Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 66

Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 66
61 . fjórum stöðum, og hefur þeim fækkað nokkuð á síðustu árum og bíða nú fullnaðarúrvinnslu, sem er mjög brýn. 1.2 Tilraun með grænfóður. 120 reita tilraun var gerð í Stórholti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, þar sem gerður var samanburður á hafra-og bygg- afbrigðum til grænfóðurs með mismunandi sláttutíma. Ekki var unnt að sá til þessarar tilraunar nógu snemma, svo að ekki náð- ist að slá síðustu sláttutíma á raunhæfum tíma miðað við nýtingu grænfóðurs á Vestfjörðum. 1.3 Grasastofnar. Sáð var til fjögurra tilrauna með grasastofna, túnvingul, hávingul, vallarfoxgras og vallarsveifgras, í Stórholti í Saurbæ, alls 38 stofna. 1.4 Aðrar tilraunir. Áhrif umferðar á tún. Settir voru niður berjarunnar, af- brigði af jarðaberjum og afbrigði af rabarbara. 2. Sauðfjártilraunir. Áfram var haldið ræktun og úrvali á alhvítu fé', og er nú alger undantekning, að gult lamb fæðist af stofni stöðvarinnar. Haustið 1976 voru fengnir óskyldir hrútar úr Strandasýslu til samanburðar við heimahrúta. Samanburðurinn sýndi, að heima- aldir hrútar og þeir aðkeyptu gáfu mjög svipaðan vænleika dilka. Settir voru á fimm gimbrahópar, og er þar gerður samanburður á dætrum þriggja hrúta úr Strandasýslu og tveggja heimaalinna. Þá var síðastliðið ár gerð tilraun með fóðrun áa á heyi eingöngu allan veturinn, frá því að þær voru teknar á hús og þar til þeim var sleppt á vorin á græn grös. Á skrifstofu Rala er verið að vinna úr þessari tilraun, bæði frá Reykhólum og öðrum stöðum, þar sem hún var gerð. Rekstur sauðfjárbúsins gekk allvel, frjósemi yfir 70% og arður sæmilegur.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.