Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 18
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Tuttugu ár eru ekki langur tími til að bregð- ast við þeirri ógn sem blasir við. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur barist með kjafti og klóm gegn þeim málum sem hann hefur sjálfur lofað að fram- kvæma. Ekki er mjög líklegt að hið fremur værukæra mannkyn hafi tekið kipp við nýlegar fréttir um að innan tuttugu ára gæti norðurskaut-ið orðið íslaust að sumri til. Eins og Stöð 2 sagði frá í fréttatíma sínum síðastliðið þriðjudagskvöld er þetta hin nöturlega niðurstaða eftir umfangsmesta vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á norðurskautið. Honum er nýlokið eftir að hafa staðið í ár og tugir vísindamanna, víðs vegar að úr heiminum, tóku þátt í honum. Breytingarnar á norðurskautinu gerast mjög hratt og þær skipta sannarlega máli fyrir veðurfar um allan heim. Ofsaveður munu verða enn tíðari en nú er og valda skelfilegum hörmungum. Tuttugu ár eru ekki langur tími til að bregðast við þeirri ógn sem blasir við. Ótal ráðstefnur hafa verið haldnar á síðustu árum þar sem sérfræðingar vara við ógnvænlegri þróun í loftslagsmálum og almenningur er kvíðafullur vegna stöðunnar. Nútímabörn óttast þessa vá í sama mæli og börn kaldastríðsáranna óttuðust kjarnorku- styrjöld. Samt gerist svo að segja ekkert. Það lýsir góðum vilja að álykta og veifa mótmælaspjöldum og krefjast aðgerða en það nægir samt ekki. Þróunin á norðurskautinu hefur verið til umræðu í þó nokkurn tíma. Nú er komin tímamæling sem er sú að mann- kynið hafi tuttugu ár til að snúa þróuninni við með minnkun gróðurhúsalofttegunda. Markus Rex, leiðangursstjóri vísindaleiðang- ursins, segir að ekki sé öll von úti um að þetta takist. Ekki skal hér gerð tilraun til að lesa í huga þess ágæta manns en vel má ímynda sér að þótt hann tali kjark í mannkyn sé hann innst inni heldur vonlítill um að skelfilegri þróun verði snúið við. Svo margt þyrfti að breytast í lífsháttum okkar til að það takist og mann- kynið er gefið fyrir að hafa það eins gott og mögulegt og er. Nú er mannkynið upptekið við að fylgjast með tölum um COVID-smit og dauðsföll. Þegar COVID- tímabilinu lýkur er líklegt að mannkynið fyllist kæruleysislegri ofsagleði og missi sig í stjórnlausa eyðslu með tilheyrandi sóun og mengun. Langlíklegast er að ekkert sérstakt muni gerast í baráttunni gegn loftslagsvánni og tíminn líða án aðgerða. Með venjulegu millibili munum við ranka við okkur fyrir framan kvöldfréttir sjónvarpsstöðva þar sem okkur verður sagt að við höfum sautján ár til að forða því að norðurskautið verði íslaust… tólf ár… sjö ár… þrjú ár… Eitt kvöldið kemur síðan fréttin að um hásumar sé norðurskautið nú orðið svo til íslaust. Þá andvörpum við og minnumst allra fréttanna sem hafa dunið á okkur árum saman um ofsaveðrin sem hafa kostað fjölda mannslífa og valdið gríðar- legu tjóni. Já, hugsum við, það hefði átt að bregðast við meðan enn var tími til. Og við hristum höfuðið og botnum ekkert í af hverju það var ekki gert. Við höfum vissulega rankað við okkur, en það gerðist bara of seint. Loftslagsváin vofir yfir okkur og mun ekki hverfa meðan viðbrögðin eru helst þau að sitja með hendur í skauti og aðhafast lítið sem ekkert. Enginn ís Fyrir kosningar árið 2013 sendi formaður Sjálf-stæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, bréf til allra eldri borgara. „Eldri kynslóðir verðskulda að búa við öryggi og góð lífsgæði,“ skrifaði hann. „Fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til að leiða næstu ríkis- stjórn munum við setja eftirfarandi mál í öndvegi.“ Svo lofaði formaðurinn meðal annars að íþyngja ekki öldruðum með ósanngjarnri skattlagningu, að afturkalla kjaraskerðingar hjá ellilífeyrisþegum, afnám tekjutengingar ellilífeyris og svo framvegis. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sitt umboð, en stóð hann við gefin loforð? Að sjálfsögðu ekki. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra. Þar á meðal eru þing- mál um afnám skerðinga vegna launatekna, 100.000 króna frítekjumark vegna lífeyristekna og að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með því að láta bætur almannatrygginga hækka í samræmi við launavísitölu í stað þess að miða við vísitölu neyslu- verðs. Þessum málum hefur margoft verið hafnað á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist með kjafti og klóm gegn þeim málum sem hann hefur sjálfur lofað að framkvæma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkur- inn siglir undir fölsku flaggi. Þingmenn flokksins hafa lengi talað um mikilvægi þess að draga úr ríkisafskiptum og fækka þeim sem eru á spena ríkisins. En þegar nánar er skoðað kemur allt annað á daginn. Síðustu ár hefur ríkið, undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, greitt um fimm milljarða króna til stjórnmálaflokka. Þótti flestum það nóg, en þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda tók hún þá ákvörðun að hækka styrki til stjórnmálaflokka um 127 prósent. Allir þingflokkar alþingis, fyrir utan Pírata og Flokk fólksins, samþykktu að skammta sér þessa peninga. Enda eru flestir stjórnmálaflokkar skuldum vafnir. Þetta kemur á ofan á þær óhóflegu launa- hækkanir sem þingmenn hafa fengið undanfarin ár. Á meðan bíða aldraðir enn eftir því sem þeim var lofað fyrir löngu. Undir fölsku flaggi Sigurjón Arnórsson framkvæmda- stjóri Flokks fólksinsHAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendingar lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019 Jú, víst! Bókatíðindi sigla ekki lygnan sjó eftir að í ljós kom að ein bókin sem átti að enda í jóla- pökkunum er hrein della. Útgáfan dularfulla Betaíota stendur fyrir bókinni Trölla- saga 21. aldarinnar. Um er að ræða 556 blaðsíðna bók eftir rafmagnsverkfræðinginn Artúr Butz. Er því haldið fram statt og stöðugt að kvikmyndin Opinberun Hannesar hafi aldrei verið gerð. Segir í bóka- tíðindum að Artúr hafi rakið í sundur atburðarásina og vísi á bug áróðri, ýkjum og skrök- sögum, í lokin komist hann að þeirri niðurstöðu að Opin- berun Hannesar sé einungis til í hugum fólks. Allir sem horfðu á Íslenskt bíósumar á RÚV vita þó sannleikann. Allir vinna Hin eilífa hringrás stjórn- sýslunnar heldur áfram í nýju frumvarpi atvinnumála- ráðuneytisins. Þar er kveðið á um að Húsnæðis- og mann- virkjastofnun taki að sér hlut- verk Neytendastofu á sviðum vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði. Þá verða þakrennur, burðar- þolsmælingar og hurðakarmar færð til Póst- og fjarskipta- stofnunar. Á móti verður fjölpósti, Nokia-símum og podköstum útvistað til Neyt- endastofu. Það verður enginn verklaus á meðan. 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.