Fjölrit RALA - 20.03.1995, Qupperneq 7
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYYINDARSTAÐAHEIÐI
INNGANGUR
Þegar ákveðið var að virkja Blöndu var ljóst að
stór, gróin landsvæði á Auðkúluheiði og Eyvind-
arstaðaheiði myndu fara undir miðlunarlón og
önnur virkjunarmannvirki. Fljótlega hófust um-
ræður um hvernig hægt væri að bæta það tap
með uppgræðslu. í framhaldi af þessu hófst
sumarið 1981 uppgræðsla í tilraunaskyni á alls
sex svæðum á heiðunum, fjórum á Auðkúluheiði
en tveimur á Eyvindarstaðaheiði, og var saman-
lögð stærð þeirra um 150 ha. Tilgangur þessara
tilrauna var m.a. að afla upplýsinga um upp-
græðslu á hálendi og hvernig sameina mætti
markmið landgræðslu og fóðurframleiðslu (Ingvi
Þorsteinsson 1991).
í mars 1982 gerðu Rafmagnsveitur ríkisins,
sem þá var virkjunaraðili, og fulltrúar land-
eigenda með sér samning vegna Blönduvirkjunar.
Þar er m.a. kveðið á um að virkjunaraðili kosti
uppgræðslu í stað þess gróðurlands sem tapast
eða spillist vegna virkjunarframkvæmda.
Samningsaðilar komu sér saman um að upp-
græðsla á allt að 3.000 ha örfoka lands myndi
nægja í þessu skyni og jafnframt var tekið fram
að allt að 2.400 ha skyldu vera vestan Blöndu en
600 austan hennar. Þessar stærðir voru miðaðar
við fulla vatnshæð í Blöndulóni, eða 478 m.
í samningnum er uppgræðslu lýst sem: „upp-
græðsla örfoka lands, aðhlynning gróðurs og
gróðurbætur lands“. Þar segir ennfremur: „Upp-
græðslan miðast við að framkvæma þá árlegu
sáningu og áburðargjöf, sem þarf til að koma af
stað gróðri, sem sé að minnsta kosti sambærilegur
að beitargildi og varanleik við þann sem glatast,
og viðhalda honum með áburðardreifingu“.
Einnig eru ákvæði um að Rannsóknastofnun
landbúnaðarins (RALA) skuli fylgjast árlega með
framvindu uppgræðslunnar og ástandi gróðurs
og meta hvenær uppgræðslu sé lokið og hvenær
viðhald gróðurs taki við. Haustið 1982 tók
Landsvirkjun við af Rafmagnsveitum ríkisins sem
virkjunaraðili og hefur hún verið formlegur aðili
að samningnum síðan (Ingvi Þorsteinsson 1991).
í samræmi við samninginn var síðan hafist
handa við uppgræðslu í stórum stíl sumarið 1983
og var hún fólgin í sáningu grasfræs og dreifingu
áburðar. Bætt var við nýjum svæðum, en alls
hefur verið borið á 16 svæði. Hin síðari ár hefur
áburðargjöf verið hætt á nokkrum svæðum. Ekki
liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um heildar-
stærð þess lands sem borið hefur verið á, en
samkvæmt mælingum sem Upplýsinga- og
merkjafræðistofa Háskóla íslands gerði á 13
svæðum sumarið 1991 var samanlögð stærð
þeirra þá rúmlega 4.500 ha (Kolbeinn Árnason
og Ásmundur Eiríksson 1992). Þessu til viðbótar
koma þrjú Ktil svæði sem að heildarflatarmáli
munu vera um 80 ha (Ingvi Þorsteinsson 1991).
Þar sem ekki hefur verið bætt við upp-
græðslurnar frá 1991 (Sveinn Runólfsson, munn-
legar upplýsingar) má reikna með að heildar-
flatarmál áborins lands á heiðunum sé um 4.600
ha.
Allt frá því að uppgræðsla hófst á heiðunum
hefur RALA unnið þar að margs konar
athugunum og rannsóknum (t.d. Halldór Þor-
geirsson 1982, Ingvi Þorsteinsson o.fl. 1988,
Ingvi Þorsteinsson o.fl. 1989, Ingvi Þorsteinsson
1991) og hafa þær aðallega farið fram á
svæðunum sex sem tekin voru til uppgræðslu
árið 1981. Rannsóknir þessar hafa í megin-
dráttum verið tvenns konar. Annars vegar voru
gerðar sérstakar áburðartilraunir í afmörkuðum
tilraunareitum, en hins vegar hafa farið fram
rannsóknir á stærri svæðum utan þeirra. í
tilraunareitunum var áhersla lögð á að kanna
áhrif mismunandi áburðarskammta, tíðni áburð-
ardreifingar og áhrif friðunar og beitar á gróður-
þekju og á beitar- og næringargildi gróðurs. Þar
hefur uppskera gróðurs t.d. verið mæld og þekja
ákveðinna tegundahópa metin reglulega. Árið
1989 var síðan gerð ítarlegri úttekt á gróðurfari
reitanna þar sem hlutdeild einstakra tegunda var
mæld (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1991). Utan
tilraunareita hefur verið fylgst reglubundið með
árangri uppgræðsluaðgerða á nokkrum svæðum,
með mælingum á hlutdeild einstakra tegunda-
hópa í þekju.
I tengslum við uppgræðsluna hafa fjölmargar
aðrar rannsóknir verið gerðar, bæði af RALA og
af öðrum stofnunum. Má þar nefna samanburð á
grastegundum og grasstofnum til uppgræðslu
(Áslaug Helgadóttir 1991), rannsóknir á jarðvegi
(Þorsteinn Guðmundsson 1991), jarðvegshita
(Halldór Þorgeirsson 1991a), rótarkerfi grasa
(Halldór Þorgeirsson 1991b), dýralífi í jarðvegi
(Hólmfríður Sigurðardóttir 1991) og ákvörðun
uppskeru með mælingum á endurkasti ljóss frá
gróðurþekju (Jóhann Haukur Sigurðsson 1991).
5