Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 13

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 13
Lilja Sigurðardóttir að dytta að einhverju ó Lindar- götunni í tiltektarrispu. „Þetta hús hékk saman á málningunni og sjálfboðaliðavinnunni,“ rifjar Lilja upp Jóhann G. Thorarensen gerði sig ekki heimakominn á Laugavegi fyrr en ári síðar, eftir að barinn var kominn í eðlilegt horf. Hann fylgdist hins vegar grannt með umræðum um fyrirhugaða flutninga af Laugavegi á Suðurgötu sem upphófust skömmu síðar. Fríða og Jóhann lýsa bæði Laugavegi 3 sem ákveðnu skjóli fyrir þau sem þangað vöndu komur sínar. Rótið sem fylgdi flutningunum, nýtt og sýnilegra húsnæði á jarðhæð og ekki síst eins og hálfs árs húsnæðislaust tímabíl á árunum 2014-15 raskaði þessu skjóli fyrir marga. Afleiðingin varð sú að margir virkir þátttakendur í félagsstarfi Samtakanna hurfu af vettvangi. „Stór hluti af því fólki kom ekki [á Suðurgötuna],“ segir Jóhann, „eða kom mjög sjaldan." Andrúmsloftið hafi verið gott á báðum stöðum en á Suðurgötunni sé allt annar hópur en var á Laugaveginum. Með nýjum hópi fastagesta komu nýir sjálfboðaliðar og ný verkefni litu dagsins ljós í bland við gömul. Ein þeirra sem borið hafa ferska strauma inn í félagið á Suðurgötuárunum er listfræðingurinn Ynda Eldborg. Hún bjó um árabil á Englandi og kynntist þar sjálfboðastarfi, bæði innan listaheimsins og hinsegin samfélagsins. Við heimkomuna árið 2014 hafði Ynda frétt að Samtökin ’78 væru að flytja í nýtt húsnæði við Suðurgötu 3. Flutningarnir skildu eftir sig ákveðið tómarúm: Bókakostur bókasafns Samtakanna hafði verið færður Borgarbókasafni og Þjóðarbókhlöðu að gjöf. Þótt notkun bókasafnsins hefði dalað mjög mikið á 21. öldinni var þess eigi að síður sárt saknað og hafa ýmsir reynt að fylla það tóm beint og óbeint með annarri menningarstarfsemi. í nýju húsnæði eygði Ynda tækifæri fyrir annað listform. „Ég hugsaði að þarna væri tilvalið rými fyrir myndir. Mér fannst kjörið að vinna myndlistinni framgang þarna og gera það á nýjum forsendum. Þótt myndlist hafi verið þáttur í starfi Samtakanna að minnsta kosti aftur til Brautarholtsáranna, þá hefur list hinsegin fólks ekkí verið mikið sýnileg utan hinsegin samfélagsins. Það er eitt af því sem mig langar að gera, að gera hana sýnilega utan hinsegin samfélagsins og að hún öðlist viðurkenningu.“ I samvinnu við þáverandi stjórn og Ásdísi Óladóttur þróaði hún hugmyndina að Galleríi 78, listagalleríi sem starfað hefur síðan í húsnæði félagsins undir dyggri stjórn Yndu og Ásdísar. Laun erfiðisins Eins og Böðvar og Ragnhildur hafa bæði lýst fólust laun sjálfboðaliðans á fyrstu starfsárunum ekki síst í því að eignast samfélag og efla sjálfsvirðingu sína eftir áralangt niðurbrot í fordómahríð samfélagsins. Þessi fyrsta kynslóð sjálfboðaliða hjá Samtökunum ’78 hafði sjaldnast tilefni til að horfa þakklát um öxl. Flestar fyrirmyndir þeirra og fordæmi voru erlendis og hér heima þurfti að byggja starfsemina frá grunni - byggja upp fótboltafélagið, eins og Böðvar komst að orði. Síðari kynslóðum verður þó tíðrætt um að þær standi í þakkarskuld við forvera sína. „Það er gott að geta fengið að gefa eitthvað til baka af því sem Samtökin hafa gefið mér,“ segir Ynda um hvatana að stofnun Gallerís 78. Jóhann G. Thorarensen, fastakúnninn frá Laugavegi 3, ákvað að bjóða fram krafta sína eftir flutningana á Suðurgötu og hefur síðan verið ötull sjálfboðaliði í félagsheimilinu og setið þrjú ár í trúnaðarráði. „Ég var búinn að vera þiggjandi allt of lengi,“ segir hann. „Mig langaði að gefa til baka.“ Fáir sjálfboðaliðar hafa gefið jafn mikið til baka og af jafn ríkri ábyrgðartilfinningu og Fríða Agnarsdóttir. Auk óteljandi verkefna á sviði viðhalds, innkaupa, þrifa, ungliðastarfs og stjórnarsetu stóð hún vaktina á barnum á Laugavegi árum saman. „Þetta var þakklátt starf. Stundum var maður aleinn á barnum allt kvöldið, nema að það var einhver á bókasafninu. En þótt það kæmu ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.