Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 17

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 17
ur eru flestir þeir sem eru virkir stuðningsmenn kommúnistaflokks eins, sem hefur anarkísk sjónarmið í hávegum. Hommabaráttan í Grikklandi hefur leiðst út í pólitísk- ar ógöngur; vilji maður vera virkur, þá geti maður ekki verið íhaldsmað- ur. Auðvitað lenda margir fyrir ut- an rammann, og þessvegna er AKOE í ógöngum núna. Það hefur dregið úr starfseminni og margir hafa horfið frá, því að þeim fannst sér allar leiðir lokaðar í AKOE. Misrétti í lögum Á sínum tíma var AKOE stofnað þegar íhaldsstjórnin þáverandi ætl- aði að lögleiða frumvarp eitt er her- foringjastjórnin hafði látið semja. Lög um kynsjúkdóma heita þau. Mikil mótmæli voru höfð uppi gegn setningu þeirra, og m.a. stóð AKOE fyrir fjölmennasta útifundi sínum til þessa (300 manns). Fyrir kosningasigurinn 1982 hafði Pap- andreú lofað að afnema lögin, en ekki hefur orðið af því enn. í þeim er að finna eftirfarandi ákvæði: „Trufli maður fólk á almennum stöðum með ósæmilegri framkomu varðar það fangelsisrefsingu allt að þremur mánuðum.“ (Farið því var- lega að þvi að gefa hýrt auga ef þið hafið veður af lögreglunni í nánd.) Og: „Komi fram að maður taki þátt í kynmökum gegn greiðslu, skal hann/hún sæta læknisskoðun þá til hans/hennar hefur verið sagt.“ (Lögreglan ákveður hér ein). Og enn: „Læknar, móttökustöðvar og sjúkrahús skulu tilkynna viðkom- andi bæjarstjóra eða öðru yfirvaldi æðra um sjúkling er reynst hefur hafa kynsjúkdóm, og láta fylgja all- ar trúnaðarupplýsingar um hann.“ Borið er við að lögin hafi verið sett af heilbrigðisástæðum, en þau eru fyrst og fremst notuð til þess að terrorisera homma. Auk þessara laga geyma hegningarlög misrétti: Aldursmörk aðila að kynmökum fólks af sama kyni eru 19 ár, af gagnstæðu kyni 18 ár. Lesbíurnar Lesbíur hafa ýmist verið með i AKOE eða utan þess, og þær hafa auk þess verið klofnar um afstöð- una til hreyfingar samkynhneigðra annars vegar og kvenfrelsishreyf- ingarinnar hins vegar. í fyrra kom út fyrsta tímarit lesbía í Grikklandi, Lavris. Síðustu ár hafa ekki verið nema 2 — 3 konur í AKOE, en nú eru nokkrar, sem áður voru með kvenréttindakonum um „Kvenna- húsið“ að snúa aftur, og þær hafa myndað hóp í félaginu. Við lesbíur verðum ekki fyrir beinu misrétti í Grikklandi vegna kynhneigðar okkar, og það er af því að flestir Grikkir vita ekki eða látast ekki vita að við séum til. Þeirra mis- rétti er hið sama og annarra kvenna, svo sem að geta ekki gengið einar á götu öðruvísi en að verða fyrir aðkasti karlmanna. Grískir karlmenn halda að konur eigi sér ekki sjálfstæða seksúalitet. Transvestítarnir Hlutverk transvestita í Grikklandi er kapítuli fyrir sig. Þó að transvest- ítar á íslandi séu bæði samkyn- hneigðir og gagnkynhneigðir, þá eru þeir grísku allir hommar. Þetta stafar trúlega af kynhlutverka- mynstrinu sem ríkir þar. Karlmaður er ekki karlmaður nema hann sé karlmannlegur og sterkur, annars er hann hlálegur. Og víst þykir það hlálegt að samsama sig kúgaða kyn- inu. Fyrstu árin var afstaða AKOE til transvestíta neikvæð, en það hefur breyst. Nú hafa þeir sérkvöld fyrir sig hjá félaginu, og þá koma venjulega um þrjátíu. Flestir transvestítar í Grikklandi selja sig, því að önnur atvinna er þeim ófáanleg. Eftir að kvölda tek- ur ráða þeir ríkjum á aðalgötu Aþenu, Singrú, Þeir verða jafnframt fyrir meira ofbeldi en aðrir homm- ar, því að þeir eru uppáhaldsvið- fangsefni karlrembusvína og fas- ista. Viðskiptamenn þeirra eru flest- ir heimilisfeður sem óttast tilfinn- ingar sínar, og finnst réttlæting í því að vera með einhverjum sem sé þó „mitt á rnilli þess að vera karl eða kona,“ en ekki öðrum karlmanni. Transvestítarnir komast í blöðin þegar þeir halda árlega fegurðar- samkeppni, en annars fást þeir Iíka við alvöruviðfangsefni, það eru þeir sem hafa staðið fyrir flestum úti- mótmælum. Fjölmiðlar Transvestíti, sem heitir Bettý, hefur gefið út tvær bækur um það sem á daga sína hefur drifið. Þær hafa hlotið góðar viðtökur. Undanfarin ár hafa birst æ fleiri góðar bækur er varða samkynhneigða, m.a. í þýð- ingum. Blöðin ala flest á fordómum í uppsláttargreinum og rugla saman hommum og transvestítum. í út- varpi og sjónvarpi ríkir þögn, og þær fáu myndir sem sjónvarpið hefur sýnt og snúa að hommum hafa verið mjög fordómafullar. í grískum kvikmyndum hefur aldrei verið fjallað um samkyn- hneigð á jákvæðan hátt. Hommarn- ir hafa verið hafðir pempíulegir og hlálegir og gegnt trúðshlutverkinu eingöngu. Lesbíur ekki til! En haustið 1982 kom kvikmynd sem fjallaði um efnið á örlítið annan hátt. Hún heitir Angeles (engill, einnig karlmannsnafn). Hún er saga stráks, sem elskhuginn neyddi til að selja sig og taka inn kvenhormóna svo að honum yxu brjóst og drægi að viðskiptamennina. Af angist sinni banaði Angeles elskhuga sín- um, og leið hans lá í fangelsi. Myndin lýsir á dramatískan hátt gangi sögunnar og örlögum manns- ins. Hann brást illa við því að saga sín yrði kynnt svo opinskátt, og reyndi að fá gerð myndarinnar stöðvaða. Hæstiréttur féllst ekki á kröfu hans og myndin er búin að ganga lengi í grískum kvikmyndahúsum. Annars voru skoðanir homma á myndinni mjög skiptar, töldu sumir hana já- kvæða í sinn garð en aðrir nei- kvæða. Mýkonos Mörgum er Mýkonos hommafríríki í sumarleyfinu, þar sem menn þyrp- ast að úr öllum heimshornum. Það eru um tuttugu ár síðan útlendingar tóku að kynna eyna sem „homma- paradís“. Áróðurinn náði eyrum ferðamannanna, og nú er Mýkonos heimsborgarastaður þar sem allar manngerðir er að finna. Heima- menn kvarta ekki, gjaldeyririnn streymir inn. Æ fleiri flytjast úr miðbænum vegna yssins og „hnign- unarinnar“, en í gömlum íbúðar- húsum eru opnuð diskótek og krár. En frelsistilfinning sú er menn fá á Mýkonos styðst ekki við raunveru- leikann, því að hann er sá að þarna eru menn frjálsir upp á náð og miskunn annarra. Grískir hommar sækja Mýkonos ekki mikið, menn fara frekar á hina litlu og róman- tísku Hýdru. Lesbíur eru að gera eyna Paros að sinni. Margt mætti segja enn um Grikk- land og líf lesbía og homma þar. Þó að baráttan standi í stað nú sem er fer ýmsu öðru mikilvægu fram. Það er enn langt að settu marki, en við missum ekki sjónar af þvi! Guðni Raldursson sneri Isabella, höfundur þessarar greinar, er grísk stúlka sem stundar nám við Stokkhólmshá- skóla. Hún er virk í RFSL, samtökum homma og lesbía i Svíþjóð og hefur iðulega stutt málstað íslenskra Iesbía og homma á sænskum vettvangi. Þótt hún hafi aldrei komið til íslands talar hún og skilur íslensku með ágætum enda mikill tungumálagarpur. 17

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.