Fjölrit RALA - 20.03.1995, Page 8

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Page 8
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON Gerðar hafa verið fjarkönnunarmælingar á alls 13 svæðum íþeim tilgangi að meta stærð þeirra og þéttleika gróðurþekju (Kolbeinn Amason og Ásmundur Eiríksson 1992). Þá hafa einnig farið fram á uppgræðslusvæðunum rannsóknir á stofn- vistfræði nokkura tegunda (Larsen 1994). Þótt miklar rannsóknir hafi farið fram á þessum uppgræðslum hefur fremur lítið verið gert af því að flokka land eftir framvindustigi eða kanna áhrif áburðargjafar og sáningar á gróður- þróun mismunandi landgerða. Mikilvægt er að rannsaka hvort gróður á ábornu, örfoka landi er að þróast í átt til þess gróðurfars sem er að finna á algrónum og óblásnum svæðum heiðanna, en reikna má með að sá gróður sé í tiltölulega góðu jafnvægi við ytri aðstæður, svo sem veðurfar og beit. Einnig er mikilvægt að vita hvemig gróður á grónu landi, svo sem lyngmóum, bregst við áburðargjöf og landnámi sáðtegunda en ljóst er að hluti þeirra svæða sem borið hefur verið á er gamalgróið og óblásið land. Sumarið 1994 hóf RALA rannsóknir á upp- græðslusvæðunum með það að meginmarkmiði að flokka land með tilliti til framvindu gróðurs. í þessu sambandi var lögð áhersla á eftirfarandi: • Að rannsaka hvers konar land hefur verið tekið til uppgræðslu, þ.e. landgerðir. • Að kanna hvemig áburðardreifing hefur tekist, þ.e. hversu jöfn hún hefur verið. • Að kanna beit og plöntuval við mismunandi aðstæður. • Að rannsaka hvaða breytingar hafa átt sér stað á gróðri og jarðvegi í kjölfar áburðargjafar og sáningar við mismunandi aðstæður. • Að meta hvort þessar breytingar eru í samræmi við það sem stefnt var að og hverju æskilegt er að breyta við framkvæmd uppgræðsluaðgerða og nýtingu heiðanna. Til þess að ná þessum markmiðum voru gerðar mælingar á fjórum uppgræðslusvæðum: Helgu- felli, Lurk og við Sandá á Auðkúluheiði og á Öfuguggavatnshæðum á Eyvindarstaðaheiði en samanlagt eru þau um 80% af flatarmáli allra uppgræðslusvæða á heiðunum. Gerðar voru gróðurmælingar í rannsóknareitum og ýmsir um- hverfisþættir ákvarðaðir, svo sem staðsetning í landslagi, landgerð, áburðargjöf, halli og beit auk þess sem jarðvegsþykkt var mæld og jarðvegssýni tekin til ákvörðunar á sýrustigi og kolefnisinni- haldi. Hér á eftir verður greint frá niðurstöðum þessara rannsókna. 6

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.