Fjölrit RALA - 20.01.1979, Blaðsíða 59

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Blaðsíða 59
-53- eftir sláttutímum 1977. Köfnunarefni var að meðaltali 1.80 % af þe. í l.sl. 1978 þar sem fyrri sláttur var sleginn 6.7. 1977, en 1.65 % þar sem fyrri sláttur var sleginn 27.7.'77. Af öðrum atriðum var helst að áburðar- tími hefði áhrif á N % árið eftir. 1 1. sl. 1978 var N 1.76 %, þar sem borið var á 24.5. 1977, en 1.69 %, þar sem borið var á 8.6. 1977. Sellulasameltanleiki var ákvarðaður á 36 sýnum úr l.sl. 1977. Þessar meltanleikatölur svara ekki alveg til hinna venjulegu meltanleikatalna og verða ekki birtar hér. Af helstu niðurstöðum má nefna, að ekki kom fram samband milli áburðar- magns og meltanleika. Hins vegar var fylgni meltanleika og uppskeru -0.57, þegar liða- og blokkamun hafði verið eytt. í því sambandi skal minnst á, að sýni voru tekin með nokkuð óvenjulegum hætti eins og áður hefur veriö skýrt frá. Hálfsmánaðar seinkun á áburðardreifingu hafði sömu áhrif og 3.5 daga flýting sláttar, ef gengið er út frá jöfnu falli á meltanleika 6.-27.7. 5. Athugun á uppskerumælingu með rafmagnsklippum. Bornar voru saman þrjár aðferðir við uppskerumælingar á vallarfoxgras- túni á Korpu sumarið 1977. Skýrt var frá helstu niðurstöðum athugunarinnar í semínari um vélvæðingu og hagræðingu í jarðræktartilraunum í Ultuna 7.-9. desember og var erindið gefið út í fjölrituöu hefti ásamt öðru efni, sem þar var lagt fram. Tilefni þessarar athugunar var, að tíðkast hefur í ýmsxam rannsóknum á undanförnum árum, að uppskera væri mæld með klippingum á hringlaga reitum, 0.5 m^ eða smærri. Hefur þessi aðferð jafnvel verið látin nægja sem upp- skerumæling við slátt. Tilraunirnar sýndu, að klipping tveggja 2 m langra randa með rafmagnsklippum, þar sem breiddin ræðst af breidd klippanna (10 cm) gaf mjög sambærilegar niðurstöður og sláttur á 9-10 m^ reitum, eins og tíðkast hefur í tilraianum. Að líkindum er þó árangur af samanburói ólíkra aðferða við uppskerumælingar nokkuð háður aðstæðum og því ekki unnt að segja til um, að hve miklu leyti klipping á röndum getur komið í stað uppskerumæl- inga á sláttureitum. Hins vegar reyndist klipping á 0.25 m^ reitum, sem voru afmarkaðir með hringjum, ekki alltaf gefa sambærilegar niðurstöður við hinar aðferðirnar. Örðugt reyndist að klippa, þegar grasvöxtur var orðinn mjög mikill. Það sem hér hefur verið sagt frá þessari athugun er nærri samhljóða því, sem kom fram í ársskýrslu stofnunarinnar 1977. Auk þess að vísa til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.