Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Qupperneq 27
Öldruð ekkja fannst látin ofan í frystikistu á heimili sínu í ágúst
1997 í smábænum Carthage
í Texas-fylki í Bandaríkj-
unum. Ekkert hafði spurst
til Marjorie Nugent, 81 árs,
svo mánuðum skipti og voru
aðstandendur hennar orðnir
áhyggjufullir. Það voru sonur
hennar og barnabarn sem
fundu líkamsleifar hennar
og var ljóst að andlát hennar
hafði borið að með saknæm-
um hætti.
Það reyndist auðvelt fyrir
lögreglu að upplýsa glæpinn.
Fyrsti maðurinn sem var
yfirheyrður vegna málsins,
Bernie Tiede, sem hafði verið
náinn vinur Marjorie um ára-
bil, játaði afdráttarlaust að
hafa ráðið Marjorie bana níu
mánuðum fyrr.
Málið virtist við fyrstu
sýn nokkuð klippt og skorið.
Morð hafði verið framið og
morðinginn játaði verknað-
inn á sig án nokkurra undan-
bragða. Hins vegar var málið
einstakt á heimsmælikvarða
vegna þess að Bernie Tiede
er ótrúlega viðkunnanlegur
maður og var þekktur fyrir
að vera með hjartað á réttum
stað. Íbúar í Carthage elskuðu
hann og dáðu og vildu ómögu-
lega horfa á eftir þessum ynd-
islega manni í fangelsi.
Saksóknarinn í málinu
hafði aldrei vitað annað
eins og til að tryggja það að
Bernie fengi þann dóm sem
hann átti skilið þurfti að færa
réttarhöldin í annað hérað
þar sem enginn hafði heyrt
minnst á Bernie Tiede, því
annars hefði aldrei fengist
kviðdómur sem væri tilbú-
inn að sakfella þennan við-
kunnanlega mann, fyrir þann
svívirðilega glæp sem hann
hafði játað á sig.
Hvers manns hugljúfi
Árið 1985 flutti Bernhardt
Tiede II, betur þekktur sem
Bernie, í smábæinn Carthage.
Þar var honum tekið opnum
örmum. Bernie var búldu-
leitur maður og vinalegur.
Nokkuð kvenlegur í fasi og
þó hann væri ekki kominn
út úr skápnum opinberlega,
töldu margir ljóst að Bernie
væri samkynhneigður. Ber-
nie varð strax hvers manns
hugljúfi í bænum. Hann var
virkur í samfélaginu, kenndi
í sunnudagaskólanum, sá um
messur í fjarveru prestsins í
bænum, var virkur í tónlist-
ar- og leiklistarstarfi háskól-
ans á svæðinu, söng í kórum
og sönghópum og var í jóla-
skreytinganefnd bæjarins.
Bernie starfaði sem útfarar-
stjóri. Hann sagði gjarnan að
tilgangur hans í lífinu væri að
hjálpa öðrum og birtist það vel
í störfum hans, þar sem hann
lagði mikla áherslu á að styðja
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
aðstandendur hinna látnu í
gegnum ástvinamissi, einkum
aldraðar ekkjur, sem höfðu
sérstakt dálæti á honum.
Köld og fráhrindandi
Það var einmitt þannig sem
hann kynntist Marjorie Nu-
gent. Eiginmaður Nugent lést
árið 1990 og sá Bernie um út-
förina. Marjorie var vellauð-
ug en þótti köld og fráhrind-
andi og í engu uppáhaldi hjá
þorpsbúum í Carthage.
Bernie tók Marjorie undir
sinn verndarvæng eftir jarð-
arförina. Urðu þau nánir vinir.
Marjorie dekraði við hann
með gífurlegum fjármunum
sínum og bauð honum nýtt
starf sem viðskiptastjóra fyrir
sig. Nýja starfið veitti honum
ótakmarkaðan aðgang að auð-
æfum hennar og nýtti hann
sér þá heimild óspart, jafnvel
meira en Marjorie sjálf hefði
kært sig um. Mörgum þótti
undarlegt að þessi vinsæli og
dáði maður hefði vingast við
þessa fráhrindandi konu, en
Bernie sagði þá gjarnan að
hann væri sá eini sem Marjo-
rie ætti að og hann gæti ekki
skorast undan þeirri ábyrgð.
Þau ferðuðust um heiminn
saman, fóru á leiksýningar,
á tónleika, í kirkju og töldu
margir að þau væru elskendur.
Skotin í bakið
Í nóvember 1996 skaut Ber-
nie Marjorie fjórum sinnum
í bakið og kom henni fyrir í
frystikistu. Um níu mánaða
skeið hélt Bernie lífi sínu
áfram eins og ekkert hefði
í skorist og kom með hinar
ýmsu lygar um fjarveru
Marjorie.
Eftir að Bernie játaði á sig
verknaðinn vildi þó enginn í
Carthage trúa því að Bernie
væri vondur maður. Marjorie
hafði verið óvinsæl og töldu
menn því að Bernie hefði haft
góða ástæðu til að gera það
sem hann gerði. Honum ætti
því ekki að refsa og hann ætti
að fá að halda áfram að auðga
samfélagið.
Saksóknari í málinu sá sér
ekki annað fært en að fá rétt-
arhöldin flutt frá Carthage,
til að tryggja óvilhallan kvið-
dóm. Kviðdómur í málinu tók
sér aðeins 20 mínútur til að
sakfella Bernie og dæma
hann til ævilangrar fanga-
vistar. Fjölmargir stuðn-
ingsmenn Bernies voru við-
staddir réttarhöldin og grétu
þegar Bernie hlaut dóm sinn.
Sérstakur aðdáendaklúbbur
Bernies var stofnaður í Car-
thage og þó í honum hafi
fækkað nokkuð í dag er hann
þó enn til.
En hvers vegna myrti Ber-
nie Marjorie? Sjálfur segir
hann að Marjorie hafi kúgað
sig og beitt sig harðræði.
Hafi hann varla mátt fara úr
augsýn hennar. Kvaðst hann
ekki hafa séð sér aðra leið
færa en að myrða hana til að
sleppa undan valdi hennar.
Líklega hefði Bernie komist
upp með glæpinn hefði hann
falið líkamsleifar Marjorie
betur, en hann sagði eitt sinn
í viðtali: „Ég gat ekki fengið
það af mér að yfirgefa hana,
ég var hennar eini vinur,“
og sagði enn fremur að hann
hefði beðið færis eftir að veita
henni almennilega útför.
Aðstandendur Marjorie
voru á öðru máli. Þeir telja að
Bernie hafi verið svikari sem
hafi svikið stórfé út úr ekkj-
unni öldruðu. Hafi Marjorie
komist á snoðir um svikin og
því hafi Bernie myrt hana.
Deildi ágóðanum
Óumdeilt er að Bernie eyddi
gífurlegu magni af auðæfum
ekkjunnar. Hins vegar eyddi
hann peningunum á óhefð-
bundinn máta. Hann styrkti
ungmenni í samfélaginu til há-
skólanáms, keypti hús handa
ungu pari í fjárhagserfið-
leikum, gaf til góðgerðarmála,
keypti bíla fyrir fólk í Car-
thage, keypti verslun sem var
á leið í þrot og hjálpaði manni
að opna fataverslun.
Og þetta eru aðeins fáein
dæmi um hvernig Bernie
nýtti fjármuni Marjorie í
þágu annarra. Hann eyddi
gífurlegum peningum í að
auðga samfélagið og styðja
við hina ýmsu menningar- og
viðskiptastarfsemi.
Kvikmynd um Bernie
Mál Bernies vakti athygli
kvikmyndagerðarmannsins
Richard Linklate. Richard fór
og heimsótti Bernie í fangelsi
og gerði um mál hans kol-
svörtu gamanmyndina Bernie
sem vakti mikla athygli. Með-
al þeirra sem kvikmyndin
vakti áhuga hjá var lögmaður
einn, sem taldi að Bernie
hefði ekki fengið sanngjarna
málsmeðferð fyrir dómi. Ber-
nie hefði nefnilega verið mis-
notaður sem barn. Því hefðu
kúgunartilburðir Marjorie
komið því til leiðar að Bernie
fór í tímabundið geðrof og
ekki verið vitandi vits þegar
hann myrti Marjorie.
Fallist var á endurupptöku
málsins og var Bernie sleppt
úr fangelsi á meðan málið
var tekið fyrir að nýju. Hann
flutti inn til Richards Link-
late og fékk um frjálst höfuð
að strjúka í tvö ár, áður en
hann var að nýju dæmdur í
ævilangt fangelsi árið 2016.
Enn eru margir þeirra
trúar að Bernie eigi ekkert
erindi í fangelsi. Hann er fyr-
irmyndarfangi og nýtur enn
mikilla vinsælda, aðstand-
endum Marjorie til mikillar
mæðu, en þeir hafa ötullega
barist fyrir því að endur-
heimta mannorð Marjorie,
sem er í kvikmynd Linklate
máluð sem hið versta skass
og margir þeirrar trúar að
hún hafi hlotið makleg mála-
gjöld. Bernie á rétt á reynslu-
lausn árið 2029, hann verður
þá 71 árs gamall. n
SAKAMÁL
GÓÐHJARTAÐI MORÐINGINN
Bernie Tiede myrti 81 árs ekkju og kom henni fyrir í frystikistu.
En enginn sem þekkti hann vildi sjá honum refsað fyrir brotið.
Bernie þykir með eindæmum viðkunnanlegur. MYND/AP PHOTO
Marjorie og
Bernie voru
nánir vinir
áður en hið
óhugsanlega
átti sér stað.
MYND/AP PHOTO
FÓKUS 27DV 30. OKTÓBER 2020