Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 26
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Framhald af forsíðu ➛
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXX 2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RGÓLFEFNI
Hjá Parka hefur vöruúrvalið aldrei verið meira. „Við hjá Parka höfum breikkað
vöruúrval okkar mikið undan-
farin ár. Engu að síður höldum við
fast í grunninn og leggjum mikla
áherslu á að vera með gott úrval af
viðarparketi. Að mínu mati jafnast
ekkert gólfefni á við ekta parket
hvað útlit, hlýju og mýkt varðar.
Við erum sennilega með í kringum
50 mismunandi tegundir af parketi
til sýnis hér í sýningarsal okkar á
Dalvegi. Langmest af okkar parketi
er fullmeðhöndlað og þá yfirleitt
lakkað með möttu lakki beint frá
framleiðanda og því ekkert viðhald
á efninu. Einnig bjóðum við upp á
olíuborið parket. Því þarf að halda
við og viðhaldsolíubera helst á
hverju ári en það fer að sjálfsögðu
eftir notkun,“ segir Steingrímur
Gústafsson, markaðsstjóri hjá
Parka.
Harðparket og vínylparket hafa
notið mikilla vinsælda en það eru
gólfefni sem þola mikið álag, risp-
ast ekki svo auðveldlega auk þess
að vera vatnsþolin.
„Það nýjasta í vínylparketi hjá
okkur er efni sem heitir Specta
og kemur með áföstu undirlagi.
Kosturinn við það er að leggja má
vínylparketið yfir flísar og fleiri
gólfefni. Misfellur í gólfi mega vera
allt að 5 mm og leggja má efnið á
400 m2 flöt samfellt, án þenslu-
raufar. Spectra er með 21 dB hljóð-
dempun og hentar því einstaklega
vel í fjölbýlishúsum og þar sem
hljóðkröfur eru miklar. Það hentar
á öll gólf, meira að segja baðher-
bergi þar sem það þolir vatn og
raka einstaklega vel. Vínylparketið
er einnig mjög vinsæl lausn fyrir
fyrirtæki og stóra sali,“ upplýsir
Steingrímur.
Hjá Parka er einnig til mikið
úrval af hágæða ítölskum flísum
á lager, veggfóðri, þýskum yfir-
felldum innihurðum og stökum
mottum. „Við höfum sérhæft okkur
í kerfisloftum ásamt ýmiss konar
lausnum hvað hljóðvist varðar.
Með þetta breiða vöruúrval að
vopni er mikið um að viðskipta-
vinir okkar vilji fá tilboð í heildar-
pakkann á heimilið sitt. Fólki
finnst þægilegt að þurfa ekki að
keyra um allan bæ, heldur geta
borið allt saman á sama stað og
verið í samskiptum við einn sölu-
mann,“ segir Steingrímur.
Náttúrulegir tónar vinsælir
Þegar talið berst að því hvernig
parket sé í tísku þessa dagana segir
Steingrímur að það sé afar mismun-
andi eftir hverju fólk sé að sækjast.
„Það fer oftar en ekki eftir stíl
húsnæðisins hverju sinni. Við
bjóðum upp á parket með mörgum
mismunandi áferðum. Sumir leita
eftir sléttu viðarparketi sem er
nánast eða alveg kvistalaust og
aðrir vilja grófara viðarparket með
burstaðri áferð, stórum kvistum
og meira lífi. Náttúrulegu tónarnir
hafa tekið svolítið við aftur af gráu
tónunum, sem hafa verið í tísku
undanfarin ár. Þessi náttúrulegi
eikarlitur ásamt ljósri eik hafa verið
mjög vinsælir undanfarið. Vinsæl-
ustu tegundirnar af harðparketi hjá
okkur eru breiðir og langir plankar
en það er útlit sem okkar viðskipta-
vinir eru oftast að leita eftir. Þá ertu
með færri samskeyti og parketið
flýtur betur í rýminu ef við getum
orðað það sem svo,“ segir hann.
Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar
parket er keypt, enda stór fjár-
festing og eitthvað sem er komið til
með að vera á gólfinu á heimilum
eða fyrirtækjum. „Ef við tölum um
viðarparket þá þarf til að mynda að
hafa í huga hversu þykkur viðar-
spónninn er og hversu mikil harka
er í efninu. Einnig er gott að gera
það upp við sig hvort maður vilji
lakkað parket og þar með sleppa
við viðhald eða þá olíuborið efni
sem þarf að viðhalda. Einnig skiptir
máli hversu margar umferðir eru
farnar af lakki en flest okkar parket
er lakkað 5-7 sinnum í verksmiðju.
Ábyrgð er líka eitthvað sem skiptir
viðskiptavini okkar miklu máli og
í flestum tilfellum er að minnsta
kosti 25 ára verksmiðju ábyrgð á
okkar parketi. Ef fólk er viðkvæmt
fyrir því að það sjáist á parketinu þá
er sniðugra að kaupa burstað efni
en ekki slétt. Þá verða rispurnar
bara hluti af útlitinu. Persónulega
finnst mér parket fyrst flott þegar
farið er að sjást aðeins á því. Þá
er kominn karakter í það og ljóst
að einhver býr á heimilinu,“ segir
Steingrímur.
Sléttasta loft sem völ er á
„Það nýjasta hjá okkur er loftadúk-
ur en hann hefur notið gríðarlegra
vinsælda, enda sléttasta loft sem
völ er á, á markaðnum í dag. Dúkur-
inn er strekktur upp á lista og
uppsetning er tiltölulega fljótleg og
einföld. Um er að ræða sérstaklega
umhverfisvæna lausn sem inni-
heldur ekki PVC-efni. Auðvelt er að
taka út fyrir lýsingu og samskeyti
eru ekki áberandi ef að skeyta
þarf dúkunum saman. Dúkurinn
dregur ekki í sig ryk og auðvelt er
að þrífa hann. Einnig eru miklir
möguleikar varðandi hljóðvist en
þá eru steinullarplötur festar upp í
loft og dúkurinn svo strekktur yfir
þær,“ segir Steingrímur og bætir við
að ekki sé vafi á að loftadúkurinn
eigi eftir að spara mörgum tíma og
vinnu við að slétta loft í húsum.
Hágæðainnréttingar
frá Frakklandi
Hjá Parka fást hágæðainnrétt-
ingar frá franska vörumerkinu
Schmidt. „Við getum útvegað
eldhúsinnréttingar, baðinnrétt-
ingar og fataskápa. Hver innrétting
er sérsmíði fyrir hvern og einn og
taka innanhússhönnuðir okkar
vel á móti viðskiptavinum í nýjum
og glæsilegum sýningarsal okkar.
Gríðarlegt úrval er í frontum og
ein helsta sérstaða Schmidt er
óhemjumikið úrval af litum og
spónartegundum. Þetta býður upp
á mikinn fjölbreytileika í efnisvali.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar
upp á hönnunarþjónustu eftir
þeirra óskum gegn vægu gjaldi
sem gengur svo upp í kaupin.
Afgreiðslutími hjá Schmidt er
almennt um átta vikur og koma
innréttingarnar fullsamsettar
til landsins,“ segir Steingrímur
og bætir við að allur frágangur
hjá Schmidt sé til mikillar fyrir-
myndar og brautirnar þær bestu í
heiminum í dag.
En hvað er gott að hafa í huga við
kaup á innréttingu?
„Þar skiptir máli að heildar-
myndin á heimilinu komi vel út.
Þetta þarf allt að passa saman og
kosturinn við sýningarsal okkar
er að hér er allt til staðar til að
bera saman. Auðvelt er að bera
saman frontinn á innréttingunni
við parket, f lísar og innihurðir hjá
okkur, svo dæmi sé tekið,“ svarar
Steingrímur.
En eru teppi að komast í tísku
aftur?
„Já, teppin hafa notið mikilla
vinsælda hjá okkur. Við eigum
til á lager marga mismunandi liti
og áferðir. Teppi á heimastiga og
stigaganga er einföld, slitsterk og
góð lausn sem bætir hljóðvist og
eykur mýkt. Það heitasta í teppum
hjá okkur í dag eru svokölluð kósí
teppi, það er að segja teppi með
háu flosi og hefur það færst mikið
í aukana að fólk er að teppaleggja
hjá sér herbergi. Einnig getum
við sniðið teppi eftir máli og búið
til úr þeim mottur en þá földum
við kantana fyrir viðskiptavini.
Teppaflísar eru einnig mjög vinsæl
lausn fyrir skrifstofur og fyrir-
tæki,“ segir Steingrímur að lokum.
Gólfefnin
skipta öllu
máli á fallegu
heimili. Hér
setur parketið
glæsilegan svip
á umhverfið.
MYNDIR/GUNNAR
SVERRISSON
Hægt er að velja um margar mismunandi tegundir af veggfóðri hjá Parka.
Það nýjasta hjá Parka er loftadúkur sem hefur notið gríðarlegra vinsælda.
Steingrímur
Gústafsson,
markaðsstjóri
hjá Parka.