Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 10

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 10
saman að batna, þau eru alltaf að læra. Núna eru þau farin að um- gangast kærastann minn eins og aðra vini mína. Sá ljósi: Ég var ofboðslega bitur út í mömmu og pabba en nú er beiskjan aðeins farin að sjatna. Það er hugsanlegt að ég sættist við þau í næstu framtíð. Eitthvað hefur skeð heima og þau eru byrjuð að reyna að ná sambandi. Þau virðast vera hætt að nota mig sem slæma for- dæmið fyrir yngri systkinin. En það má kannski segja að óþolinmæðin og kröfuharkan sé sameiginlegur vandi okkar mömmu. Við eigum svo auðvelt með að hleypa öllu í hnút. Sá dökki: Ég held að vandamálið snúist um það að flestir foreldrar vilji innst inni að börnin þeirra fylgi einhverri ákveðinni fyrirmynd. Flestir þeirra hafa ekki þroska til að hugsa lengra. Það er eins og foreldrar geri sér yfirleitt enga grein fyrir lífinu. Ef þeir þurfa að takast á við það fer allt líf þeirra úr skorðum. Þannig er að minnsta kosti sú kynslóð sem ég þekki. Það er ekki nóg að lesa um lífið í bókum. Menn verða að kynnast því af eigin raun. Hvað viljið þið segja við unga homma og lesbíur sem standa í sömu sporum? Sá ljósi: Maður á að forðast að ræða málin við pabba og mömmu meðan maður getur ekki bjargað sér sjálfur. Það er betra að vera fjárhagslega sjálfbjarga þegar maður leggur út í þetta. Þau geta tekið upp á öllum fjandanum. Nú, ef maður er svo heppinn að eiga systkini þá er best að tala fyrst við þau. Þau skilja þetta yfirleitt miklu betur og geta stutt mann. Það er reynsla okkar beggja. Sá dökki: Við megum ekki vera of gömul þegar við segjum for- eldrunum þetta. Ef þú lýgur lengi verður lygin að vana og það hefur áhrif á mann alla ævi, hugsa ég. Því lengur sem maður lifir tvöföldu lifi þvi erfiðara er að breyta lífi sínu. Því miður eru allt of margir að bíða eftir rétta tækifærinu... Sá ljósi: ...sem auðvitað kemur aldrei nema þú látir það sjálfur ger- ast. En maður þarf samt að muna að það er jafn slæmt að vera of ungur þegar maður kemur úr skápnum. Fyrst verðum við að þekkja styrkleika okkar. Ég hugsa að það sé aðalatriðið. Þorvaldur. 10 ,,í staðinn stendur hann uppi með tvær tengdadætur” Foreldrar skipta okkur flest máli, þótt við höfum ef til vill ekki mikið samband við þau eftir að við flytjum að heiman. Sú staða kemur því fljótlega upp hjá okkur sem vitum að við erum lesbíur eða hommar, að við þurfum að segja foreldrum okkar frá því, en oft líður langur tími þangað til við látum verða af því. Ég held að flestum okkar líði ekki vel þann tíma sem við leikum tvö hlutverk, erum kannski komin úr fel- um fyrir ákveðnum hópi, en látum eins og ekkert sé við foreldra og aðra úr fjölskyldunni. Munurinn á þeim tveim hlutverkum sem ég tala um er sá, að þegar við komum úr felum „höfum við leyfi” til að vera eðlileg og láta ást okkar í ljós innan þess hóp sem við treystum, en gagnvart hinum hópnum erum við stöðugt á verði að koma ekki upp um okkur. Af þessum feluleik stafar sú bæling sem við könnumst flest við. Ef ég rifja upp persónulega reynslu mína af þessari glímu, er mér efst í huga hvernig ég reyndi að hlífa for- eldrum mínum við því að komast á snoðir um hvað olli mér hugarangri. Ég talaði um allt annað en það hvernig mér liði innst inni, sagði þeim í staðinn frá ýmsu um ytri líðan mína og vegna þess að ég átti barn snerust samskipti okkar mest um það. Þau fengu tækifæri til að láta umhyggju sína í ljós við barnið og þar með var ég ánægð og þau líka, að ég held. Auðvitað vissi ég að þau höfðu áhyggjur af mínu persónulega lífi, þess vegna bar ég mig mannalega og reyndi að láta þau fá á tilfinninguna að ég hefði nú átt einhver samskipti við karlmenn á böllunum sem ég fór á um nær hverja helgi, en þagði auð- vitað eins og steinn um allar konurn- ar sem höfðu áhrif á mig og toguðu tilfinningar mínar út og suður, án þess endilega að vita af því. Sam- skipti mín við hinar ýmsu konur gerðu það svo að verkum að ég drakk sífellt meir, til að svæfa þær tilfinn- ingar sem brutust í mér, því ég fann alltof vel hvað þær voru hræðilega sannar. Eina ráðið var að flýja sem SAMSKIPTIVID F0RELDR4 lengst inn í vímuna. Svona flýði ég lesbíuna í sjálfri mér í átta ár, eða frá því ég fyrst átti í ástarsambandi við konu, þar til ég var búin að bæla tilfinningar mínar nóg til að þær loks gerðu uppreisn og kröfðust réttar síns. Allan þennan tíma reyndi ég að halda góðu sambandi við foreldra mína og það tókst að ég held, stór- slysalaust, þó ég reyndi oft á þolrif þeirra þegar mér leið sem verst til- finningalega og átti erfiðast með að leika þennan tvöfalda leik. í mínu til- felli skiptir barnið miklu máli og tengdi okkur saman allan tímann, ég veit ekki hvernig samband mitt við foreldra mína hefði orðið, ef þess hefði ekki notið við. Ég nefndi áðan uppreisn tilfinning- anna en hún gerðist á þann hátt að ég stormaði ein á ball hjá Samtökunum ’78 og bauð lífinu birginn. Á ballinu fann ég strax að þarna leið mér betur en á nokkru balli áður og að innan um fólk sem komið væri úr felum vildi ég vera í framtíðinni. Ég var bú- in að fá nóg af sýndarmennskunni og leikaraskapnum sem ég varð að nota á öðrum böllum. Skömmu síðar hitti ég konuna sem ég elska og bý með í dag. Þegar ég var komin í þetta fasta samband og fann að ég var tilbúin að horfa framan í heiminn sem sú lesbía sem ég er, fannst mér ég verða að segja foreldrum mínum frá því og lofa þeim að taka þátt í hamingju minni. Ég herti mig upp í að segja mömmu þetta meðan við undirbjugg- um mat í eldhúsinu og auðvitað brá henni. Hún sagði reyndar að sig hefði grunað þetta en vonað að þetta væri ekki rétt, en fyrst ég væri viss um þetta, vonaði hún bara að ég yrði hamingjusöm. Ég bað hana svo að

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.