Fjölrit RALA - 20.01.1979, Side 35

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Side 35
III. AÐRAR GARÐYRKJUTILRAUNIR. Á tilraunum með illgresiseyðingarlyf er lítið að græða. Árið 1975 og 1976 virðist Ramrod reynast betur en Treflan en árið 1977 virka 7 kg/ha af Ramrod lítið sem ekkert á illgresi og Treflan harla lítið. Samanburðartilraunir á vexti gulrófustofna hafa ekki tekist sem skyldi vegna misjafnlegrar spírunar fræs. Rófur hafa því staðið misþétt og er því lítið að marka tölur um uppskeru á flatareiningu. Hnúðkál, grænkálsafbrigðið 08483 og hvítkálsafbrigðið Háleggur hafa reynst vel á Korpu, en norska hvítkálsafbrigðið Omd reyndist illa er það var prófað sumarið 1976. Óhætt er að mæla með ræktun á hnúðkáli, því uppskera er næsta örugg. Gerð var tilraun til að rækta matlauk sumarið 1975 en uppskera var mjög lítil. Sumarið 1977 voru borin saman 12 hvítkálsafbrigði á Korpu og víðar. Tilraunin var gerð í samvinnu við Garðyrkjuskólann á Reykjum. Tilraunin mistókst að nokkru leyti vegna þess að plönturnar voru full rýrar við niður- setningu og kom það sennilega harðast niður á seinvöxnu afbrigðunum. Til dæmis náði Háleggur (Halygen) margfalt meiri höfuðþyngd í varðbeltum en í tilraunareit, en plönturnar í varðbeltunum voru forræktaðar á öðrum stað og voru stærri við niðursetningu. Illgresiseyðing í jurtum af krossblómaætt, (405-75). Tilgangurinn var að bera saman verkan illgresiseyðingarefnanna RAMROD og TREFLAN. Af Treflan var úðað 1,8 1/ha - Ramrod - - 7 kg/ha Hvort illgresiseyðingarefni var látið á fjóra reiti með mismunandi plöntutegundum. Áburður var alls staðar "Græðir I” (14-18-18) 1,8 t/ha Síðla sumar var illgresisþekjan metin með skala 0-10.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.