Fréttablaðið - 29.10.2020, Síða 43

Fréttablaðið - 29.10.2020, Síða 43
BÍLAR BMW Group hefur tilkynnt um innköllun á nokkrum gerðum teng­ iltvinnbíla, framleiddum frá 20. janúar til 18. september á þessu ári. Nær innköllunin til jepplinga eins og X1, X2, X3 og X5 í tengiltvinnút­ gáfum ásamt sömu gerða 3,5 og 7­línu, 2­línu Active Tourer, i8 og Mini Countryman. Eins og fram kemur í leiðréttingu BL á bílavef mbl.is á innköllunin alls ekki við hvern einasta tengiltvinn­ bíl sem BMW og Mini hafa fram­ leitt. „Af þeim tengil tvinnbílum sem framleiddir voru á ofangreindu tímabili f lutti BL inn 53 og af þeim bíða 23 innköllunar í samráði við eigendur. Um er að ræða hugbún­ aðaruppfærslu, hleðslu og aflestur til að sannreyna nauðsynleg örygg­ isatriði,“ segir í leiðréttingunni. Mengaðar rafhlöður Er innköllunin vegna framleiðslu­ galla í raf hlöðu sem geta verið mengaðar af efnum sem ekki eiga að vera í þeim. Er talinn möguleiki á skammhlaupi vegna þessa og jafn­ vel íkveikju í verstu tilfellum. Alls er um 26.700 ökutæki að ræða á markaðssvæðum víða um heim. Ford hefur nýlega innkallað Kuga tengiltvinnbíla en þeir nota rafhlöðu frá sama framleiðanda. Talsmaður BMW Group lét hafa eftir sér að búið væri að stöðva sendingar á tengiltvinnbílum fyrirtækisins sem hluta af fyrir­ byggjandi aðgerðum. „Innri rann­ sókn hefur leitt í ljós að í örfáum tilfellum hafi smáagnir komist inn í rafhlöðurnar í framleiðsluferlinu. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin getur það leitt til skammhlaups, sem gæti leitt til bruna. BMW biður kaup­ endur afsökunar, en öryggið þarf að koma á undan öllu öðru,“ sagði talsmaður BMW Group. BL innkallar 23 tengiltvinnbíla Tæplega helmingur þeirra BMW tengiltvinnbíla sem BL flutti inn á tíma- bilinu eru innkallaðir en vinælastir þeirra eru X3 og X5 jepplingarnir. Há markaðshlutdeild raf bíla og tengiltvinnbíla á Íslandi er farin að vekja athygli út fyrir landsteinana. Í grein á vefmiðlinum InsideEVs er fjallað um að Ísland sé komið í annað sæti í markaðshlutdeild teng iltvinnbíla (PHEV) á heims­ vísu á eftir Noregi. Þar er sagt að sala tengil tvinnbíla á fyrstu níu mánuðum ársins sé 3.170 bílar sem er 43% af heildarsölu, en markaðs­ hlutdeild þeirra í Noregi er 71%. Einnig er fjallað um að Tesla Model 3 sé mest seldi bíllinn á Íslandi, en 289 voru seldir í síðasta mánuði, og 742 það sem af er árinu. Þar vekur athygli blaðamanns Inside EVs að VW ID.3 sé í öðru sæti með 42 bíla í september og í þriðja sæti sé Toyota RAV4 Prime tengil tvinnbíllinn. Birtir vefmiðillinn einnig töf lu yfir vinsælustu hlaðanlegu bílana, þar sem að Mitsubishi Outlander PHEV er í öðru sæti með 381 bíl á árinu og Audi e­Tron í þriðja með 198 bíla. Ísland í öðru sæti yfir sölu tengiltvinnbíla á heimsvísu Mitsubishi Outlander PHEV er vin- sælasti tengiltvinnbíllinn á Íslandi og er seldur víðar en hjá Heklu. Mercedes­Benz merkið hefur keypt stærri hlut í breska bílamerkinu Aston Martin og aukið hlut sinn úr 2,6% í 20% fram að árinu 2023. Aston Martin hefur verið að ganga í gegnum erfiða tíma að undan­ förnu síðan merkið fór á markað fyrir tveimur árum. Eru bréfin sem Mercedes­Benz keypti metin á rúma 52 milljarða króna. Sem hluta af þessum samningi mun Aston Martin útfæra tækni­ samning sinn við þýska merkið en Aston Martin hefur notað vélar frá AMG í bíla sína síðan 2013. Mun Aston Martin nú geta nýtt sér lykil­ tækni eins og undirvagna sem bjóða upp á rafútfærslur og tengiltvinn­ bíla. Aston Martin er nýbúið að setja fyrsta jepplinginn sinn á markað sem kallast DBX. Í ágúst tók fyrr­ verandi yfirmaður Mercedes­AMG, Tobias Moers, við sem forstjóri Aston Martin. Benz kaupir stærri hlut í Aston Martin Aston Martin DBX er með öflugri V8 bensínvél en gæti fengið undirvagn frá Mercedes sem leyfði sparneytna en jafnöfluga tengiltvinnútfærslu. Fyrstu myndir af Porsche Macan EV hafa nú birst almenningi, en ef laust er þess ekki langt að bíða að þessi bíll verði kynntur. Bíllinn er byggður á nýjum undirvagni og verður annar bíll Porsche sem er alveg rafdrifinn. Um aðra kynslóð bílsins er að ræða og eins og sjá má af myndinni er bíllinn með meira kúpulagi en áður auk þess að taka útlitseinkenni frá Taycan­rafbílnum. Er hugmynd­ in hjá Porsche að bjóða nýja bílinn sem rafbíl samhliða fyrri kynslóð­ inni. Munu kaupendur þannig geta valið raf bíl í nýja bílnum eða bíl knúinn brunahreyfli. Þrátt fyrir dulbúnað kringum framljósin má sjá að þau eru mun þynnri en áður sem er eins og á Taycan­bílnum. Að aftan er einn­ ig nýr ljósabúnaður auk stillanlegs afturvængs. Kemur á markað 2021 Porsche Macan EV mun koma á markað seint á næsta ári sem 2022 árgerð og verður á nýja PPE­rafbíla­ undirvagninum. Ekki er mikið vitað um þessa nýju gerð fyrir utan það að undir­ vagninn býður upp á sama 800 V rafkerfi sem styður 350 kW hleðslu­ stöðvar. Undirvagninn mun einnig geta farið undir stærri ökutæki svo búast má við honum í næstu kyn­ slóð Cayenne til að mynda. Búast má við að nýi bíllinn hafi jafnvel yfir 500 km drægi enda þarf hann þess til að geta talist samkeppnishæfur. Helstu keppinautar hans verða Tesla Model X, Ford Mustang Mach E og Jaguar I­Pace svo eitthvað sé nefnt. Rafdrifinn Macan næst á mynd Flestir bílaframleiðendur hamast nú við að koma á markað rafjepplingum af sportlegra taginu. Stutt er í alvöru samkeppni á þeim markaði og auðvitað getur sportbílaframleiðandinn Porsche alls ekki sleppt því að taka þátt. Porsche hefur þegar sagt að slíkur bíll sé í þróun í líki Macan fyrir 2022. Kúpulagið á nýjum Macan er áberandi sem og Taycan-framljósin undir felubúnaðinum. MYND/AUTO EXPRESS Jagúar hefur frumsýnt andlits­ lyftingu á E­Pace jepplingnum og í leiðinni er von á honum með nýjum undirvagni. Mun það þýða að bæði tvinnútgáfur og tengiltvinnbíll sé á leiðinni. Áður notaðist bíllinn við gamlan undirvagn frá Ford sem kallast D8 svo að breytingin fyrir bílinn er talsverð og meiri en gerð var á F­Pace í fyrra. Er í raun og veru um sömu breytingar að ræða og Land Rover gerði á Discovery Sport og Range Rover Evoque í fyrra. Að sögn Jagúar hefur breytingin mikil áhrif á aksturseiginleika bíls­ ins með því að nota stífari undir­ vagn með betra fjöðrunarkerfi en aðallega er það val á vélbúnaði sem skiptir máli fyrir bílinn. Alls verða sex af sjö nýjum vélum nú í boði í tvinnútgáfum af einhverju tagi. Sú sem skiptir mestu máli fyrir Jagúar er tengiltvinnútgáfa með 197 hestaf la 1,5 lítra bensín­ vél og 107 hestaf la rafmótor við afturdrifið. Verður sú útgáfa 6,1 sekúndu í hundraðið sem þýðir að um öf lugasta E­Pace hingað til er að ræða. Hann verður með 15 kWst raf hlöðu undir farangursrýminu og verður hann með 55 km drægi á rafmagninu eingöngu. Þrjár bensín­ útgáfur með mildri tvinnútfærslu verða einnig í boði og nota þær allar tveggja lítra bensínvélina. Eru þær 197, 246 og 296 hestöfl með níu þrepa sjálfskiptingu og fjórhjóla­ drifi. Að innan má sjá sömu breytingar og á öðrum Jagúarbílum hingað til. Bíllinn verður kominn með Pivi Pro upplýsingakerfið með 11,4 tommu snertiskjá. Apple CarPlay og Andro­ id Auto verður nú staðalbúnaður og mun bíllinn geta uppfært hugbúnað sinn gegnum netið. 12,3 tommu skjár verður í mælaborðinu sjálfu auk þess sem að nýr framrúðuskjár verður í boði. Loks verður bíllinn með fullkomnara myndavélakerfi en áður, bæði fyrir akreinavara og 360° myndavélina. Að utan eru breytingarnar minniháttar og snú­ ast helst um dæmigerðar breytingar á stuðara og grilli ásamt nýjum díóðuljósum allan hringinn. Hægt verður að panta bílinn strax þótt nýjar gerðir hans muni ekki birtast fyrr en á næsta ári. Jagúar E-Pace fær tvinnútfærslur Tiltölulegar litlar breytingar eru á bílnum að utan en þeim mun meiri undir- niðri með nýjum undirvagni og meira úrvali véla með tvinnútfærslum. Tengiltvinnútgáfan verður með 197 hestafla 1,5 lítra bensínvél og 107 hestafla rafmótor við afturdrifið. Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27F I M M T U D A G U R 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.