Fjölrit RALA - 20.03.1995, Síða 12
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON
3. tafla. Upprekstur sauðfjár og hrossa á Eyvindarstaðaheiði árin 1986-1994.
Ár
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994
Ærgildi, sauðfé og hross* 6.334 6.260 5.830 4.465 4.727 4.545 4.545 4.225 4.300
* Upplýsingar frá Erlu Hafsteinsdóttur
nú á milli þeirra. Uppgræösla hófst á syðri
hlutanum árið 1983 en árið 1985 var aukið við
svæðið til norðurs (1. tafla). Nyrsti hluti svæðis-
ins er innan landgræðslugirðingar sem girt var
1982 og hefur hann verið nánast alfriðaður síðan
(Sigurjón Guðmundsson, munnlegar upplýsing-
ar), en syðri hlutinn hefur ætíð verið opinn fyrir
beit. Auðvelt er að komast á bíl að uppgræðsl-
unni, bæði að sunnan og norðan, en að mið-
hlutanum er það erfiðara þar sem þangað liggja
hvorki vegir né vegaslóðar.
Sáning og áburðardreifing
Til sáninga hafa verið notaðar fjórar grastegundir
(1. tafla), þ.e. vallarsveifgras, túnvingull, berings-
puntur og snarrót. í fyrstu var sáð vallarsveifgrasi
(Fylking) af sænskum stofni ásamt þremur
stofnum af túnvingli, tveimur dönskum (Echo og
Dasas) og einum íslenskum (Blanda). Frá og með
árinu 1983 var farið að sá norskum túnvingli
(Leik), fyrst með sænsku (Fylking) eða norsku
(Holt) vallarsveifgrasi og síðar með beringspunti
ættuðum frá Alaska og loks með beringspunti og
íslenskri snarrót (1. tafla). Við uppgræðsluna
hefur yfirleitt verið látið nægja að sá í svæðin
fyrsta árið en í nokkrum tilfellum hefur verið
bætt við fræi á öðru ári ef gróður hefur þótt
gisinn (1. tafla). Samsetning sáðtegunda hefur
verið mjög misjöfn eftir svæðum og sama er að
segja um sáðmagn. Árið sem uppgræðslan
byrjaði á heiðunum (1981) var notað óhúðað fræ
en eftir það hefur eingöngu verið sáð húðuðu
fræi. Engar sáningar hafa farið fram eftir 1991
(Sveinn Runólfsson, munnlegar upplýsingar).
Á svæðunum fjórum sem rannsökuð voru
hefur áburður verið breytilegur, bæði hvað
varðar magn og efnasamsetningu (Ingvi Þor-
steinsson 1991). Frá því uppgræðsla hófst árið
1981 og til ársins 1985 var yfirleitt dreift um 400
kg af áburði á ha. Þessu var síðan breytt árið
1986 en þá var ákveðið að bera á nýsáningar 400
kg á ha fyrstu tvö árin, 300 kg það þriðja og 200
kg eftir það (Sveinn Runólfsson, munnlegar
upplýsingar). Tekið skal fram að áburðarmagn er
hér miðað við það svæði sem áburður fellur á
þegar dreift er en ekki við heildarflatarmál upp-
græðslusvæðanna (Stefán H. Sigfússon og Sveinn
Runólfsson 1991).
Við frumsáningar hefur í flestum tilvikum
verið notaður áburðurinn Móði 1 (Sveinn
Runólfsson, munnlegar upplýsingar) sem er tví-
gildur og inniheldur 26% N, 6,1% P og 2,6% Ca,
en á öðru ári og eftir það Græðir 9 (Sveinn
Runólfsson, munnlegar upplýsingar) sem er
fjórgildur áburður með 24% N, 3,9% P, 6,6% K,
2,0% S og 1% Ca. í Móða 1 er köfnunarefnið á
formi ammóníum nitrats og ammóníum fosfats,
en í Græði 9 er það sem ammóníum nitrat,
ammóníum fosfat og ammóníum súlfat.
Beitarálag ogfjárfjöldi
Ekki tókst að fá nákvæmar upplýsingar um upp-
rekstur sauðfjár og hrossa á heiðamar þau ár sem
liðin em frá því uppgræðsla hófst. Árið 1986 var
fjöldi hrossa og sauðfjár á Eyvindarstaðaheiði um
6.300 ærgildi en árið 1994 um 4.300 ærgildi (3.
tafla). í þesssum tölum em um 150 hross, en
hvert hross er metið á 7 ærgildi. Fækkun hefur
því verið um 32% á þessu árabili. Ekki tókst að
afla samsvarandi gagna fyrir Auðkúluheiði.
Sé miðað við fjölda fjár á vetrarfóðrum
(3.mynd) má reikna með að sauðfjárbeit á
heiðunum hafi verið að minnka allt frá árunum
1977-78, en þá var sauðfjáreign landsmanna í
hámarki (Ólafur R. Dýrmundsson, munnlegar
upplýsingar). í hreppunum sem upprekstur eiga
á Auðkúluheiði vom um 18.400 fjár á vetrar-
fóðrum árið 1977 en árið 1981, þegar upp-
græðsla hófst, hafði fénu fækkað í 16.300 og
árið 1993 í 8.300. í þeim hreppum sem eiga
upprekstur á Eyvindarstaðaheiði hefur þróunin
verið svipuð. Árið 1977 voru á fóðrum um
29.600 fjár, 1981 um 25.600 og 1993 var
fjöldinn kominn niður í um 15.700 fjár. Lætur
því nærri að í þeim hreppum sem eiga upprekstur
á Auðkúluheiði hafi fé fækkað um 49% frá því
10