Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 46

Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 46
41 . sambandi var unnið að því að koma upp tilraunaaðstöðu í fjár- húsunum á Hvanneyri, og hófust tilraunirnar haustið 1977. Þess- um tilraunum er ætlað að gefa svör við því, hver ávinningur er að því að leggja í kostnað við einangrun og góða loftræstingu húsanna eða hvort sú fjárfesting er óarðbær. Að tilraununum er staðið í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri og með fjárstyrk frá Byggingastofnun landbúnaðarins. Þá var síðastliðið vor unnið að söfnun upplýsinga um vinnu- þörf og skipulag í húsum við sauðburð. Þessar athuganir eru gerð- ar bæði með beinum tímamælingum og athugunum á bæjum, þar sem er skipuleg aðstaða, svo og með viðtölum við bændur. Gagnasöfn- un er nú að mestu lokið og skýrsla væntanleg á þessu ári. Þá var gerð athugun á notagildi sérstakra stía, sem eru innfluttar, en þær eru ætlaðar til að venja lömb undir ær. Dagana 23.-25. sept. var haldin ráðstefna að Hvanneyri á vegum N.J.F. um fjárhúsabyggingar. Tók bútæknideild þátt í undir- búningi hennar og lagði til þrjú framsöguerindi. Ráðstefnuna sóttu sérfræðingar frá öllum Norðurlöndum, m.a. flestallir bygg- ingafulltrúar hér á landi. Varðandi fjósbyggingar eru ýmis brýn verkefni, sem ekki hefur unnizt tími til að sinna. Má þar nefna athugun á hagkvæmni og notagildi mjaltabása og einangrunarþörf básgólfa. Á árinu lauk prófun á básmottum sem Hampiðjan framleiðir. Þá hófust einnig athuganir á ólíkum gerðum flórrista, sem settar hafa verið í Hvanneyrarfjós. Eins og á undanförnum árum voru haldnir nokkrir fundir með starfsmönnum Byggingastofnunar landbúnaðarins og bútækniráðunaut B.í. um ýmis tæknileg atriði varðandi útihúsabyggingar. Þá var í samvinnu við þá gerð úttekt á reynslu bænda af notkun flatgryfja og hvernig bezt sé að aðlaga þetta geymsluform gripahúsunum. FÓÐUREFTIRLITIÐ. Fóðureftirlit ríkisins var stofnsett með lögum árið 1968. Sex árum síðar var gefin út reglugerð við lögin. Lögin frá 1968 hafa nú verið endurskoðuð og samþykkt ný lög frá Alþingi (1977- 1978) um eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum, áburði og sáð- vörum og verzlun með þær vörur.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.