Fjölrit RALA - 20.03.1995, Síða 16

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Síða 16
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON (43) (96) (14) hæðir (44) Niðurstöður Landgerðir á uppgrœðslusvæðunum Mikill munur kom fram á svæðum hvað varðar landgerðir (5. mynd). Á uppgræðslusvæðinu í Helgufelli voru rúmlega 10% reita á óblásnu landi. Þar var einkum um að ræða gróðurtorfur í brekkurótum og slökkum, en áburði hafði einnig verið dreift inn á gróið land á vesturmörkum uppgræðslunnar. Langstærsti hlutinn (um 90%) hefur þó verið lítt gróinn og örfoka þegar uppgræðsla hófst og reyndust melar vera algengsta landgerð blásna landsins. Á uppgræðslusvæðinu á Lurk var skipting milli landgerða allt önnur en í Helgufelli. Rúmlega helmingur reita á Lurk, eða 57%, voru á óblásnu landi (5. mynd). Reikna má með að stór hluti þessa lands hafi verið nánast algróinn þegar uppgræðslan hófst því þar voru engin merki um rofdíla, hvorki ógróna né gróna. Annars staðar hefur land ekki verið algróið þótt það flokkist hér sem óblásið. Þar voru greinileg merki um rofdfla en margir þeirra voru farnir að gróa upp við áburðargjöfina. Af öðrum landgerðum voru melar algengastir, en um 32% reita tilheyrðu □ □ m □ Sandur. T3 Grjót _§ ! |0 Melur -a m Moldir ' B Óblásið 5. mynd. Hlutfailsleg skipting lands (%) eftir landgerðum á rannsóknasvæðunum fjórum. Tölur innan sviga sýna fjölda rannsóknareita á hverju svæði. þeirri landgerð. Svæðið við Sandá er mjög einsleitt og var melur eina landgerðin í reitunum (5. mynd). Á Öfuguggavatnshæðum hefur nánast ein- göngu verið borið á blásið land. Rúmlega helmingur yfirborðs hefur að uppruna verið moldir (55%) en tæplega helmingur (43%) melar (5. mynd). Dreifing áburðar Flokkun reita eftir áburðargjöf sýndi að sumarið 1994 hefur áburði ekki verið dreift nema á hluta uppgræðslusvæðanna (6. mynd). í Helgufelli, á Lurk og á Öfguggavatnshæðum voru víðast all- breiðar spildur milli ábuðrarráka. Lítill munur var á þessum svæðum og lét nærri að borið hafi verið á 1/3 af flatarmáli þeirra en 2/3 hlutar hafi aftur á móti engan áburð fengið. Við Sandá var þessu öfugt farið. Þar hafði verið borið á um 2/3 hluta svæðisins sumarið 1994 en 1/3 hafði engan áburð fengið. Af gróðri mátti nokkuð auðveldlega greina hvort áburði hafði verið dreift á landið eða ekki, en útlit og yfirbragð gróðurs breytist fljótt við áburðargjöf einkum vegna þess að meira ber á 6. mynd. Hlutfallsleg skipting lands (%) eftir áburðargjöf á |—[ Óáborið rannsóknasvæðunum fjórum. Tölur innan sviga sýna fjölda rannsóknareita á hverju svæði. IH Áborið 1993 eðafyrr | Áborið 1994 14

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.