Fjölrit RALA - 06.11.1978, Side 63

Fjölrit RALA - 06.11.1978, Side 63
58 . Árið 1977 var starfslið aukið, svo að unnt væri að sinna forritun vegna tölvuvinnslu á gögnum úr beitarverkefninu, enda varð tölvunotkun vegna þess liðlega helmingur allrar tölvunotk- unar stofnunarinnar á árinu. Mikil þáttaskil urðu, þegar að fullu var hætt að nota IBM- 1620-tölvu háskólans síðsumars 1978. Tölvan var orðin nær 14 ára og löngu úrelt og ófullnægjandi. Árið áður hafði Reiknistofn-, un háskólans tekið í notkun IBM-360/30-tölvu, og snemma árs 1977 var tekin í notkun PDP-ll/45-tölva. Enn fremur varð aðgangur að IBM-370/145-tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR) greiðari, þegar reiknistofnunin fókk fjarvinnslustöð, sem tengdist henni, árið 1975. Ári síðar var á vegum reiknistofnunar, ekki sízt vegna tilmæla nokkurra starfsmanna Rala, fengin for- ritasamstæðan SPSS, sem er í tölvu SKÝRR. Vegna hinnar miklu endurnýjunar á tölvukosti háskólans 1976- 1977 þurfti að endurskipuleggja þá tölvuvinnslu, sem þegar var rótgróin, og greiðari aðgangur að tölvum ýtti undir meiri notkun þeirra. Rannsóknasjóður IBM vegna Reiknistofnunar Háskóla íslands veitti stofnuninni tvo styrki, samtals að upphæð 500.000 kr., til að greiða hluta kostnaðar við endurskipulagningu á vinnslu gagna úr sauðfjárræktarrannsóknum og til að greiða hluta kostnaðar við undirbúning að tölvuvinnslu gagna úr beitartilraunum. Reiknistofnun háskólans hefur haldið uppi mjög virkri kynningu á þeim nýjungum í tölvunotkun, sem fram hafa komið, með námskeiðum og fyrirlestrahaldi. Einnig hafa fyrirtæki, sem flytja inn tölvubúnað, haldið kynningarfundi. Hefur starfsfólk Rala not- fært sér vel þessa kynningu, og alls munu a.m.k. 13 starfsmenn Rala hafa farið á slíka fyrirlestra eða tekið þátt x námskeiðum. Stofnunin hefur á undanförnum árum lagt kapp á að fylgjast með þróuninni í tölvumálum, en aðstaða hennar hefur verið ófull- nægjandi, einkum vegna fjarlægðar frá háskólasvæðinu. Endurnýjun tölvukosts reiknistofnunarinnar hefur þó stórbætt aðstöðuna. Með tilkomu PDP-vélar háskólans gefst kostur á fjarvinnslu frá Keldna- holti, sem mundi spara tímafrekar milliferðir og bið eftir vinnslu verkefna.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.