Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 33

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 33
AÐ LIÐA VEL I EIGIIM SKINIUI. 33 „Trans fólk hefur stundað andóf gegn þrúgandi kröfu kerfisins að binda einstaklinga við úrelt kvnhlutverk. Þau tileinkuðu sér eftir bestu getu leikritið sem var þvingað upp ó þau til að byrja með, einfaldfega til þess að fó betri og hraðari lœknisþjónustu." þess að tryggja réttlátt og jafnt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum. Huað er framundan? Eins og sjá má hefur réttindabarátta trans fólks tekið stór stökk undanfarin ár og árið 2018, þegar lög um mismunun á vinnumarkaði voru samþykkt, var kynvitund tekin inn sem var stór sigur. Sömuleiðis hefur Trans Island verið virkur þátttakandi í umræðunni um félagslegt réttlæti og baráttan hefur náð til fjölbreyttari hóps en áður. Það þýðir að umræðan hefur færst frá því að vera tengd við einstakar persónur yfir í að fjalla um málaflokkinn á breiðari grundvelli. Þannig hefur átt sér stað mun dýpri umræða en áður um samfélagsgerð okkar, hvernig hún setur trans fólki hömlur og á hvaða forsendum slíkar hömlur eru byggðar. Stuðningsnet trans fólks og fræðsla um málefni þeirra hefur þess vegna tekið miklum stakkaskiptum. Samtökin ’78 og Trans Island hafa stækkað ört undanfarin ár og halda nú utan um umfangsmikla fræðslustarfsemi og ráðgjafarstarfsemi sem hefur komið trans fólki gríðarlega vel. Fjöldinn allur af stuðningshópum fyrir trans fólk og aðstandendur þeirra hafa verið settir á fót sem þýðir að trans fólk er ekki lengur eins einangrað og áður fyrr. Það getur því loks tekið þátt í samfélaginu á mun veigameiri hátt, stigið fram mun fyrr og lifað sínu lífi í samræmi við eigin kynvitund. Staða trans fólks hérlendis hefur því gjörbreyst á einum áratug; það hefur farið frá því að vera hulinn hópur yfir í að vera mikilvægur hluti baráttunnar fyrir bættu samfélagi. Eins og áður hefur komið fram hefur þetta sömuleiðis haft í för með sér ákveðið bakslag en hatursglæpir gagnvart trans fólki hafa færst í aukana samkvæmt heimildum lögreglu, bæði erlendis og hérlendis. Það er því mikilvægt að haldið sé rétt á spöðunum og að við tökum höndum saman um að berjast gegn þeim öflum sem standa fyrir bakslaginu. Sú umræða tengist femínískri baráttu sterkum böndum en trans fólk og réttindabarátta þeirra snýst einmitt um að brjótast undan gildum kynjakerfisins, sem hefur gegnsýrt alla okkar samfélagsgerð í gegnum tíðina. Auðvitað er ekki sanngjarnt að leggja þá kröfu eingöngu á herðar trans fólki, enda er það meirihlutasamfélagið sem viðheldur þessum hlutverkum og við eigum öll þátt í að viðhalda því á einn eða annan hátt, trans eður ei. Trans fólk er eins og annað fólk jafn ólíkt og það er margt og þrátt fyrir að þeirra á meðal sé fólk sem beitir sér fyrir því að afbyggja kerfið er þar líka fólk sem hefur ekki tök, áhuga eða færi á að gera slíkt. Trans fólk, líkt og annað fólk, getur verið samdauna kynjakerfinu og upplifað öryggi innan þess og því haft lítinn áhuga á að hreyfa við því. Ábyrgðin þarf því ekki bara að liggja hjá hinsegin fólki sem er nú þegar úti á jaðrinum, heldur hjá okkur öllum sem samfélagi og sérstaklega hjá fólki í forréttindastöðu sem getur búið til pláss eða rými sem fólk í jaðarstöðu getur ekki. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað næstu tíu ár beri í skauti sér. Þrátt fyrir að Island hafi tækifæri til þess að stíga stórt skref og tryggja trans fólki og intersex fólki mikilvæga réttarbót hefur margt setið á hakanum, og má þar sérstaklega nefna málefni hinsegin hælisleitenda og flóttafólks. Það má því aldrei sofna á verðinum en eins og við höfum séð til dæmis í Bandaríkjunum tekur ekki langan tíma að afbyggja og taka í burtu lagaleg réttindi fólks, sem getur leitt til grófs og alvarlegs félagslegs bakslags þar sem fordómaraddir og ofbeldi gagnvart minnihlutahópum fær að grassera óhindrað. Vert er að fagna því sem náðst hefur en baráttunni er hvergi nærri lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.