Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 30

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 30
30 hljómgrunn, t.d. þau í eintölu (líkt og eintölu „they“ í ensku), hjé, hé og hín. Samt sem áður er ennþá misskilingur í gangi um notkun fornafnsins og stundum notar fólk orðið hán sem nafnorð, sbr. „þau eru svona hán“ og þar fram eftir götunum. Hvort slíkt er gert vegna misskilnings eða fordóma er oft erfitt að skera úr um en það er frekar borðleggjandi að aldrei myndi nokkur manneskja segja: „já, þau eru svona hún/hann“. Árið 2015 héldu Samtökin ’78 nýyrðakeppnina Hýryrði, þar sem leitast var við að snúa hinum ýmsu hinsegin orðum yfir á íslensku. Þar voru nokkrir flokkar er tengdust kyntjáningu, kynvitund og kynhneigð og ókyngreind frændsemisorð. Hugtakið kynsegin var þegar til á þeim tíma en það er þýðing á enska orðinu „genderqueer” og er líka notað yfir „non-binary“ í daglegu tali. I keppninni kom fram aragrúi af nýjum og skemmtilegum orðum á borð við vífguma og dulkynja (e. androgynous), flæðigerva (e. genderfluid), tvígerva (e. bigender), algerva (e. pangender), eigerva/ógerva (e. agender), eikynhneigð (e. asexual), kærast, vin og bur (í stað sonur eða dóttir). Togstreitan og skrímslavœðingin Á undanförnum árum hefur mikil gróska verið í réttindabaráttu og sýnileika trans fólks. Slíkt má að hluta til rekja til aukinnar umræðu og sýnileika trans fólks, sem hefur sömuleiðis haft í för með sér ákveðið bakslag. Hreyfingin hefur stækkað svo um munar og innan hennar eru nú fjölbreyttir hópar fólks sem eiga það sameiginlegt að kynvitund þeirra er ekki í samræmi við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Þetta þýðir að ýmsir hópar hafa safnast saman undir trans regnhlífinni og má þar sérstaklega nefna kynsegin fólk, sem er trans fólk sem skilgreinir sig ekki, eða ekki eingöngu, sem karl eða konu. Líkt og gerst hefur hjá öðrum hreyfingum sem hafa stækkað hratt hefur skapast togstreita innan trans samfélagsins um hin ýmsu málefni. Ekki eru allir á sama máli um hver geti talist falla undir trans regnhlífina og ákveðinn hópur trans kvenna og trans karla hefur dregið í efa að fólk geti talist trans nema að það sé karlar eða konur og vilji undirgangast kynleiðréttingarferli. Slík togstreita hefur sem betur fer ekki verið jafn áberandi hérlendis og víða erlendis en Trans Island er í dag opið öllu trans fólki, burtséð frá kynvitund eða kyntjáningu. I sögu Trans Islands hefur það í raun aldrei komið til greina að þrengja svið Trans Islands eða meina trans fólki aðgöngu að félaginu. Vert er að nefna að kynleiðréttingarferli eða aðlögunarferli er mjög persónubundið og margbrotið. Málið er ekki svo einfalt að fólk mæti og bóki aðgerð á mánudegi og skelli sér svo á föstudegi. Að taka þá ákvörðun að fara í slíkt ferli er afdrifaríkt og segja má að ferlinu ljúki aldrei þar sem fólk sem undirgengst hormónaferli þarf alltaf að taka hormóna. Trans fólk kemur sömuleiðis endurtekið út sem trans eða þarf að útskýra fyrir fólki að það sé trans. Ferlið felur því í sér ævilanga baráttu fyrir viðurkenningu og sömuleiðis not á heilbrigðisþjónustu af einhverju tagi. Ferlið felur í sér félagslega þætti á borð við að tilkynna vinum og vandamönnum hvað sé í vændum, velja sér nýtt nafn, byrja að nota annað fornafn og hugsanlega breyta um kyntjáningu sem fólki líður betur með. Læknisfræðilegi hlutinn getur svo verið allt frá hormónameðferðum yfir í andlitsaðgerðir eða brjóstauppbyggingu, toppaðgerðir (brjóstnám fyrir trans karla, sem er með öðru sniði en hefðbundið brjóstnám) og kynfæraaðgerðir. Það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum og fjölmargir þættir spila þar inn í. Það skýtur því skökku við að setja kröfur sem fólk þarf að uppfylla til þess að teljast vera trans, enda hefur trans fólk alla tíð barist gegn því að vera neytt til að falla að fyrirfram ákveðnum hugmyndum samfélagsins þegar kemur að kyntjáningu eða kynvitund. Öll ættum við að hafa rétt til þess að líða vel í eigin skinni og með eigin kyntjáningu og sem samfélag ættum við að leggja metnað okkar í að varðveita það frelsi. Uppgangur öfga-hœgri afla. Verður trans fólk skotmark popúlista? Á sama tíma og trans fólk hefur hlotið mun meiri viðurkenningu innan íslensks samfélags en áður hefur rísandi alda öfga-hægri afla og áróðurs haft áhrif á trans fólk hérlendis. I nóvember 2018 var trans konu vísað af skemmtistað fyrir að vera „gaur í kellingapels” og tvisvar hefur verið ráðist á trans konu á undanförnum misserum fyrir það eitt að vera trans. Reyndar er slíkt ekki í fyrsta skipti sem ofbeldi gagnvart trans fólki kemst í fjölmiðla en árið 2007 var trans kona nærri kyrkt til bana á íslandi af tilvonandi elskhuga er hann komst að því að hún væri trans. Árið 2012 var svo ráðist á trans karí fyrir að nota karlaklósettið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þess má geta að þetta eru eingöngu þau dæmi sem hafa ratað í fjölmiðla. Samkvæmt heimildum lögreglunnar hefur hatursglæpum gegn trans fólki farið fjölgandi en ekki er ljóst hvort um raunverulega fjölgun sé að ræða eða hvort undiraldan sé loks að koma upp á yfirborðið. Hatursglæpir gagnvart trans fólki hafa nefnilega ætíð verið til og hugsanlegt er að skýra megi þessa aukningu að hluta til með aukinni samfélagslegri umræðu sem leiðir til þess að trans fólki leiti frekar réttar síns. Á undanförnum árum hefur sömuleiðis myndast togstreita víða innan kvennahreyfingarinnar eða femínískra samtaka varðandi viðhorf gagnvart trans fólki og þeirra réttindabaráttu. Fámennir hópar áhrifamikilla kvenna í Bretlandi og í Bandaríkjunum hafa alið á andúð og fordómum í garð trans fólks á þeim grundvelli að krafa trans fólks um aðgengi að rýmum í samræmi við kynvitund þess ógni öryggi sís kvenna. Sú umræða hefur oft verið klædd í búning „áhyggja" og trans fólki lýst sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.