Fjölrit RALA - 20.03.1995, Qupperneq 11
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYVINDARSTAÐAHEIÐI
Lurkur
Lurkur er langstærsta uppgræðslusvæðið á
heiðunum, um 2.260 ha að flatarmáli (Kolbeinn
Ámason og Ásmundur Eiríksson 1992). Það nær
frá Blöndutjömum í norðri suður undir Kúlukvísl
í suðri (1. mynd). Austurmörk þess markast af
Blöndu og nær áborna landið sums staðar fram á
bakka hennar en annars staðar er jaðarinn
nokkur hundruð metra frá árbakkanum. Vestur-
mörk em frá eystri hluta Blöndutjama um Helgu-
fell austanvert í stefnu á Amarbæli. Sunnan
fellsins sveigir jaðar þess til austurs í átt að Blöndu
og liggur hann nokkru austan við Arnarbælis-
tjörn. Svæðið er því um 15 km á lengd og mjög
misbreitt. Mjóst er það austan Arnarbælistjarnar
um 1 km en breiðast vestur undan ármótum
Blöndu og Ströngukvíslar þar sem breidd þess er
tæpir 3 km. Hæð yfir sjó er frá 480 m við
Blöndutjarnir upp í rúmlega 600 m í austur-
hlíðum Helgufells. Uppgræðslusvæðið á Lurk er í
raun nokkur samhangandi svæði sem í fyrri
skýrslum hafa verið auðkennd sem svæði 8 a-e
(Ingvi Þorsteinsson 1991, Stefán H. Sigfússon og
Sveinn Runólfsson 1991).
Uppgræðsla á Lurk hófst 1983 en þá var borið
á um 180 ha afmarkað svæði á vestasta hluta hans
suðaustan við Helgugfell. Síðan hefur áborna
svæðið verið stækkað til suðurs, norðurs og til
austurs að Blöndu í nokkrum áföngum. Það er
mishæðótt og hallar yfirleitt til austurs í átt að
Blöndu. Land þetta er mjög misleitt, sums staðar
hefur það verið nánast örfoka, einkum svæðið við
rætur Helgufells suðaustanvert. Annars staðar er
það töluvert sundurskorið af rofi en allvíða er um
nánast algróið land að ræða.
Elsti hluti uppgræðslunnar á Lurk var girtur
1983. Var hann friðaður tvö fyrstu árin eftir að
uppgræðsla hófst, eða til júlíloka 1985 (Ingvi
Þorsteinsson o.fl. 1986). Næstu ár þar á eftir var
hann beittur hluta úr sumri en frá og með 1993
hefur girðingin á Lurk staðið opin (Haukur
Pálsson, munnlegar upplýsingar).
Sumarið 1989 voru yngri uppgræðslusvæðin
á Lurk girt af með rafmagnsgirðingu (Ingvi
Þorsteinsson o.fl. 1990). Girt var úr Blöndu
sunnan við Blöndutjarnir til vesturs u.þ.b. 1 km
og þaðan til suðurs beina leið í vesturkant
girðingarinnar frá 1983 og úr þeirri girðingu til
suðurs austan við Arnarbælistjörn að Kúlukvísl
og síðan til austurs að Blöndu. Svæðið innan
girðingar var friðað að mestu leyti í þrjú sumur
en beitt eftir það. Sumarið 1993 var þessi girðing
tekin upp (Haukur Pálsson, munnlegar upplýs-
ingar).
Um norðurhluta Lurks liggja engir vegaslóðar
en auðvelt er að komast að syðri hluta hans því
þangað liggur nokkuð greiðfær braut af Kjalvegi
suður með Helgufelli að vestanverðu.
Sandá
Sandá er lítið uppgræðslusvæði sem liggur á
flatlendi norðan við Helgufell (1. mynd).
Heildarflatarmál þess er um 25 ha (Ingvi
Þorsteinsson o.fl. 1991) og liggur það í um 500
m hæð yfir sjó. Sumarið 1981 hófst uppgræðsla
á svæðinu sem þá var örfoka (Halldór Þorgeirs-
son o.fl. 1982). Svæðið hefur verið opið fyrir
beit frá upphafi nema 1-2 ha afgirtur tilrauna-
reitur (Ingvi Þorsteinsson 1991). Girðing um
reitinn var fjarlægð 1991 (Haukur Pálsson,
munnlegar upplýsingar). Annar lítill reitur var
girtur á svæðinu vegna átgetutilrauna en
girðingin um hann var fjarlægð eftir stuttan tíma.
(Haukur Pálsson, munnlegar upplýsingar).
Auðvelt er að komast að svæðinu, en það liggur
skammt frá Kjalvegi.
Öfuguggavatnshæðir
Öfuguggavatnshæðir er stærsta uppgræðslu-
svæðið á Eyvindarstaðaheiði. Heildarflatarmál
þess er um 730 ha (Kolbeinn Árnason og
Ásmundur Eiríksson 1992). Áborna svæðið, sem
er tæplega 14 km á lengd (2. mynd), liggur eftir
gríðarlöngum rofjaðri. Það nær frá girðingu
sunnan vegar við Hanskafell og suður fyrir
Bugaveg austan Galtarárflóa. Breidd þess er
nokkuð misjöfn, eða frá um 400 m upp í rúma
600 m. Austan áborna landsins er lítt gróinn
melur en vestan þess er gróið land á allþykkum
áfoksjarðvegi. Svæðið er jafnlent en öldótt, þar
sem skiptast á lágar hæðir og grunnir slakkar.
Lægst er það að norðanverðu þar sem það er í um
470 hæð en það hækkar síðan nokkuð til suðurs
og nær mest í um 550 m á hæðunum austur af
Reftjömum. Yfirborð er fremur slétt en sums
staðar em þó grýttir kaflar, einkum um miðju
svæðisins. í fyrri skýrslum hefur það verið
flokkað í tvo hluta, þ.e. svæði 11 og lla (Ingvi
Þorsteinsson o.fl. 1991), en engin glögg skil eru
9