Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 7

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 7
AÐ VERA OG TILHEYRA 7 um málefni trans fólks. Ritstýra ætlar að leyfa sér að kalla hana tímamótagrein. Þegar við lítum um öxl til að minnast fortíðarinnar er líka mikilvægt að hafa hinn pólinn, gleymskuna, í sjónmáli. Sagnfræðingurinn Iris Ellenberger á grein í ritinu um minni og gleymsku í samhengi við réttindabaráttu og söguvitund sem er gott að hafa í bakhöndinni næst þegar slegið er í glas og haldin ræða um horfna tíma. Eins og glöggir lesendur sjá eru áherslur ritsins frekar lagðar á málefni heldur en einstaklinga. Edda Sigurðardóttir fjallar um bleikþvott, sem er tiltölulega nýtt hugtak á Islandi, og ritstýra fjallar um málefni hinsegin flóttafólks. Menning og listir fá einnig sinn skerf. Ynda Eldborg lýkur upp dyrunum á Galleríi 78 og býður upp á brot af því besta í veglegum myndaþætti og Bjarndís Helga Tómasdóttir ræðir við Agnesi Jónasdóttur, Ástu Kristínu Benediktsdóttur og Lönu Kolbrúnu Eddudóttur um Regnbogaþráð, hinsegin leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Regnbogaþráðurinn, þó að fínlegur sé, markar í raun ákveðin straumhvörf þar sem hann fléttar hinsegin sjónarhorn saman við grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, sem ber hinn gildishlaðna titil „Þjóð verður til“. Má því ekki segja að þar með höfum við öðlast fíngerðan, en sterkan, þráð í þjóðarsögunni? Síðast en ekki síst birtist hér viðtal við Bjarna Snæbjörnsson leikara um einleik sem hann er með í bígerð og byggir á skápasögu hans sjálfs. í þessu einlæga viðtali minnist Bjarni á fordóma sem hann hafði gagnvart sjálfum sér og hvernig honum fannst hann þurfa að moka yfir eigin vanlíðan af því að allt var í himnalagi í samfélaginu. Þetta viðtal hreyfði við mér og ég tengdi við margt sem Bjarni sagði. Eg man eftir því að hafa sjálf átt erfitt með að horfast í augu við eigin fordóma og skammast mín fyrir það vegna þess að allt átti að vera svo frábært í hinsegin paradísinni Islandi. Mér fannst ég stundum vera allra síðasta sort að bögglast með fordóma frá síðustu öld í farteskinu. Samfélagið virtist standa við bakið á mér, eða allavega var dregin upp sú mynd á yfirborðinu, af hverju gat ég það þá ekki sjálf? I þessu samhengi rifjast oft upp fyrir mér grein sem ég las í einum af lífstílsdálkum fréttablaðanna rétt eftir aldamót þar sem rætt var við þrjár ungar lesbíur. Viðtal sem ég man nánast orðrétt þrátt fyrir að hafa verið nýskriðin inn á unglingsaldurinn þegar það birtist. Viðtalinu var ætlað að vera á hressu nótunum, lauflétt innsýn í reynsluheim hóps sem var framandi, en þó ekki svo framandi að fólk sypi hveljur. Þar kom glöggt fram að grunnt var á fordómum hjá sumum af þessum ungu konum gagnvart þeim sjálfum. Ein af þeim talaði um hvað orðið lesbía væri ljótt því það skæri svo í eyrun á meðan önnur spólaði í sama hjólfarinu með hugleiðingum um trukkalesbíur og dró upp býsna neikvæða mynd af þeim sem einhvers lags and-konum sem engin vildi fá í partíið til sín. ímynd sem engin sómakær lesbía vildi samsama sig með. Þetta eru tilbrigði við kunnuglegt stef sem á ættir að rekja aftur í dýpstu kima feðraveldisins. Fátt grefur jafn dyggilega undan karlmennskuforræði og akkúrat lesbíur, konur sem elska aðrar konur, enda hefur ímynd hinnar ógurlegu, ókvenlegu, ófríðu lesbíu lengi verið notuð sem refsivöndur á konur sem stíga of langt út fyrir mörk þess sem æskilegt þykir á hinum þrönga vegi kvenleikans. Lúmskari og lágstemmdari útgáfa af þessu stefi er hin lífseiga flökkusögn um að orðið lesbía sé ljótt. Fjölmörg úr okkar röðum þekkja vel baráttuna við skilgreiningarvaldið, að fá að nota eigin orð yfir sig sjálf. Það mátti ekki nota orðin hommi og lesbía í útvarpinu á sínum tíma, þau þóttu of dónaleg eða of útlend, og trans þótti lengi vel ekki heldur ekki nógu vandað mál. En löngu eftir að útvarp allra landsmanna fór að taka sér orðið lesbía í munn var hluti af okkur sem veigraði sér enn við að nota það, því einhvers staðar þreifst sú hugmynd að það væri ljótt. Auðvitað er sjálfsagt að finnast orð misfalleg en ef það er einlæg skoðun einhvers að lipurt orð, sem fellur vel að íslenskri málvenju og lýsir sjálfri ástinni, sé ljótt er ef til vill kominn tími á að leita inn á við og spyrja sig: Af hverju? Hér er ekki ætlunin að stilla þessum konum upp við vegg með því að rifja upp gloríur úr fortíðinni. Vitnisburður þeirra og framsetningin í viðtalinu bendir einfaldlega til þess að slík viðhorf hafi verið útbreidd í samfélaginu á þessum tíma. Og eru jafnvel enn. Nýverið var til dæmis forsíðuviðtal í einu af stóru blöðunum við homma sem agnúaðist út í dragdrottningar fyrir að taka sér of mikið pláss. í hans huga var mikilvægt að koma því á framfæri að hommar gætu líka verið venjulegir og að honum þætti miður að Samtökin ’78 og önnur hinsegin félög eyddu of miklu púðri í óvenjulegt fólk. Það er vel hægt að lesa þetta viðtal á svipaðan hátt og viðtalið við ungu lesbíurnar 20 árum fyrr. Það segir ef til vill sitt um djúpstæða gagnkynhneigðarhyggju samfélagsins að hluti af kynslóðinni sem átti að hafa fæðst inn í forréttindin - þau sem áttu að njóta uppskeru kynslóðanna á undan og upplifa ísland 21. aldarinnar þar sem „baráttan var búin“ - skuli ennþá vera að glíma við fortíðardrauga og fordóma. Það er mikilvægt að geta rætt viðkvæma hluti, jafnvel hluti sem er óþægilegt að horfast í augu við. Öll þau sem fylgst hafa með starfi Samtakanna ’78 undanfarin ár vita vel að það er full þörf á umræðu um sjálfsmyndir í fortíð og nútíð og hvað þær merki, bæði fyrir okkur persónulega og í stærra samhengi. Enn mikilvægara er að slík umræða eigi sér breiðari og vandaðri vettvang en athugasemdahala á samfélagsmiðlum. Þess vegna er útgáfa sem þessi mikilvæg og það er einlæg von ritstýru og ritnefndar að blaðið veki áhuga og umræður meðal lesenda. Blað sem þetta nær því miður aldrei að spanna allt litróf regnbogans, og það er vel. Hinsegin flóran á Islandi væri ansi fátæk ef það væri hægt að gera henni skil í einu tímariti en við leyfum okkur að vona að sem flest geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.