Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 5
Yfirlit
1. Ástand gróðurs og jarðvegs var kannað á fjórum uppgræðslusvæðum Lands-
virkjunar við Blöndu, þ.e. við Helgufell, Lurk og Sandá á Auðkúluheiði og á
Öfuguggavatnshæðum á Eyvindarstaðaheiði, en heildarflatarmál þessara svæða er
um 3.700 ha. Mælingar voru gerðar bæði á ábornu landi innan svæðanna og á
blásnu og óblásnu landi utan þeirra. Tegundasamsetning og gróðurþekja var
mæld í 249 reitum sem lagðir voru út á sniðum þvert á áburðarrákir. í reitunum
voru ýmsir umhverfisþættir ákvarðaðir, svo sem staðsetning ílandslagi, landgerð,
áburðargjöf, halli lands og beit, auk þess sem jarðvegsþykkt var mæld og
jarðvegssýni tekin til ákvörðunar á sýrustigi og kolefnisinnihaldi. Skyldleiki
gróðurs í einstökum reitum og samband hans við umhverfisþætti var kannaður
með fjölbreytugreiningu (DCA-hnitun).
2. Áburðardreifing sumarið 1994 var nokkuð misjöfn og voru víða allbreiðar
spildur á milli áburðarráka. Á uppgræðslusvæðunum við Helgufell, á Lurk og á
Öfuguggavatnshæðum hafði verið borið á um 1/3 af yfirborði en við Sandá hafði
áburði verið dreift á um 2/3 yfirborðs.
3. Verulegur munur var á landgerðum innan uppgræðslusvæðanna. í Helgufelli, við
Sandá og á Öfuguggavatnshæðum var blásið land langalgengsta landgerðin en á
Lurk var óblásið land meira en helmingur áboma landsins.
4. Mikill munur var á jarðvegseiginleikum og tegundasamsetningu á örfoka landi
og grónum, óblásnum svæðum. Jarðvegur á blásnu landi hafði hærra sýrustig og
minna kolefnisinnihald en jarðvegur á óblásnu landi. Aðeins hluti þeirra tegunda
sem var að finna á gamalgrónum svæðum var einnig að finna á örfoka landi.
5. Áburðargjöf á blásið land lækkaði sýrustig en hafði lítil áhrif á kolefnisinnihald.
Á gamalgrónum svæðum hafði áburðargjöf lítil áhrif á þessa jarðvegsþætti.
6. Áburðargjöf var megináhrifavaldur við mótun gróðurfars á örfoka landi. Gróður-
þekja jókst mikið, einkum þekja túnvinguls, vallarsveifgrass og mosa af ættkvísl-
unum Ceratodon og Bryurn, en vægi nokkurra melategunda minnkaði nokkuð.
Við áburðargjöfina hafði myndast gróður sem var nokkurs konar blanda gras-
lendis og melagróðurs. Áburðargjöfin hafði ekki leitt til þess að gróður væri
farinn að líkjast þeim gróðri sem er að finna á gamalgrónu þurrlendi heiðanna.
Áburðargjöf á óblásið land hafði ekki haft veruleg áhrif á heildargróðurþekju en
vægi einstakra tegunda hafði breyst þannig að gróður var nokkuð farinn að líkjast
gróðri áborins, örfoka lands.
7. Grastegundirnar vallarsveifgras, beringspuntur, snarrót, Leik-túnvingull og
íslenskur túnvingull, sem sáð var til uppgræðslu, komu allar fyrir í gróðri nema
snarrótin. Engin sáðtegundanna náði eins mikilli þekju og innlendi túnvingullinn
en hann var sú tegund háplantna sem mesta þekju myndaði þótt aðeins hafi verið
sáð til hans í litlum mæli á tveimur svæðum.
8. Beit var háð áburðargjöf. Hún var mest á nýábornu landi en mun minni á
óábornu landi og þar sem borið hafði verið á fyrir ári eða fyrr.
9. Tegundir voru misjafnlega eftirsóttar. Ákveðnar tegundir voru valdar úr gróðri
meðan aðrar voru látnar ósnertar. Yfírleitt voru sömu tegundir bitnar hvort sem
borið hafði verið á landið eða ekki en beitartíðni jókst mikið á nýábornu landi.
Eftirsóttustu tegundirnar voru lokasjóðsbróðir, grávíðir, stinnastör og ýmsar
grastegundir. Tegundir sem aldrei fundust bitnar þótt þær væru mjög algengar í
gróðri voru t.d. lambagras, músareyra og grasvíðir.
3