Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 38
FÓTBOLTI „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fann­ ars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ segir Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, aðspurður hvernig megi útskýra skyndilegan áhuga ítalskra knattspyrnuliða á íslenskum ungstirn um. Andri Fannar varð fyrr á þessu ári sjötti Íslendingur­ inn til að leika í efstu deild á Ítalíu fyrir hönd Bologna og er elstur fjögurra Íslendinga hjá félaginu. Félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni fyrr á þessu ári og fékk Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiða­ blik, fyrr í þessum mánuði. „Áður fyrr hefur Ítalía ekki verið stór markaður fyrir Íslendinga. Hvað olli því veit ég ekki, en þetta er að breytast. Íslendingar eru dug­ legir, aðlagast vel og læra tungu­ málið þar sem þeir eru. Svo held ég að flestir taki undir það að íslenskir leikmenn eru liðsmenn, en ekki ein­ staklingsmiðaðir og það heillar. Ég á von á því að fleiri lið horfi til Íslands núna þegar þau sjá velgengni Norð­ urlandarbúa í deildinni.“ Albert Guðmundsson varð fyrsti Íslendingurinn til að leika í efstu deild ítalska boltans árið 1948. Birkir Bjarnason á að baki 51 leik í efstu deild á Ítalíu og Hörður Björg­ vin Magnússon tólf leiki, en Emil Hallfreðsson hefur verið í sérflokki á þeim báti með 178 leiki í Serie A. Bologna er með fjóra efnilega Íslendinga á sínum snærum, sem ættu að sjá leið inn í aðalliðið eftir velgengi Andra Fannars. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leik­ mönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur und­ anfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri.“ Að mati Magnúsar er Ítalía spennandi áfangastaður fyrir unga og efnilega leikmenn, en hér hefur helst tíðkast að leikmenn fari til Englands, Hollands og Skandinavíu. „Akedemíurnar þarna eru öflugar og strákarnir sjá að það er mögu­ leiki að ná lengra með því að fara út, sérstaklega þegar það virðist vera leið inn í aðalliðin. Svo læra þeir að vera atvinnumenn og standa á eigin fótum. Ef þú stendur þig vel á Ítalíu kemstu á radarinn hjá sterk­ ustu deildum heims, en ef hlutirnir ganga ekki upp í akademíu hjá liði í efstu deild ítalska boltans, er mjög líklegt að lið í Serie B hafi áhuga og lið í Skandinavíu.“ Aðspurður út í Andra Fannar, sagði Magnús að hann hefði gripið tækifærið með báðum höndum þegar það gafst. „Það var fram úr björtustu vonum að honum tókst að brjótast inn í aðalliðið á síðasta tímabili. Í knatt­ spyrnu þarf maður að vera réttur maður á réttum stað. Hann komst í leikmannahópinn, stendur sig vel á æfingum og fékk tækifærið sem hann nýtti til hins ýtrasta. Það getur orðið dýrt ef illa gengur og leik­ maður fær aðeins eitt tækifæri, en honum tókst að nýta það mjög vel.“ Í Serie B, næstefstu deild, eru Birkir og Hólmbert Aron Friðjóns­ son hjá Brescia, Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarka­ son hjá Venezia og Mikael Egill Ell­ ertsson hjá SPAL. Þá er Sveinn Aron Guðjohnsen á láni hjá OB í Dan­ mörku frá Spezia sem komst upp í Serie A fyrr á þessu ári. kristinnpall@frettabladid.is Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Stellar Nordic FÓTBOLTI Elías Már Ómarsson hefur verið iðinn við kolann í marka­ skorun með liði sínu Excelsior í hol­ lensku B­deildinni í knattspyrnu karla á þessu tímabili. Elías hefur skorað 10 mörk í fyrstu níu deildar­ leikjum liðsins og tvö mörk í einum leik í bikarnum. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja f lestalla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vana­ lega í tíuna þegar það við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Ég fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinn­ ing kemur,“ segir Elías Már í samtali við Fréttablaðið. „Við erum með fínt lið en það er engin krafa á það að fara upp um deild þó við gætum það alveg. Félag­ ið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum. Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Það er full­ ur skilningur á því en á meðan ég er hérna er ég með fullu einbeitingu á því að halda áfram að standa mig,“ segir sóknarmaðurinn sem skoraði 12 mörk síðasta vetur, níu þeirra eftir áramót með nýjum þjáfara. „Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði. Það eru fá félög að eyða miklum peningum í leikmenn vegna kórónaveirufaraldursins þannig að ég býst við því að klára tímabilið hérna og sjá svo til hvern­ ig staðan verður næsta sumar,“ segir hann um framtíðaráhorfur. Umræða hefur verið um hvort frammistaða Elías Más eigi að skila honum sæti í íslenska lands­ liðinu. Keflvíkingurinn segist lítið vera að velta því fyrir sér. „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað of boðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sig jafn vel og þeir hafa gert þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ segir Elías um mögulegt landsliðsval í framtíðinni. - hó Metnaðurinn liggur til þess að færa mig yfir í sterkari deild Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur byrjað tímabili af miklum krafti og er markahæstur í hollensku B-deildinni eftir níu leiki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Evrópska handknatt­ leikssambandið samþykkti í gær að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni Evrópukeppninnar 2020 að beiðni ísraelska handknatt­ leikssambandsins. Ekki hefur verið fundin ný dagsetning fyrir leikinn. Samkvæmt tölvupósti sem HSÍ barst í gær var þessi ákvörðun tekin vegna COVID­19 faraldursins. Ísra­ elar eigi erfitt með að koma hingað til lands vegna ferðatakmarkana og hættu á því að leikmenn liðsins þurfi að fara í einangrun að leik loknum. HSÍ sendi kvörtun til EHF í gær enda búið að leggja út töluverðan kostnað vegna leiksins auk þess sem afar óljóst er hvenær og hvort hægt sé að spila leikinn. Þá má reikna með töluverðum aukakostnaði við að spila leikinn á nýrri dagsetningu. Leik Íslands og Litháens hefur þó ekki verið frestað, sá leikur verður spilaður miðvikudaginn 4. nóvem­ ber kl. 19.45 í Laugardalshöll. – hó Frestuðu þvert á óskir HSÍ FÓTBOLTI Manchester United er búið að fara í framkvæmdir til að geta tekið á móti allt að 23.500 áhorfendum á Old Trafford en bíður enn leyfis frá breskum stjórnvöld­ um um að áhorfendur fái að mæta á leiki á ný. Tæplega þriðja hvert sæti yrði nýtt ef félagið fær heimild til að hleypa áhorfendum inn á ný. Félagið varð af mikilvægum tekjum á síðasta ári þegar ákveðið var að spila fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirufaraldursins. Fyrr á þessu ári var vonast til þess að félög á Englandi gætu fengið að hleypa áhorfendum inn á vellina í takmörkuðum fjölda í október líkt og þekkist í nágrannalöndunum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virtist gera út um þær vonir þegar hann sagði að takmark­ anirnar yrðu væntanlega í hálft ár til viðbótar. Í samtali við SkySports sagði Coll etta Roche, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá United (e. chief operating officer) að félagið hefði unnið eftir leiðbeiningum stjórn­ valda við að breyta vellinum til að gæta fyllsta öryggis. Hluti þess væri að hitamæla alla sem koma inn á völlinn og skipuleggja mismunandi tímasetningar sem hliðin opnuðu til að tryggja fjarlægð milli stuðn­ ingsmanna fyrir utan völlinn. – kpt Vilja 23 þúsund á Old Trafford Velgengni Andra styrkir trú Ít ala á íslenskum leikmönnum Alls eru níu Íslendingar á mála hjá ítölskum liðum þessa dagana, þar af fjórir hjá Bologna, þar sem Andri Fannar Baldursson varð fyrr á árinu sjötti Íslendingurinn til að leika í efstu deild ítalska boltans. Um- boðsmaður Andra segir velgengni hans hafa aukið áhuga annarra ítalskra liða á íslenskum leikmönnum. Andri Fannar hefur komið inn á sem varamaður gegn Lazio og AC Milan í upphafi tímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.