Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 32
Nicecream fyrir góðan nætursvefn Innihald: Frosnir bananar í bitum. Gott að nýta banana á síðasta séns í þetta, í hvert sinn sem banani sýn­ ir ellimerki er gott að afhýða hann, skera í bita og stinga í poka í frysti. Ég á alltaf risabirgðir af frosnum banana það er mikilvægt fæðu­ öryggisatriði. Takið banana úr frysti (fínt að miða við 1-2 banana á mann), leyfið að standa í stutta stund og setjið í matvinnsluvél eða blandara. Eftir 20 sekúndna þeyting er kominn þéttur, rjóma- kenndur ís. Á tyllidögum er hægt að bragðbæta t.d. með hnetu- eða möndlusmjöri, kaffidreitli, kakódufti, kanil eða þeim berjum sem ykkur finnast best. Klikkar ekki! MYND/GETTTY Sósubrjálæðingur með æði fyrir útivist Fjölmiðlakonan Guðrún Sóley hefur verið vegan undanfarin fjögur ár. Hún segir að lykillinn að góðri máltíð sé sósan og það skipti mestu máli að njóta þegar kemur að því að prófa sig áfram í veganisma. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Fjölmiðlakonan Guðrún Sóley Gestsdóttir hefur verið vegan í fjögur ár. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun fyrir dýrin og um­ hverfið. „Ég gat hreinlega ekki lengur fundið nein rök sem mæltu gegn því,“ segir hún. Guðrún Sóley gaf út mat­ reiðslu bók árið 2018, Græn­ kera krásir Guðrúnar Sóleyj­ ar, sem hlaut hin eftirsóttu Gourmand­verðlaun og var valin besta veganbók í heimi. Ekki gleyma að njóta Aðspurð hvort hún hafi ráð til þeirra sem vilja prófa sig áfram í vegan mataræði, seg­ ir Guðrún Sóley að það skipti mestu máli að njóta. „Þetta er svo skemmtileg breyting og gaman að prófa alla þá skrilljón valkosti sem eru í boði. Kannski sniðugt að byrja á einföldum nótum: Prófa fyrst valmöguleika á veitingastöðum, panta heim vegan borgara, pitsur og annað gæðafæði. Næsta skref væri að umkringja sig innblæstri, vegan­væða algó­ ryþmana með því að fylgja alls konar vegan týpum á samfélagsmiðlum,“ segir Guðrún Sóley og bætir við að Instagram sé endalaus gull­ náma. „Og byrja svo að prófa sig áfram á skemmtilegum og einföldum uppskriftum heima við, til dæmis þeim sem finna má á veganistur.is.“ Lykillinn að góðri máltíð Ef einhver veit hvernig á að setja saman góða vegan mál­ tíð, þá er það Guðrún Sóley. Hún segir að lykillinn sé sósa. „Ég er sósubrjálæðingur, finnst bara allt betra með margföldu magni af sósu. Líka kryddstyrkur, það þarf að vera bragð af matnum og mér finnst hressandi að leika mér smá með kryddin – kaupa nýjar tegundir og blanda saman á ólíka vegu. Góð vegan máltíð er raunar náskyld góðri annars konar máltíð, því það sem hverjum og einum finnst gott, má auð­ veldlega yfirfæra á vegan forsendur,“ segir hún. Þegar kemur að því að velja uppáhaldsmáltíð stend­ ur Guðrún Sóley frammi fyrir erfiðu vali. „Úff. Ægi­ legt að velja. Þó ég dái alls kyns flókna froðu­ og doppu delíkatessen matseld, þá finnst mér einfaldleikinn oft bestur. Gott ristað brauð með ilmandi ólífuolíu og smá salti finnst mér vera máltíð á heimsmælikvarða,“ segir hún. Útivist nauðsynleg Guðrún Sóley starfar sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og lýsir hefðbundnum degi í lífi sínu. „Ég er svo heppin að vera í dúndur­ skemmtilegri vinnu – dag­ arnir eru fjölbreyttir, við erum oftast á stökki milli staða að hitta listamenn og kynnast þeirra verkum og innblæstri. Þess á milli sit ég svo við tölvu og klippi, skrifa og skipulegg. Eftir vinnu reyni ég að koma einhvers konar útivist að. Fjallgöngur eru mitt uppáhald og fyrir mína parta hefur ferska loft­ ið og nálægð við náttúruna verið lífsnauðsynlegt víta­ mín á kóftímum. Suma daga er hundalabbitúr um hverfið öll útivistin, sem er alls ekki síðra,“ segir hún. n Matreiðslubók Guðrúnar Sóleyjar var valin besta veganbók í heimi. MYND/AÐSEND Matseðill Guðrúnar Sóleyjar Morgunmatur Hafragrautur með möndlusmjöri. Sem oft vill verða samt möndlu­ smjör með smá hafragraut. Millimál nr. 1 Suðusúkkulaði og kaffi. Hádegismatur Í kófinu frístæla ég bara eit t­ hvað heima við, set kannski hummus, vegan ost , falafel, salat og ófyrir gefanlegt magn af sriracha­sósu í vefju. Millimál nr. 2 Ný t t tvist á gamla klassík : Banani með tahini (sesamfræja­ smjöri). Þetta er smá tilbrigði við dýrðina sem er epli með hnetu­ smjöri, mæli með. Kvöldmatur Hér kemur tilbúinn matur oftar til skjalanna en ég kæri mig að viðurkenna. En er ekki rétt að styðja veitingastaði borgarinnar á þrengingatímum? Ég reyni að minnsta kosti að láta ekki mitt eftir liggja og kaupi pitsur, ind­ verskt, sushi og borgara eftir getu. Þegar ég elda er það oftast einfalt rjóma pasta eða BBQ­ búddaskál. Eftirréttur Nicecream. Helst öll kvöld. Það er bananaís sem tekur 20 sek­ úndur að útbúa, stútfullur af dá­ samlegum vítamínum og magn­ esíumi, sem margir vilja meina að tryggi góðan nætursvefn. Svo þessi ís er nokkurn veginn læknisráð sem best er að fylgja daglega. 32 MATUR 30. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.