi blöð bannvöru. Flest þessara
tímarita koma út i litlu upplagi en
telja sig þó hafa stóran hóp lesenda.
Stærsta ritið í Bandaríkjunum er
,,The Advocate“ og er gefið út í ná-
grenni San Francisco í 80.000 ein-
tökum. í auglýsingu í „New York
Times“ heldur ritstjórn blaðsins því
fram, að það sé lesið af 350.000
manns i öllu landinu. Blaðið ,,Gay
Alaska“ í Anchorage er í hópi
hinna minni rita með 1.000 eintök á
mánuði. Enska ritið „The Gay
News“, sem hóf útgáfu sína 1974 er
prentað í 25.000 eintökum þó að
flest stærri dreifingarfyrirtæki
þvertaki fyrir að þau dreifi því.
Athuganir, sem „The Advocate“
og ,,Gay News“ hafa látið gera á
lesendahópum sinum, leiða í ljós,
að hommar í þessum tveimur lönd-
um hafa tiltölulega rúmar ráðstöf-
unartekjur. Upplýsingar „The Ad-
vocate“ sýna að 36% af lesendum
blaðsins þénuðu yfir 200.000 ísl.
kr. árið 1980, ennfremur að 40%
áttu tvo eða fleiri bíla og 87% voru í
fullu starfi. Neysla hommana bein-
ist að umtalsverðu leyti að ýmiss
konar þjónustu svo og lúxusvarn-
ingi og menningarafurðum. Hér má
nefna vín, leigubílaþjónustu, snyrti-
vörur, kvikmyndir, hljómplötur og
bækur. Veruleg fylgni er á milli þess
hvaða aðilar auglýsa í „The Advo-
cate“ og hins hvert lesendurnir
beina eftirspurn sinni.
Athuganir „Gay News“ sýna
hliðstæðan áhuga á tómstunda- og
lúxusvarningi meðal enskra
homma. Hinn dæmigerði lesandi
blaðsins neytir matar á veitinga-
stöðum mun oftar en menn i
samanburðarhópum, kaupir fleiri
bækur, fer oftar í leikhús og er mun
áhugasamari um nýja tækni, svo
sem vídeó og heimilistölvur. Enskir
hommar kaupa meira áfengi en
,,heteróar“, ferðast oftar erlendis,
en kaupa mun færri miða að fót-
boltaleikjum. „Stundum er goðsag-
an um okkur raunhæf“, segir Rob-
ert Palmer, auglýsingastjóri „Gay
28