Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 12

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 12
12 Vorið 1994 hafði Margrét Pála Ólafsdóttir tekið við formennsku og einsett sér „að gera Samtökin ’78 að faglegum félagasamtökum," eins og hún orðaði það í viðtali við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur í 30 ára afmælisritinu. „Það var ekki í boði fyrir samtökin að vera áfram fámennur skemmtiklúbbur, í útjaðri samfélagsins." Ný kynslóð var tekin við og bar með sér nýjar áherslur. Klámsafnið sem trekkti svo að í árdaga fékk að fjúka og kynlífsrólan sem hangið hafði í kjallara Lindargötunnar sömuleiðis. Af sérhæfðari starfsemi og auknum opinberum umsvifum leiddi enn fremur að hlutverk sjálfboðaliða og félagsmanns tóku að greinast í sundur. Ekki voru allir félagar sáttir við þessar breytingar, sérstaklega ekki þeir sem höfðu borið skemmtanalífið uppi á fyrstu árunum. Matthías Matthíasson var hluti af kynslóðinni sem tók við um þetta leyti. Hann kom fyrst á vettvang árið 1994 og tók þátt í starfseminni með einhverjum hléum alit fram til ársins 2016. Matthías minnist þess að á tíunda áratugnum hafi orðið miklar breytingar í átt að aukinni fagvæðingu. „Þessi grasrótarfílingur sem var í gangi þegar ég kom inn á Lindargötuna fyrst, hann var svolítið að rninnka." Rík áhersla var lögð á að byggja upp Samtökin sem baráttufélag fyrir mannréttindum, sem skilaði sér í fjölda réttarbóta á sviði fjölskyldulöggjafar og verndar gegn hatursorðræðu á síðustu árum 20. aldar. Að vissu leyti var þetta stefnubreyting en um leið ákveðið afturhvarf til hinna metnaðarfullu hugsjóna sem „fótboltafélagið" hafði sett sér í upphafi. Vaktaskiptin á fyrri hluta tíunda áratugarins urðu heldur ekki þau síðustu. „Hópurinn þarna fyrst, Kristín Sævars og fleiri einstaklingar, voru mjög kappsfullir alveg í byrjun og voru í svolítinn tíma,“ rifjar Matthías upp um félaga sína í baráttunni á tíunda áratugnum. „En svo verða skil upp úr aldamótum." Matthías gegndi formennsku árið 1999-2000 og tók sér svo nokkurra ára hlé til að sinna öðrum verkefnum. „Þegar ég kem aftur er kominn alveg nýr hópur. Þá var eiginlega enginn eftir af þeim sem höfðu verið áður.“ Það var einmitt um þetta leyti sem næsta bylgja fagvæðingar átti sér stað. Nú var áherslan ekki síst á hlutverk Samtakanna sem þjónustuaðila fyrir félagsfólk, meðal annars með stofnun formlegrar ráðgjafarþjónustu þar sem faglært fólk veitti viðtöl (Matthías varð síðar einn þessara ráðgjafa). I 30 ára afmælisritinu er einmitt fjallað um Samtökin sem „fjölbreytta þjónustustofnun" sem þurfi að geta sinnt ýmsum þörfum skjólstæðinga sinna. Breytingar á eðli starfseminnar, úr félagslegu athvarfi í átt að hagsmunabaráttu og faglegum þjónustuaðila, hafa eflaust átt sinn þátt í því að sjálfboðaliðar stöldruðu skemur við en á fyrstu árunum. En á þriðja og fjórða áratug starfseminnar hafði aukið andrými í samfélaginu einnig sitt að segja. Fríða Agnarsdóttir hóf að venja komur sínar á Laugaveginn í kringum árið 2005. Hún mætti þar á barinn á opnum húsum og var fljótlega farin að standa vaktina fyrir innan barborðið. Að sögn Fríðu höfðu breytingar á tíðaranda mikil áhrif á aðsókn í félagsmiðstöðina. „Það voru komnir fleiri staðir fyrir hinsegin fólk, og það kom tímabil þar sem það virtist ekki vera eins mikil þörf.“ Samtökin voru ekki lengur eina athvarfið sem fólk átti. Eins hafa einstaklingar alla tíð ofreynt sig í störfum fyrir félagið, orðið frá að hverfa vegna heilsu og gengið í gegnum það sem nú er gjarnan nefnt „kulnun", þótt það orð hafi lengst af ekki verið notað. Á fyrstu árunum átti fólk ekki í mörg hús að venda þótt álagið af því að tilheyra jaðarsettum hópi gæti verið sligandi. Félagslega andrýmið sem skapaðist þegar baráttan tók að skila árangri átti eflaust sinn þátt í því að þau sem ofreyndu sig gátu horfið frá þegar þau þurftu á því að halda. Athuörf ný og gömul Athvarfið sem Samtökin ’78 buðu skipti þó enn gríðarmiklu máli, sérstaklega fyrir einstaklinga sem voru að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum eða félagslega einangraðir að öðru leyti. Þegar húsnæði Samtakanna lokaði til lengri eða skemmri tíma gat það því haft mikil áhrif á þátttöku fólks í starfinu og afstöðu þess til félagsins. Fríða minnist þess að breytingar á barnum á Laugaveginum sumarið 2010 hafi lagst illa í marga félaga. „Húsnæðið var lokað í það langan tíma að mörgum fastakúnnum fannst þetta fáránlegt." Þorualdur Kristinsson, Fríða Agnarsdóttir og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir búa bókahillur af bókasafni Samtakanna ’78 undir flutninga ó nýtt heimili. Hillurnaruoru seldar bókasafni Fjallabyggðar ó Ólafsfirði þegar samtökin gófu Borgarbókasafni og Þjóðarbókhlöðu bókakost sinn órið 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.