Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 52
Anna Jóna Dungal hefur verið búsett í Berlín síðustu árin og starfar þar í músík­bra nsa nu m. Hú n byrjaði nýverið með hlaðvarp þar sem hún fær til sín góða gesti úr bransanum sem eru búsettir í Berlín, en margir Íslend­ ingar úr listabransanum hafa flust þangað búferlum síðustu árin. „Bróðir minn bjó í Berlín þegar ég var unglingur og á meðan ég var í menntaskóla kom ég oft hingað í heimsókn til hans. Ég varð ástfangin af gróskunni í menningarlífinu og hvað allt er einhvern veginn hrátt og framkvæmanlegt.“ Saknar sundlauganna Hún vill meina að það sé fjölbreyti­ leikinn, viðhorfið og einstök stemn­ ing sem laði að. „Svo er auðvitað helsti kosturinn við að búa í Berlín hvað það er ódýrt að lifa og þess vegna hafa bæði lista­ fólk og sprotafyrirtæki sótt í borg­ ina. Gallinn er hins vegar að laun eru í lægri kantinum en lífsgæðin sem ég upplifi í Berlín eru miklu betri en ég hef nokkurn tímann upplifað á Íslandi, fyrir utan auðvitað yndis­ legu náttúruna okkar, jú og sund­ laugarnar,“ segir hún og hlær. Anna Jóna flutti út þegar hún fékk lærlingsstöðu hjá fyrirtækinu Sound Diplomacy árið 2014. „Við tóku mörg mismunandi tón­ listartengd verkefni þar til ég byrj­ aði að stunda nám við BIMM Berlin háskólann árið 2016. Í honum lærði ég svokallað Music Business en var alveg á fullu meðan ég var í náminu. Ég skipulagði tónleikahátíð, Berlin Midsommar Festival, stofnaði og rak mína eigin mánaðarlegu tón­ leikaröð, Basement Bash fyrir rokk­ og indí­bönd, kenndi námskeið fyrir tónlistarfólk sem er að byrja í bransanum, skipulagði tónsmíða­ búðir – og í raun bara allt sem ég komst í. Eftir að hafa unnið verk­ efnatengt með Better Things í mörg ár var mér svo boðið fullt starf hjá þeim í miðju samkomubanni. Að vera boðin draumavinnan þegar ég var í algjöru vonleysi, atvinnulaus heima á náttfötunum, var gjörsam­ lega ótrúlegt,“ segir hún. Better Things er kynningar­ og markaðsskrifstofa sem sérhæfir sig í að kynna tónlist í Þýskalandi. „Stofan hét áður Nordic by Nat­ ure, þar sem hún sérhæfði sig í að kynna norrænar hljómsveitir en á seinustu árum er kúnnahópur­ inn okkar orðinn svo alþjóðlegur. Ég hef í mörg ár tekið að mér að kenna námskeið á þeirra vegum og í gegnum það verkefni gerðum við okkur grein fyrir því hvað tónlistar­ fólk á oft erfitt með að ná utan um öll þau tækifæri sem bjóðast. Þess vegna byrjuðum við með Better Independent verkefnið þar sem ég er verkefnastýra,“ segir hún. Að sögn Önnu er sjálfstætt starf­ andi tónlistarfólk sístækkandi AÐ VERA BOÐIN DRAUMA- VINNAN ÞEGAR ÉG VAR Í ALGJÖRU VONLEYSI, ATVINNULAUS HEIMA Á NÁTTFÖT- UNUM, VAR GJÖRSAMLEGA ÓTRÚLEGT. Fékk draumastarfið í miðju samkomubanni Nú á dögunum byrjaði Anna Jóna Dungal með nýtt hlaðvarp en hún er búsett í Berlín þar sem hún starfar sem verkefnastýra í músíkbransanum. Í hlaðvarpinu fær hún til sín tónlistarfólk og spyr það spjörunum úr um tónlistina og bransann. Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is Anna Jóna segist sérstak- lega sakna sundlauganna á Íslandi. MYND/JIM KROFT hópur innan bransans. „Bransinn er sjálfur síbreytilegur og því er okkar markmið að leið­ beina hverjum þeim sem vill kynna sér allar þær mismunandi leiðir sem eru í boði. Það er svo miklu auð­ veldara að skilja þegar maður sér heildarmyndina.“ Einstakur miðill Nú á dögunum byrjaði Anna Jóna með hlaðvarpið Better Independ­ ent. „Mér þykja hlaðvörp æðisleg því þar er hægt að fara virkilega ofan í kjölinn á málefnum. Í línu­ legu útvarpi þarf oftast að höfða til flestra en þeir sem kjósa að hlusta á Better Independent eru sérstaklega með áhuga á viðfangsefninu og vilja kafa dýpra. Þetta er líka frábær mið­ ill á tímum COVID­19 þar sem ég er sjaldnast að hitta fólk í persónu.“ Anna Jóna segir ferlið hafa gengið tiltölulega vel. „Ég kunni ekki neitt á upptöku og klippingu fyrr en við byrjuðum með þetta verkefni í sumar. Það er búið að vera skemmtileg áskorun að henda fullkomnunaráráttunni út um gluggann og læra jafnóðum.“ Fókus hlaðvarpsins verður blanda af reynslusögum og ráðleggingum frá sjónarhorni bæði listamanna og bransafólks. „Í næstu viku spjalla ég við Daða Frey um hvernig hann náði þessari velgengni en líka af hverju hann kaus að vera sjálfstæður, hvernig samninga hann er með og svo­ leiðis. Á komandi vikum fjöllum við svo um alls konar málefni, til dæmis hvernig skal nálgast sam­ félagsmiðla, hvernig „sync“ virkar, hvort tónlistarfólk þurfi virkilega á umboðsmanni að halda og margt fleira,“ segir hún. Draumur að fá Dolly og Billie Samhliða hlaðvarpinu eru í boði örnámskeið á netinu sem eru kölluð Online Knowledge Sessions. „Námskeiðin fara fram á ensku og eru kennd í litlum hópum. Þau eru hugsuð sem ítarleg greining og stefnumörkun fyrir hvers konar tón­ listarfólk, hvort sem það er að byrja ferilinn eða vill kynna sér nýjungar á markaðinum. Eins og er bjóðum við upp á námskeið þar sem fólki er leiðbeint með plötuútgáfu og hvernig best sé fyrir tónlistarfólk að þéna pening núna á þessum for­ dæmalausu tímum. Fleiri námskeið munu bætast við á næsta ári. Svo ef fólk er með sér­ stakar spurningar eða pælingar þá er alltaf hægt að bóka einkaráðgjöf,“ segir hún. En hver væri hennar drauma- gestur í hlaðvarpið? „Draumurinn væri að fá Dolly Parton og Billie Eilish saman í við­ tal,“ svara Anna Jóna án þess að hugsa sig um. Hlaðvarpið er hægt að nálgast á better­things.berlin. steingerdur@frettabladid.is 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.