Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Árgangur
Tölublað

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 42

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 42
42 „Það er býsna stórt stökk fyrir minni- hlutahóp að fara fró því að mega ekki nota orðin hommi og lesbía í útvarpinu, eins og raunin var í upphafi tíunda óratugarins, í að þurra að berja fró sér fyrirtœki og stofnanir sem vilja tengja sig hópnum ó einn eða annan hcitt." kenna sig við mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Ekki þarf að eyða mörgum orðum í þá pólitík sem Trump stendur fyrir en framkoma hans í garð minnihlutahópa hefur verið vægast sagt óforskömmuð og lítill vafi leikur á því að stjórnvöld Bandaríkjanna hafa engan áhuga á mannréttindum eða jafnrétti og reyna jafnvel markvisst að vinna gegn þeim. Mörgum úr hinsegin samfélaginu hefur því þótt nóg um og talið stjórn Hinsegin daga taka þátt í bleikþvætti. Auður Magndís Auðardóttir og Iris Ellenberger skrifuðu pistil sem birtist í Stundinni 8. ágúst 2019 þar sem þær veltu því upp hvort Bandaríkin væru „bleik- þvegin í þvottahúsi Hinsegin daga.“ Þær bentu á að bandaríska sendiráðið væri meðal bakhjarla Hinsegín daga og fengi í staðinn að birta grein í blaði hátíðarinnar þar sem fulltrúi sendiráðsins drægi upp fallega, bleiklita mynd af Bandaríkjunum. Þær höfnuðu með öllu að bréf sendiráðsins gæti verið einhvers konar andóf gegn stefnu Donald Trumps og ríkisstjórnar hans enda hefðí núverandi „sendiherra Bandaríkjanna á Islandi verið virkur stuðningsmaður forsetaframboðs Trumps árið 2016.“ Sama hvað okkur má finnast um starfsfólk þess var sendiráðið, eðlis síns vegna, eftir sem áður fulltrúi Bandaríkjanna sjálfra og kom fram í nafni þeirra. Auður og Iris vísuðu í Dean Spade, dósent við laga- deild Seattle-háskóla og hinsegin aktívista, sem hefur bent á „að íhaldssöm hinsegin barátta, sem einblínir á afmörkuð málefni og setji þau ekki í stærra samhengi, geri hinsegin fólk og hinsegin samtök sérstaklega móttækileg fyrir bleikþvotti." Spade útskýrir að jafnvel þótt stefna stjórnmálamanna einkennist af andúð í garð fátækra, ras- isma, karlrembu og hernaðarbrölti þurfi þeir „aðeins að lýsa yfir stuðningi sínum við hjónaband samkynhneigðra og rétt þeirra til að gegna herþjónustu til að skapa sér framsækna ímynd.“ Stjórn Hinsegin daga brást við gagnrýninni í opnu bréfi þar sem bent var á mikilvægi stuðnings yfirvalda fyrir mannréttindabaráttuna og athygli vakin á afstöðu starfsfólks sendiráðsins og eindregnum vilja þess til að styðja skilyrðislaust við mannréttindi. Ekki var bein afstaða tekin til þeirrar gagnrýni sem fram kom um þátttöku stofnana sem skreyta sig stolnum fjöðrum en stjórn Hinsegin daga sagðist fagna aukinni umræðu um bleikþvott og markaðsvæðingu og tilkynnti um fyrirhugaðan viðburð helgaðan bleikþvotti á Hinsegin dögum, sem fór að vísu aldrei fram. Samtökin ’78 tóku upp þráðinn á dagskrá í tengslum við aðalfund félagsins í mars 2020. Þar ræddu þau Ásthildur Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Sahara auglýsingastofu, Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samtaka atvinnulífsins, og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur um bleikþvott. Þrátt fyrir að þátttakendurnir væru ansi ólíkir og kæmu frá sitthvorum enda hins pólitíska litrófs var samt sem áður ákveðinn samhljómur milli þeirra um að hugsunarlaus notkun á regnbogafánum eða öðrum tilvísunum í hinseginmenningu í gróðaskyni ættí aldrei rétt á sér. Umræðan um bleikþvott er ný af nálinni hér á landí en þróunin í öðrum vestrænum ríkum sýnir að hún er komin til að vera. Það er býsna stórt stökk fyrir minnihlutahóp að fara frá því að mega ekki nota orðin hommi og lesbía í útvarpinu, eins og raunin var í upphafi níunda áratugarins, í að þurfa að berja frá sér fyrirtæki og stofnanir sem vilja tengja sig hópnum á einn eða annan hátt. Að vissu leyti má líta það jákvæðum augum að fyrirtækjum finnist þau knúin til að taka afstöðu til samfélagsmála, í það minnsta þegar sú afstaða er með minnihlutahópum og jaðarsettum. Kannski er það eitthvað sem fólk sem vinnur hjá valdamiklum fyrirtækjum getur og ætti að gera; nýta stöðu sína til þess að styðja við mikilvægan málstað. Gróðahagsmunir eru eftir sem áður meginmarkmið fyrirtækja og þau starfa fyrst og fremst í eigin þágu. Sýnileiki hefur löngum verið eitt beittasta vopn hinsegin fólks fyrir bættu lífi en í ljósi þessa mikla viðsnúnings sem orðið hefur á síðustu árum verður áskorun 21. aldarinnar líklega sú að sýnileikinn sé og verði á okkar forsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað: 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 (01.06.2020)
https://timarit.is/issue/410187

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

40 ára afmælisrit Samtakanna '78 (01.06.2020)

Aðgerðir: