Fjölrit RALA - 06.11.1978, Blaðsíða 70
65 .
sláttutíma. Þetta er mikil tilraun með 72 liði. Fjórar gras-
ræktartilraunir eru utan stöðvarinnar. í þremur þeirra er verið
að bera saman ólíkar grastegundir og stofna og fylgzt með endingu
þeirra í sáðreitunum, sem fá sömu meðferð að því er varðar áburð,
slátt og beit, eins og aðliggjandi tán á bæjunum, þar sem þær
fara fram.
Grasfrærækt var reynd í tveimur tilraunum með 10 liðum.
Leitað var eftir heppilegri N-áburðargjöf og í hinni kannaður
fræþroski 12 stofna af 7 tegundum.
Kornræktartilraunir. Ein tilraun var gerð, þar sem bornir
voru saman 20 stofnar af byggi. Þá var sáð í raðir 40 afbrigðum
byggs, sem komið hafa úr víxlfrjóvgunum.
Grænfóður var í fjórum tilraunum með 206 reitum. í öllum
tilraununum var verið að bera saman ólíkar grænfóðurtegundir og
stofna af þeim. Jafnframt voru í einni bornir saman mismunandi
áburðarskammtar, og í annarri voru könnuð áhrif sláttutíma á magn
og gæði uppskerunnar.
Garðræktartilraunir. Tvær tilraunir voru gerðar með kart-
öflur. Borin voru saman 40 afbrigði og aðferðir reyndar til að
flýta þroska kartaflna. Alls voru þetta 46 liðir með 178 reitum.
Borin voru saman sex gulrófnaafbrigði og ellefu afbrigði af hvít-
káli. Settar voru niður tröllasúruplöntur af 19 stofnum víðs
vegar að úr heiminum. Plantað var smávegis af berjarunnum og
nokkrum tegundum af krydd-og krásjurtum til að kanna möguleika
þeirra til að þrífast hár.
Fóðrunartilraunir með sauðfé. Tilraun með gervimjólk og
vorlambaköggla. Tilgangurinn var að kanna, hversu vel tækist
að ala upp lömb með því að fóðra þau á gervimjólk og kjarnfóðri
að loknum fyrsta sólarhringnum með ánni.
Tilgangur tilraunar með vorlambaköggla handa tvílembingum
var að kanna, hvort ná mætti fullum þrifum tvílembinga með þvx
að hafa mæðurnar á gróðurlausum, skjólgóðum útihólfum með sjálf-
fóðrun á heyi sem viðbót við móðurmjólkina.